Skírnir - 01.01.1955, Page 212
208
Ritfregnir
Skimir
einkum fækkun falla. Við slikar breytingar skapast að sjálfsögðu betri
skilyrði til, að orð skipti um kyn, þó að í sumum mállýzkum megi oft
greina kyn orðs á eldra málstigi. Oft ráða merkingarflokkar eða hug-
takaflokkar, hverju kyni einstök orð eru látin heyra, ef um fleiri en
einn kost er að velja. — Annars er hér ekki rúm til að rekja að neinu
leyti niðurstöður bókarinnar né einstakra kafla hennar, svo að gagn
verði að.
Þá eru sérkaflar um orð, sem eru óviss kyns, reika milli tveggja eða
þriggja kynja.
Af yfirlitskafla sést, að um 73% orðanna, er skipt hafa kyni, virðast
hafa gert það af formsástæðum einum saman, en sem næst 27% hafa
skipt kyni að nokkru leyti vegna merkingar sinnar. Þó virðast aðeins örfá
orð hafa skipt kyni vegna merkingar einnar saman.
Þriðji hluti bókarinnar (Dei einskilde orda) er fyrirferðarmestur, 294
bls., en í honum er rakið, hvar hvert það orð kemur fyrir, sem tekið
er til meðferðar í ritinu, í hvaða mállýzkum það kemur fyrir, í hvaða
kyni o. s. frv. 1 þessum hluta er saman komið geysimikið efni, þótt ekki
sé það eins aðgengilegt til samfellds lestrar og miðhluti bókarinnar, heldur
nánast orðasafn.
Þetta rit hefur að geyma fróðleik og á eftir að koma að gagni þeim,
er fást við íslenzkar orðarannsóknir. Árni BöSvarsson.
Afmælisrit, helgaS Ólafi Lárussyni, prófessor, dr. jur. & phil., sjö-
tugum. Hlaðbúð, Reykjavík 1955.
Það mátti ekki minna vera en fræðimenn sýndu Ólafi Lárussyni
nokkurn sóma á sjötugsafmæli hans, slíkur afreksmaður sem hann er um
rannsóknir á íslenzkum rétti og Islands sögu. Eigi ber það miður til, að
hann hefur verið um nærri fjörutíu ára skeið göfugur leiðtogi íslenzkra
lagamanna. Satt er það, að margur myndi kosið hafa, að Ölafur ritaði
meira um lögfræðileg efni en orðið er. Hins er þó að gæta, að ærið efni
liggur eftir hann ritað um íslenzk lög, en að visu myndi meira vera, ef
ekki væri Ölafur vandvirkari flestum mönnum og gagnrýnni um sjálfs
sín verk. Og allir munu treysta kenningum þeim og niðurstöðum, er
hann kemst að í ritum sínum.
Það er kunnugt vinum Ólafs, að hann á sér fleiri rúnur með mennta-
dísum en lögvísina eina, enda er hann merkur fræðimaður um fslands
sögu. Hitt munu færri vita og þó er það satt, að ýms efni í náttúru-
fræðum eru Ólafi harla kær og hugstæð, þótt mér sé eigi kunn ritstörf
hans þar um. En vel mátti á því fara, að fræðimenn þessara þriggja greina
allra í senn minntust hans í afmælisriti sem þessu. Það sýnir og nokkra
rausn og stórhug, er lagamenn einir ráðast í að gera afmælisrit öndvegis-
höldi sínum. Eigi ætla ég örgrannt, að menn hafi varla ætlað oss eiga
fræðimenn til að taka saman slíkt hátíðarit, svo að til sæmdar yrði.
Veldur það mestu hér um, að flestir lögfróðir menn hafa ærnum störf-