Skírnir - 01.01.1955, Side 211
Skírair
Ritfregnir
207
mætti nefna margt úr íslenzku. Eitt af einkennum nýnorsku (er áður
var venjulega kölluð landsmál til aðgreiningar frá ríkismáli, sem nú er
venjulega nefnt bókmál, þ. e. nynorsk og bokmál) er, að hún hefur
eins og færeyska og íslenzka haldið vel aðgreindum öllum þrem málfræði-
kynjum hinnar fomu norrænu tungu.
f innganginum (Innleiing) gerir höf. grein fyrir hlutfalli milli karl-
kyns, kvenkyns og hvorugkyns orða í íslenzku fornmáli (eftir talningu
í Gamalnorsk ordbok ved Hægstad og Torp) annars vegar og í nýnorskum
mállýzkum hins vegar. Niðurstaðan er sú í fám orðum, að í islenzku voru
tæp 39% karlkyns, í nýnorsku tæp 41%, rúm 32% kvenkyns í íslenzku
og rúm 31% í nýnorsku, en hvorugkynsorð rúm 28% í islenzku og rúm
26% í nýnorsku. Höf. bendir þó á, að ekki megi byggja um of á þessum
tölum: „Men her er grunn á vera varsam; for tilfanget i gn. og nyn.
er sá ulikt at ein bor ikkje leggja altfor mykje i desse tala. Likevel ser
dei ikkje urimelege ut.“ Og svo hefur Aasen bent á, að í vafatilvikum
séu sjaldgæf orð einna helzt höfð karlkyns.
Höf. hefur safnað til bókarinnar úr fórum orðabókanna beggja, sem
verið er að vinna að í Ösló, það er hinnar nýnorsku og bókmálsorðabókar-
innar, einnig úr mállýzkusafninu þar (Málforearkivet) og sínu eigin
safni, en sjálfur er hann mállýzkufræðingur og einn af starfsmönnum
nýnorsku orðabókarinnar. (Það sakar ekki að geta þess hér, því að íslend-
ingum mun tamt að hugsa sér hið gagnstæða, að milli orðabókanna
beggja og málfræðinga meðal fylgismanna nýnorsku og bókmáls er
hin ágætasta samvinna.) Hann telur, að ekki séu öll smæstu kurl
komin til grafar um kynferði orða í nýnorsku, til þess séu norskar
mállýzkur of lítið rannsakaðar (hvað mundi þá um íslenzkar mállýzkur?),
en þó ætti heildarsvipurinn ekki að raskast vegna þess.
I miðhluta bókarinnar eru allmargir kaflar, þar sem raktar eru
skipulega breytingar frá einu kyni til annars og taldar ástæður til þeirra,
eftir því sem séðar verða, einnig gefið yfirlit yfir breytingar eftir
beygingu orða, hljóðbreytingum (svo sem hljóðvarpi og klofningu í
fornu máli), merkingu (eðliskyn), svo og upphaflegt kyn tökuorða.
Það gefur betri hugmynd um þennan hluta bókarinnar að telja upp
nokkrar kaflafyrirsagnir, til dæmis úr þættinum um afstöðu karlkyns
og kvenkyns: Hovet mellom hankjonn og hokjonn (Sterke hankjemns
og hokjonnsord, Linne hankjonns- og hokjonnsord, Linne og sterke
substantiv, Seksus og grammatisk hankjonn og hokjonn, Andre tydnings-
grupper, Sidefoi-mer, Samandrag), Overgang frá hankjonn til hokjonn,
Overgang frá hokjonn til hankjonn.
Nokkuð er misjafnt, hversu vel hafa haldizt mörkin milli kynjanna
i nýnorsku, en bezt hafa þau haldizt milli karlkyns og hvorugkyns.
í greini nafnorða og eignarfomöfnum til dæmis eru kynskilin eins glögg
í nýnorsku og fornmálinu, en breytingar og einföldun beygingarkerfis-
ins hafa mjög rutt brott skörpum mörkum milli kynja í nafnorðum,