Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 220
216
Ritfregnir
Skímir
að mannlegar athafnir, líkamlegar og andlegar, eru ákaflega ólíkar og
hafa mismunandi þroska- eða uppeldisgildi. Hvergi er að finna hjá höf.
nokkra greiningu hugtaksins athöfn, en þess hefði verið hrýn þörf, því
að uppeldisfræði hans hvílir með öllum þunga á þessu hugtaki. Hefði
hann þvi átt að greina að höfuðtegundir athafna og sýna fram á, í lík-
ingu t. d. við Kerschensteiner eða Claparéde, með hvaða skilyrðum at-
höfnin hefur uppeldisgildi eða hvaða tegundir athafna hafa fullt upp-
eldisgildi — eða mest gildi á ýmsum þroska- eða námsstigum bamsins.
Höfundur hefur sjálfsagt fundið til þess, að ekki má gera öllum athöfn-
um jafn-hátt eða lágt undir höfði í þessu tilliti og kemur nú með aðra
skýrgreiningu á hugtakinu athöfn: „Athöfn kalla ég allar gerðir manns-
ins, sem viljinn á einhvern virkan þátt i. Til hennar telst því sjálfrátt
hugsanastarf, leikir alls konar, listsköpun, líkamlegt starf, keppni að
hvers konar marki, meðan ávirkur vilji ræður“ (bls. 30). Hér er því
um sérstaka tegund athafnar að ræða, athöfn í næsta þröngri merkingu,
athöfn, sem stjórnað er vitandi vits að markmiði, sem maðurinn vill og
gerir sér grein fyrir. Er stórvillandi að nota orðið í báðum þessum ólíku
merkingum eins og höf. gerir. 1 seinna tilvikinu er athöfn skilin í þrengri
merkingu en mér virðist rétt og sálfræðingar gera almennt. Við tölum
t. d. um eðlislægar athafnir, ósjálfráðar og óvitaðar athafnir barna og
fullorðinna. Ætli að viljinn eigi virkan þátt í skynfæraleikjum og hreyfi-
leikjum ungbarna? En hver vill neita því, að leikir þessir séu athöfn —
aktivitet — og að þeir þroski barnið?
Svipuðu máli gegnir um skýringar og skýrgreiningar höfundar á hug-
takinu athafnahneigð. „Að minni hyggju liggur athafnahneigðin til
grundvallar allri mannlegri athöfn, hvort sem er líkamleg eða
andleg, hvort sem er leikur eða starf. Athöfn kalla ég allar gerðir
mannsins, sem viljinn á einhvern virkan þátt. í“ (bls. 30). „Athafna-
hneigðin er eðlisbundin, sjálfs sín vitandi eða óvitandi löngun manns-
ins að velja sér viðfangsefni og leysa þau“ (bls. 23). En „viðfangs-
efni er allt það, sem vitandi vilji mannsins beinist að“ (bls. 25). Ég
sé ekki betur en skýrgreiningin á athafnahneigðinni og skýrgreiningin á
viðfangsefninu stangist hér á að nokkru leyti. í þeim tilvikum, sem at-
hafnahneigðin er eðlisbundin og óvitandi löngun mannsins að velja sér
viðfangsefni, hvernig fær þá staðizt, að viðfangsefni sé einungis það, sem
vitandi vilji mannsins beinist að?
Hugtakið lögmál viSfangsefnisins (Gesetz der Sache) er gamal-
kunnugt í uppeldisfræði, og hefur Kerschensteiner m. a. vikið skilmerki-
lega að þvi, einkum í riti sínu „Begriff der Arbeitsschule", þótt hann
leggi hvergi nærri jafn-einhliða áherzlu á það og dr. Matthías. Merk-
ing þess er sú, að maðurinn skuli vera vandvirkur og samvizkusamur
við störf, leggja sig allan fram við þau; í því felst einnig sú skylda að
beita sem beztum og hagkvæmustum aðferðum og tækjum, sem tök eru
á til lausnar viðfangsefnis og gera sér þess sem Ijósasta grein, hvort