Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 215
Skímir Ritfregnir 211
yfirgangssömum utanlandsmönnum, að hún semji ekki við þá um fjör-
egg sitt?
Prófessor Ólafur Jóhannesson ritar um vandhæfi stjórnvalds til með-
ferðar einstaks máls. Lýsir sér við rannsókn þessa efnis það, sem raunar
var vitað, að löggjöf vor um stjórnarframkvæmd er mjög í molum, en að
visu kemst höfundur að þeirri niðurstöðu, að ekki verði talið ráðlegt né
gerlegt að setja heildarlöggjöf um efnið, að minnsta kosti ekki að svo
stöddu.
Prófessor Theódór Líndal skrifar um persónulegan nafnrétt. Rekur
hann fyrst efnið sögulega og dregur saman síðan niðurstöður málsins. Er
hér enn á ferðinni það viðfangsefni, hvort ættarnöfn skuli í lög leiða,
enda þótt höfundur geri ekki tillögur þar um. Það greinir menn víst ekki
á um, að skylt sé hverjum manni að nota skímarnafn sitt og rétt að
kenna sig til föður síns. Það er og með öllu vafalaust, að mikill fjöldi
manna óskar að bera ættarnöfn. Margir menn láta skíra böm sín ættar-
nöfnum annarra manna, sjálfsagt í því skyni, að nöfnin loði við bömin
sem ættarnöfn. Er það hvort tveggja, að slíkt er ólöglegt, enda ber það
vitni um furðu-lítilþægt smekkleysi. Ærið margir nota ættarnafn móður
sinnar, er faðir hefur ekkert, og ætti það þó að vera ljóst, að engu meiri
heiður er að sliku en þvi að kalla sig son eða dóttur móður sinnar, svo
sem fyrrum gerðu óskilgetin börn. Hversu fer málvöndunarpostulun-
um, þegar þeir útvega vegabréf konum sínum, þeim er utan fara? Þeir
láta þær kenna sig við tengdafeður sina og vera sonu þeirra. Sést af
þessu, að ringulreiðin er orðin bæði bagaleg og brosleg. Rétta leiðin ligg-
ur hins vegar í augum uppi. Vér eigum að fara að gerzkum hætti. Hver
maður á að kenna sig til föður síns, svo sem gert hafa íslenzkir menn,
síðan land byggðist, en taka jafnframt upp ættarnafn, sem skylt sé að
nota á skjölum og ella, þar sem nauðsynlegt er og heppilegt.
Gústaf A. Sveinsson.
Dr. Matthías Jónasson: Nýjar menntabrautir, I. bindi. Heimskringla,
Reykjavík 1955, 218. bls.
Dr. Matthías Jónasson er löngu orðinn þjóðkunnur af margháttuðum
fræðistörfum á sviði uppeldismála. Síðastliðin 10 ár hefur hann unnið að
greindarmælingum íslenzkra barna á vegum rikisins, og mun því starfi
nú senn lokið, og væntanlega verða greindarpróf hans bráðlega gefin út
og tekin til notkunar. Þessar rannsóknir eru mjög viðamiklar, sem m. a.
má ráða af því, að alls mun dr. Matthías hafa greindarprófað um 6000
börn á ýmsum aldri, enda hefur hann lengst af haft 1—2 menn, kennara
eða sálfræðinga, sér til aðstoðar. Síðan kennsla til BA-prófs í uppeldis-
fræðum hófst í Háskóla íslands haustið 1951, hefur dr. Matthías haft þar
á hendi kennslu í uppeldis- og kennslufræði. Dr. Matthías er því einn
þeirra manna, sem gerkunnastur er uppeldis- og kennslumálum þjóðar-