Skírnir - 01.01.1955, Page 210
206
Ritfregnir
Skímir
Flest er nú á huldu um elztu sögur, sem gengið hafa um Trístan
kóngsson og hina björtu ástmey hans, en einhvern tima á 12. öld orti
óþekkt franskt skáld kvæði um þau, og er talið, að allur síðari skáld-
skapur um þetta efni eigi þangað rætur að rekja. Þetta kvæði er þvi
miður algerlega glatað. Um það hefur Bédier sagt, að það hafi verið
„ein hinna undurfóu fögru hóka mannkynsins". Hver sá, sem les eitthvað
af þvi, sem síðar hefur verið ort um þetta efni, mun leggja trúnað á
þau orð, því að sumt í yrkisefninu sjálfu virðist vera stórkostlegra en
sá búningur, sem það hefur fengið í nokkru riti, sem varðveitzt hefur.
Elztu rit, sem nú eru til um Trístan, eru ekki miklu yngri en þetta
glataða Ijóð. Sum þeirra hafa einnig verið að því komin að týnast
og eru nú aðeins til í brotum. Elztar eru leifar tveggja kvæða franskra
og tvö kvæði þýzk, í fimmta lagi hin norska saga bróður Róberts, sem
áður getur. Um síðustu aldamót fékkst Joseph Bédier við rannsóknir
Trístanssagnanna og tók sér þá fyrir hendur að steypa þessu gamla brota-
silfri saman i heild og ritaði sögu þá, sem nú hefur verið þýdd á íslenzku.
Fyrir þetta rit varð Bédier heimsfrægur maður á skammri stund. Hann
var jafnframt einn af mestu bókmenntafræðingum Frakklands, og þessi
saga hans er eitt glæsilegasta dæmi þess, hvernig hægt er að sameina
vísindaleg fræðistörf og skapandi list.
Einar Öl. Sveinsson prófessor hefur snúið bókinni á íslenzku og var
manna bezt til þess fallinn. Hann er handgenginn efninu frá fornu fari,
snjall rithöfundur á nútíðarmál og jafnframt harla fróður um fornar bók-
menntir og tungu. 1 forspjalli gerir hann stutta grein fyrir uppruna
Trístanssagnanna og helztu skáldritum, sem um hann eru kunn. Þar
segir hann um verk Bédiers, að það sé „í senn unnið af lærdómi og list“.
Hið sama má segja um þýðingu Einars Ölafs. Hún er rituð á klassískri
nútíðar-íslenzku, á sama hátt og mál Bédiers hefur verið kölluð „klassísk
nútíðar-franska".
Megi þessi bók verða til þess að opna augu íslenzkra lesenda fyrir
fegurð hins forna skáldverks, á sama hátt og hún hefur áður opnað
augu fjölmargra lesenda víðs vegar um heim.
Jónas Kristjánsson.
Olav T. Beito: Genuskifte i nynorsk, Skrifter utgitt av Det Norske
Videnskaps-Akademi i Oslo II. Hist.-Filos. Klasse. 1954. No. 1. 32 +
416 bls.
Efni bókarinnar skiptist í þrennt af sjálfu sér, inngang (8. bls.), afstöðu
kynjanna hvers til annars (112 bls.) og skrá um einstök orð og útbreiðslu
hvers þeirra eftir kynjum í nýnorsku. Eins og ráða má af heiti bókar-
innar, er hún rituð á nýnorsku, hinu eðlilega vestnorræna máli Norð-
manna, og fjallar um það, þegar orð hvarfla milli kynja, en þess er
fjöldi dæma í öllum málum, sem hafa málfræðilegt kyn á orðum, og