Skírnir - 01.01.1955, Síða 213
Skírnir
Ritfregnir
209
um að sinna í sýslan sinni, og endist þeim tæplega tóm til ritstarfa.
Þó er þetta rit með þeim hætti, að öllum er til sóma, afmælisbarninu,
sem er lærimeistari flestra höfundanna, og fræðimönnum þeim, er bókina
settu saman. Ætla ég verk þetta sanna, að enn er gróandi í hug og
starfi lagamanna, og eru meðal þeirra miklu fleiri lærðir menn en ætla
mætti, menn, sem af alúð og trúmennsku stunda lögvísi, sem fyrrum
þótti einhver göfgust íþrótt og visindi með þjóð vorri.
Það er að vonum, er svo margir islenzkir menn taka saman rit um laga-
leg viðfangsefni, að enn sem fyrr lýsi sér í slíkri bók með nokkrum
hætti einkunnir þjóðar vorrar. Er það og auðvelt að sjá hér sem ella, að
vér Islendingar erum fyrst og fremst söguþjóð, enda lætur mörgum
fræðimönnum bezt sögurannsóknin ein og frásögnin, nokkrir rekja sög-
una til þess að draga af ályktanir, en fæstir rita hreint fræðilega um við-
fangsefni gildanda réttar og reyna að brjóta þau til mergjar án sögu-
skoðunar. Af þrettán ritgerðum í bókinni eru fjórar almenns sögulegs
efnis (þar af ein um ættfræði), fimm úr íslenzkri réttarsögu og fjórar
um nútímarétt, og þó ekki með öllu án þess að veruleg sögurannsókn
fari fyrir.
Undirritaður er enginn fræðimaður í lögum, og hæfir því lítt, að ég
gagnrýni rit lærðra manna um lögfræðileg efni. Því síður er mér sýnt
um sögurannsóknir, og rntrn ég því eigi ræða hér frekar söguritgerðir í
bókinni, þótt ég hafi lesið þær mér til ánægju. Um annað efni ritsins vil
ég drepa á fátt eitt.
Tveir hinna lærðustu lagamanna vorra, þeir Einar Arnórsson, fyrrum
hæstaréttardómari, sem nú er látinn, og Ármann Snævarr prófessor, rita
skemmtilega um réttarsöguleg efni i sifjarétti. Eru ritgerðir þessar hinar
fróðlegustu. Margur mun ætla, að kanónískur réttur hafi fyrr á öldum
verið strangari en lands lög um að bægjast við hjúskap skyldra manna og
venzlaðra. Getur þess Ármann Snævarr, að Kristinn réttur Árna biskups
(1275) bannar hjúskap þeim mönnum, sem voru fjórmenningar að frænd-
semi eða mægðum (bls. 2). Hins getur Einar Arnórsson (bls. 62), að
lands lög væru eftir 1217 enn strangari um þetta, þar sem þau meinuðu
hjúskap mönnum að fjórða og fimmta, og fimmmenningar máttu ekki
giftast nema gjalda tíunda hluta fjár sins.
Fræðimenn hafa löngum gefið allt of lítinn gaum íslenzkum reglum
um skaðabótarétt. f bók þessari er þó mjög athyglisverð ritgerð um skaða-
rétt manna vegna loftslysa, skrifuð af Benedikt Sigurjónssyni hæstaréttar-
lögmanni. Er hér um að ræða dæmi þess, að þróun menningarþjóðfélags
skapar venjur um framkvæmd og dómstólar praxis, áður en löggjöfin
fái fylgzt með. Er slík þróun að jafnaði heppilegri en hin, þar sem lög-
gjöf er sett af litilli forsjá um efni, sem engin reynsla er um fengin. Svo
er þó um marga löggjöf, sem hér á landi er sett, enda eru þess mörg
dæmi, að slíkum lögum sé breytt ár frá ári og stundum oft á ári.
Ritgerð B. S. leitar niðurstöðu um framtíðarskipulag málsins. Virðist
14