Skírnir - 01.01.1955, Page 221
Skírnir
Ritfregnir
217
lausnin er rétt eða röng, eða a. m. k. hvort hún er viðhlitandi eða ófull-
nægjandi, borin saman við þann árangur eða markmið, sem maðurinn
vildi ná. Það er bví i senn undir hæfileikum, kunnáttu, viðleitni og að-
stæðum komið, hvernig maðurinn fullnægir kröfum viðfangsefnisins. Svo
oft og mjög sem höfundur hamrar á þessu lögmáli og helgar því jafn-
vel sérstakan kafla, er það of „formelt", svo að lesandinn fræðist sára-
lítið um það af greinargerð hans. Ekkert dæmi tekur höf. um „hlut-
rænt lögmál" einhvers viðfangsefnis eða um það, hvemig við „lútum
kröfu viðfangsefnisins skilyrðislaust“. En dæmi af þessu tæi tekur t. d.
Kerschensteiner.
Hér er hvorki rúm né tækifæri til þess að gera tilraun til þess að
skýra þessi hugtök, en ég vildi þó benda á eftirfarandi atriði með því
að taka einfalt dæmi. Ég é að leggja saman í huganum 23-(-8 + 9. Krafa
viðfangsefnisins virðist mér þýða markmið það, sem ég set mér eða
mér er sett, m. o. ö. krafa viðfangsefnisins er sú, að ég leggi þessar tölur
rétt saman. Hlutræn lögmél viðfangsefnisins felast í öllum þeim að-
ferðum, sem beita má til að finna rétta lausn á því. Við þetta einfalda
verkefni má beita mörgum aðferðum, raunar ekki öllum jafnhagkvæmum.
Ef ég leysi verkefnið rétt, hef ég ráðið fram úr því, valdið því, sigrazt
á því. 1 þessu dæmi er auðvelt að ganga úr skugga um, hvort lausnin
er rétt eða röng. Sakna ég þess, hve litla áherzlu Dr. Matthías leggur á
þetta mikilvæga atriði við lausn viðfangsefna. Eins og Kerschensteiner
hefur skilmerkilega sýnt fram á, er fullkomnun verksins markmið þeirrar
vinnu, sem hefur fullt uppeldislegt gildi. Þau verkefni eru sérstaklega vel
fallin til þess að temja nemöndum hlutlæga afstöðu, sem eru þannig
löguð, að þeir eiga tiltölulega auðvelt með að ganga úr skugga um, á
ótvíræðan hátt, hvort lausn þeirra sé rétt eða röng, hvort þeir hefi leyst
þau vel eða illa af hendi og komast jafnframt til skilnings á, hvaða
aðferðir eru óhagkvæmar og leiða til mistaka og hverjar eru hagkvæmar
og leiða til góðs árangurs. Nemandanum verður ekki með öðru móti full-
ljóst, hvort hann hafi orðið við kröfu viðfangsefnisins og hlýtt lögmálum
þess. Eða alþýðlegar orðað: Leyst verkefnið rétt eða vel, með hag-
kvæmum eða hagkvæmustu aðferðum.
Fleiri meginhugtök mætti nefna, sem eru ekki æskilega skýr hjá höf-
undi. Geldur bókin þess i svo rikum mæli, að það rýrir nokkuð bæði
fræðilegt og hagnýtt gildi hennar. Samt sem áður er hér um merkt og
fróðlegt rit að ræða, sem ber öllum starfsferli dr. Matthíasar órækt
vitni. Þar fer saman víðtæk fræðileg þekking, náinn kunnugleiki á ís-
lenzkum kennslu- og uppeldisháttum, persónulegt viðhorf til vandamála
samtiðarinnar og brennandi áhugi umbótamannsins á því að ráða sem
bezt fram úr þeim. Allir kennarar geta lesið þessa bók sér til mikils
ávinnings.
Símon Jóh. Ágústsson.