Skírnir - 01.01.1955, Síða 216
212
Ritfregnir
Skímir
innar. Af rannsóknum sínum á skólabörnum hefur hann haft ágætt tæki-
færi til að kynnast beint og óbeint starfi því, sem fram fer í barnaskól-
um; og sem eftirlitsmaður æfingakennslu kennaraefna á gagnfræða- og
menntaskólastiginu hefur hann hin síðari ár öðlazt reynslu í því að þjálfa
kennaraefni og kynnzt kennaraliði og kennsluháttum i gagnfræða- og
menntaskólum og öðrum framhaldsskólum.
Nú hefur dr. Matthías sent frá sér fyrra bindi rits um sálarfræði náms-
ins og kennslufræði; og nefnir hann það Nýjar menntabrautir. Mun það
vera sérstaklega ætlað kennaraefnum og kennurum, þótt það eigi einnig
erindi til allra, sem láta sig kennslumál varða.
Nýjar menntabrautir skiptast í tvo svo til jafnstóra hluta. Hinn fyrri
fjallar um sálarfræði námsins almennt, en hinn síðari fjallar um kennslu-
fræði bóknáms.
1 formála gerir höf. nokkra grein fyrir meginmarkmiðum ritsins. Kynni
hans af börnum og skólum hafa gert honum Ijóst, „í hvem háska stefni,
um uppeldi bama og unglinga, ef skólanámið er þannig, að efni og til-
högun, að eðlislæg starfshneigð nemandans fær ekki notið sín í því“ (bls.
9). Slíkt nám missir marks. Þekkingarþráin dofnar og nemandinn „fer á
mis við þann siðferðilega þroska, sem hann myndi annars öðlast í náms-
starfinu". Ytri agi, þvingun og refsingar eru vanmáttug til þess að vekja
og glæða þekkingarþrána og athafnaviljann: „Stefna hins geðþóttafulla
vilja hefur fallið í áliti, í stað hennar er kominn hlutlægur agi, krafa
viðfangsefnisins, þjálfun við nám og starf. Rétt skilinn er hinn nýi agi
ekki mildari, en hann felst í þeirri kröfu, sem verkefnið gerir á hendur
þeim, sem hyggst leysa það“ (bls. 10).
Fyrra hluta ritsins, Drögum aS sálarfrœÖi námsins, er skipt í sjö kafla.
1 I. kaflanum er stuttlega gerð grein fyrir þýðingu uppeldisins og megin-
þáttum þess. Leggur höfundur þar aðaláherzluna á verkrænt uppeldi:
„Framsækin verkþjálfun er höfuðskilyrði fyrir framvindu menningar“
(bls. 20). „En trúmennska í starfi og lotning fyrir siðgæðislögmálinu em
nátengdar. Um leiS og starfsuppeldi þjóSarinnar raskast, brestur grunnur-
inn aS siSgæSi hennar“ (bls. 20).*
II. kaflinn fjallar um athafnahneigð og viðfangsefni. Eðli mannsins
krefst sífelldrar athafnar í einhverri mynd. Þörf, þrá eða hneigð manna
til athafna er eðlislæg og óvituð. Höf. skýrgreinir athafnahneigðina al-
mennt þannig: „AthafnahneigSin er eSlisbundin, sjálfs sín vitandi eSa
óvitandi löngun mannsins aS velja sér viSfangsefni og leysa þau“ (bls. 23).
En „viSfangsefni er allt þaS, sem vitandi vilji mannsins beinist aS“ (bls.
25). 1 viðfangsefninu felst svo lögmál, sem hinn starfandi maður verður
að lúta: „Þótt ég velji mér viðfangsefni samkvæmt eigin hneigð, get ég
ekki leyst það eftir geðþótta mínum. Þannig harðna tök þess á mér, ég
er ekki aðeins neyddur til að fást við það, heldur verð ég einnig að semja
Leturbreytingar allar höfundar.