Skírnir - 01.01.1955, Side 217
Skímir
Ritfregnir
213
mig að eðli þess og kröfum. Þessi ósjálfráða hlýðni við kröfu viðfangs-
efnisins hefur verið nefnd hlutlægt viðhorf“ (bls. 25).
Hin eðlislæga athafnahneigð greinist í fjölmargar sérhneigðir, þ. e.
hneigðir, sem beinast að ákveðnum viðfangsefnum. „Umhverfið ræður
mestu um það, hvaða hneigðir fá brotizt fram og þroskazt bezt“ (bls. 27).
En hins vegar ræður eðlisgerð barnsins vali viðfangsefnanna að nokkru
leyti: „HneigSin rœSur vali viSfangsefnisins, en vex og eflist viS aS lúta
kröfum þess“ (bls. 27).
1 III. kaflanum er rætt um athafnahneigð og námshæfileika. Gerir
höf. hér grein fyrir helztu þáttum vitsmunalífsins, sem hann telur liggja
til grundvallar öllu námi og starfi. Við þessa greiningu gæti verið sitt
hvað að athuga, og naumast eru sumir þessir „aðalnámshæfileikar“ vit-
ræns eðhs, þótt þeir séu nauðsynlegt skilyrði þess, að vitsmunirnir geti
notið sín.
1 IV. kaflanum Er mannvitiS mœlanlegt? eru sögð skil á hugtakinu
greind og greindarmælingum.
V. kafli fjallar um sérhneigð og hæfni. Það er gamall vísdómur, að
maðurinn njóti sín bezt við það nám eða starf, sem samsvarar í senn
i sem fyllstum mæli bæði hneigðum hans og hæfileikum. Sú niðurstaða
höf. firrnst mér því réttmæt, að „því fyllra sem samrœmiS er milli sér-
hneigSa og hœfileika einstaklingsins, og því betur sem viSfangsefniS
svarar til beggfa, því örara og nákvæmara verSur samstarf hinna ýmsu
vitsmunaþátta og afrekin meiri“ (bls. 82). Hæpnari þykir mér sú skoðun,
sem höf. virðist halda fram, að sérhneigð og hæfileikar fari ávallt saman
eða fylgist évallt að í jöfnum mæli. Menn geta haft ágæta hæfileika til
ýmissa starfa, án þess að hafa á þeim ríkan áhuga, vera hneigðir fyrir þau.
Og öfugt, menn geta metið þá hneigð sína mest, sem ekki samsvara
hæfileikar. „Sérhneigðir, sem ekki fylgja samsvarandi hæfileikar, eru því
i raun og veru allt annað en þær sýnast vera. Hneigð listafúskarans
er í sannleika ekki hneigð til hstsköpunar, heldur löngun að vilja
heita listamaður" (bls. 81). Þetta er oft rétt, en þarf ekki að vera
rétt í öllum tilvikum. Ég held, að reynslan sýni, að ýmsir lélegir
listamenn og lélegir fræðimenn fáist ekki eingöngu við störf sin af
hégómagirnd eða framavon, heldur einnig af áhuga, ríkri hneigð til
þeirra, þótt svo virðist sem hæfileikar þeirra hefðu notið sín betur, ef
þeim hefði verið beint að vandaminni störfum. 1 raun blandast beinn og
óbeinn áhugi á viðfangsefnunum saman hjá flestum i ýmsu hlutfalli:
Góður listamaður eða fræðimaður getur verið með fram knúinn til starfa
af frægðarlöngun eða metnaði, og fáir munu gersneyddir allri þrá til
að hljóta viðurkenningu annarra á verkum sínum. Ef svo væri, myndi
slíkur maður trúa því eða sætta sig við, að verk hans hefði ekkert gildi
fyrir aðra.
VI. kafli ber heitið Lögmál viSfangsefnisins og frjáls athöfn viljans.
Lögmál viðfangsefnisins og krafa viðfangsefnisins er viðlag, sem kveður