Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 208
204
Ritfregnir
Skímir
erfiði að sækja fangið heim til föðurhúsa. Ég hef ekki borið sögu Indriða
saman við rit Hemingways og get ekki bent á neitt, sem þaðan sé tekið
orSrétt. En hitt er víst, að mélfar Indriða og stíll er frá upphafi sög-
unnar til enda vandlega stælt eftir hinum fræga fyrirrennara hans. Nú
hefur Hemingway sett svip sinn á bókmenntir síðustu áratuga, einkum
amerískar, og má segja, að mikil skáldskaparstefna sé frá honum runnin.
Á ensku er slíkur skáldskapur kallaður „hardboiled“ —- harðsoðinn.
Gæti mönnum dottið í hug, að Indriði hefði drukkið í sig „stíl aldar-
innar“ og áhrifin frá Hemingway væru óbein. En þvi er ekki til að
dreifa. I Sjötíu og níu af stöðinni birtist stíll Hemingways sjálfs, hrár
og ómengaður. Víða er málfarið með þeim hætti, að það er engu
líkara en þýtt sé af erlendri tungu, og mun þar gæta áhrifa frá sögum
Hemingways, sem þýddar hafa verið á íslenzku. I skáldsögunni For
Whom the Bell Tolls (Klukkan kallar) er margt orðrétt þýtt úr spænsku
til að sýna lesanda, að sagan gerist ekki í ættlandi höfundar. Þetta
stælir Indriði og þýðir orðrétt í sögu sinni þau samtöl sem fara fram
á ensku: „Hí, þarna. — Hí, Sanchez. —- Hvað eldast. — Ekkert eldast"
o. s. frv. En sumt annað í sögu Hemingways á miður vel heima í
íslenzkri skáldsögu, og er ástæðulaust að herma það eftir, þótt þýðendur
geri það af illri nauðsyn. Á 79. bls. í sögu Indriða má t. d. lesa þessa
klausu: „Og þá hún öll í fangi mínu, komandi fast upp að mér. Það
lak úr krana og ég heyrði dropana falla, unz þeir féllu ekki lengur
og það var ekkert nema hún og hendur hennar strjúkandi um háls minn
°g upp i hárið að ýfa það með fingrunum." Indriði hefur ekki þurft
lengra en í formálann hjá Stefáni Bjarman til að sjá, hvernig Hemingway
beitir lýsingarhætti nútíðar í sögu sinni.
1 næstsíðasta kafla sögunnar eru áhrifin frá Hemingway ekki einvörð-
ungu bundin við mál og stíl. Bagnar Sigurðsson ekur um nótt norður
til átthaga sinna. Á leiðinni rennir hann huganum til liðinna atburða,
og er hugrenningum hans skotið inn i frásögnina formálalaust, innskotin
aðeins afmörkuð með þankastrikum. Þetta er hermt eftir sögu Heming-
ways, The Snows of Kilimanjaro, þar sem söguhetjan bíður dauðans
uppi á fjöllum Afríku og hvarflar huganum í sífellu til fyrri daga.
Hemingway prentar hugrenningar ferðamannsins með breyttu letri til
frekari glöggvunar. Indriði sleppir því viljandi til að leyna stælingunni,
en hún hggur engu að síður í augum uppi. Fjallið Kilimanjaro er orðið
að Mælifellshnjúk, og frosið hlébarðahræ, sem nefnt er í upphafi sögu
Hemingways, minnir Indriða eindregið é hvítan hest, sem sagt er, að
komi í Mælifellshnjúkinn, þegar fannir leysir á vorin.
Fyrir 15 árum þýddi Halldór Kiljan Laxness þá sögu Hemingways,
sem lengst mun halda nafni hans á loft: A Farewell to Arms (Vopnin
kvödd). Framan við bókina skrifaði hann stuttan, en viturlegan formála,
sem Indriði G. Þorsteinsson ætti að lesa. Þar segir meðal annars um
Hemingway: „Margir hafa reynt að taka aðferðir hans eftir honum,