Skírnir - 01.01.1955, Page 222
218
Ritfregnir
Skimir
Magne Oftedal: The Village Names of Lewis in tlie Outer Hebrides.
(Særtryk av Norsk Tidsskrift for Sprogvidenskah, Bind XVII).
Magne Oftedal á miklar þakkir skilið fyrir ritgerð sína um bæjanöfn
í Ljóðhúsum í Suðureyjum. Þetta er tvímælalaust bezta verkið, sem
hingað til hefur verið unnið á þessu sviði, flest rit um norræn örnefni
í Suðureyjum eru lítils virði, vegna þess að vísindalegum aðferðum hefur
sjaldan verið beitt við söfnun örnefna þar og skýringar þeirra.
Rannsóknir á norrænum örnefnum i hinum geliska hluta Skotlands eru
miklum vandkvæðum bundnar. Islenzkar heimildir geta einungis örfárra
eyjaheita þar og naumast nokkurra annarra ömefna. Um irsk rit gegnir
svipuðu máli, og elzta skozka heimildin um fjöhnörg örnefni í Suður-
eyjum er fré miðri 16. öld. Við rannsóknir á örnefnum eru eldri myndir
ávallt nauðsynlegar, og um Suðureyjar á það sérstaklega við, þar sem
norræn tunga dó þar út fyrir sex til sjö öldum. Eini leiðarvisirinn um
upphaflega mynd flestra norrænna örnefna í Suðureyjum er nútíma-
framburður þeirra, en hann er vitanlega allfrábrugðinn því, sem tíðkaðist,
meðan norræn tunga var þar enn lifandi mál. Og það eykur enn á erfið-
leika, að hljóðkerfi gelískrar tungu er mjög frábmgðið islenzku og
norsku.
í ritgerð sinni tekur Oftedal til meðferðar 126 bæjanöfn (99 eru norræn,
11 gelísk, 9 blandins uppruna, 5 óviss, og loks eru 2 ensk). Við flest
nöfnin getur Oftedal um framburð, en það er mikill galli á ritgerðinni,
að framburð nokkurra nafna vantar, enda skýrir höfundur ekki uppruna
þeirra. Við hljóðritun notar hann kerfi það, sem prófessor Borgstrom
beitti í riti sínu The Dialect of the Outer Hebrides, og hefði að skað-
lausu mátt notast við hljóðritun, sem væri nær alþjóðlegri venju. Hins
vegar var það eðlilegt, að Oftedal kysi að beita þeirri hljóðritun, sem
þekkt var af höfuðriti Borgstroms um gelískt mál í Suðureyjum.
Eins og að likum lætur, á höfundur oft örðugt með að finna heppilega
skýringu á uppruna bæjamafnanna, enda verður honum ekki brigzlað
um órökstuddar tilgátur. Fræðimenn hafa reynt að finna kerfi, sem skýri
hljóðbreytingar norrænna tökuorða og örnefna í gelísku, en þeim hefur
reynzt býsna örðugt að fá fullkomið samræmi í það. Sum norræn hljóð
virðast breytast á ýmsa vegu í gelisku, og gelísk hljóðsaga veitir oft
litla vitneskju um þá þróun. Oftedal tekur þetta vandamál traustum tök-
um, þótt hann skorti hins vegar næg gögn til að geta komizt að viðunandi
niðurstöðu um sum nöfnin. Það er t. a. m. ósennilegt, að Eoropie
[jæRabi] sé komið af Jórunnarbœ(r), eins og Oftedal leggur til. Þá er
óhugsandi, að mannsnafnið Þolfr (norsk stytting úr Þórólfr) geti komið
fyrir i suðureyskum ömefnum, þar sem það kemur fyrst fyrir í Noregi
á 14. öld og er óþekkt vestan hafs. Fleiri athugasemdir mætti gera við
skýringartilraunir Oftedals, en hitt skiptir meira máli, að þessi ungi
fræðimaður hefur unnið hið þarfasta verk á þvi sviði norrænna fræða,