Skírnir - 01.01.1955, Síða 219
Skímir
Ritfregnir
215
á yfirleitt að reyna meira á skilning og hugvit en minni. Mikla áherzlu
leggur höf. á þá kröfu, að „a&alviÓfangsefni nemenda megi ekki vera
fleiri í senn né fjölþœttari en svo, aS heilbrig&ur áhugi fái annaS þeim“
(bls. 125). Af athugun á stundaskrá í gagnfræðaskóla, Kennaraskólanum
og Menntaskólanum í Reykjavik kemur í ljós (bls. 124—127), að fjöldi
ólíkra námsgreina, sem nemendur þurfa að fást við á einum degi, er
venjulega 8—9 greinir, stundum jafnvel 10. Vaknar hér því sú spurning,
hvort námsefnið sé ekki of fjölþætt, tvístri athyglinni um of og lami náms-
vilja unglinganna. Nemendur eru auðvitað mjög ólikir í þessu tilliti; og
þótt úr þessu atriði fáist ekki skorið nema með vel skipulögðum athugun-
um og tilraunum, þykir mér afar líklegt, að í þessu efni sé of langt gengið,
meira hluta nemenda til tjóns. Ráðið við þessum einstrengingshætti
kennslunnar telur höf. vera það, sem hann nefnir „sveigjanlegt kennslu-
kerfi" og „samfellt nám“ og tekur þar dæmi af Dalton- og Winnetka-
kerfinu í Bandaríkjunum. í skólum þessum er ekki um bekkjakennslu að
ræða, heldur er farið yfir námsefnið í námsskeiðum eða áföngum í einni
eða fáum skyldum greinum í senn. Próf eru tekin að áfanga lokn-
um, og ákveðin kunnátta er skilyrði þess, að nemandinn fái að taka þátt
í framhaldsnámsskeiði í greininni. Með þessu móti gefst nemendum ólíkt
meira frjálsræði við némið, þótt ekki sé slakað á kröfunni til kunnáttu, og
auðveldara er að haga þvi eftir námsgetu þeirra og géfnafari en þegar
um bekkjarkennslu í hefðbundnu sniði er að ræða. —
Ég hef nú í stórum dráttum rakið efnisþráð ritsins, en þó orðið að
ganga fram hjá mörgum veigamiklum atriðmn. Málið á bókinni er ágætt,
margar setningar eru þar meitlaðar og leiftrandi. Ádeilur höf. á núver-
andi kennsluhætti eru að visu allþungar og skorinorðar, en alls staðar
birtist brennandi áhugi hans og umbótavilji. Gagnrýni hans er þvi ekki
eingöngu neikvæð, heldur leitast hann jafnan við að benda á nýjar og
betri menntabrautir.
Þá vil ég drepa á nokkrar veilur eða galla, er ég tel vera á þessari bók,
sem annars er rituð af hinni mestu vandvirkni. Þótt málið á henni sé gott
og víða sé ágætlega að orði komizt, er frásögn og efnisskipan sums
staðar nokkuð slitróttar, svo að lesandanum veitist næsta torvelt að fylgja
þræðinum og grípa kjama efnis. Mér finnst allviða skorta talsvert á
æskilegan skýrleika í hugsun, og er ég nú kominn að því, sem ég tel
vera höfuðgalla ritsins, en hann er sá, að mér virðist höf. ekki hafa
vandað sem skyldi til ýmissa meginhugtaka, sem em, ef svo má segja,
máttarviðir þess. Ég nefni hér einkum til hugtökin athöfn, athafnahneigð,
viðfangsefni og kröfu eða lögmál viðfangsefnisins.
Ég vik þá fyrst að hugtakinu athöfn. Stundum er það skilið í mjög
viðri merkingu, látið tákna almenna eigind sálarlífsins, og er það í sam-
ræmi við merkingu þá, sem erlendir sálfræðingar leggja í orðið „aktivitet“.
„Sálarlífið er í eðli sínu verðandi, athöfn — aktivitet — starf . . .“ (bls.
55). Af þessum skilningi, sem lagður er í hugtakið athöfn, leiðir auðvitað,