Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 223
Skímir
Ritfregnir
219
sem einna mest hefur verið vanrækt. Þótt enn sé margt óskýrt um þau
nöfn, sem Oftedal fjallar um, og þúsundir annarra örnefna í Suður-
eyjum séu enn ókannaðar, þá er óhætt að fullyrða, að höfundar hafi lagt
traustan grundvöll að framtíðarrannsóknum á norrænum örnefnum í
Skotlandi.
Ritgerðinni fylgir forkunnar gott kort af Ljóðhúsum, sem á eru rituð
norænu örnefnin, sem hann glimir við, auk nokkurra árheita og fjalls-
nafna. Skýringar hans á árnöfnunum eru margar skemmtilegar og benda
í rétta átt: Gerfia, Grœfia, Stjórn, Grýta, Leira. Hliðstæð nöfn eru þekkt
i Noregi og sum raunar á fslandi.
Norrænir menn komu til Suðureyja nokkru áður en mannflutningar
hófust til fslands. Sum algengustu örnefni í Suðureyjum benda til ann-
arrar nafnvenju en tiðkaðist á íslandi, t. a. m. hæjanöfn, sem enda á
-sœtr. Hins vegar er margt sameiginlegt með suðureyskum og íslenzkum
nafngiftum, og því er það nauðsyn íslenzkum örnefnarannsóknum, að
suðureysk örnefni af norrænum uppruna séu könnuð sem bezt.
Hermann Pálsson.
W. B. Lockwood: An Introduction to Modern Faroese. Ejnar Munks-
gaard. Kobenhavn 1955.
Bók þessi er í rauninni allviðamikið rit um nútimafæreysku, hljóðkerfi
hennar, beygingarkerfi og setningagerð, þó að ætla mætti af nafni hennar,
að hún væri einvörðungu byrjendabók í færeysku. Bókin er IV. bindi
safnsins Fœroensia, sem gefið er út á vegum Færeyska bókmenntafélags-
ins í Höfn. Er Christian Matras ritstjóri þessa safns. Bók Lockwoods er
244 bls. að stærð í stóru átta blaða broti. Höfundurinn, W. B. Lockwood,
er prófessor í Birmingham, ungur og efnilegur vísindamaður. Hann helgar
bókina minningu bróður síns, Harry Lockwood, sem fórst í Norður-
Atlantshafi á stríðsárunum. (Til áminningar um Harry Lockwood, beiggja
mín).
f formála segir höfundur, að landi hans, Paul W. Harvey, sem verið
hafi í brezka hernámsliðinu í Færeyjum í siðari heimsstyrjöldinni, hafi
þýtt til eigin nota á ensku Foroysk Mállœra (útg. 1909) eftir Jákup Dahl
og ætlazt til, að sú bók gæti orðið stofn í stærri málfræðibók, sem hentað
gæti Englendingum, sem læra vildu færeysku. P. W. Harvey gat af ýms-
um sökum ekki haldið verkinu áfram, og að tillögu hans tókst próf.
Lockwood það á hendur. En brátt kom í ljós, að próf. Lockwood gat
ekki fallizt á þá málfyrningarstefnu, sem mjög gætti i bók Dahls og
hófst þvi handa um að semja nýja bók, þar sem lifandi mál væri lagt til
grundvallar.
Málfræðin hefst á lýsingu á færeyskum framburði. Kaflinn er skýr og
skilmerkilegur og að honum mikill fengur. En allt um það hefði ég
kosið, að þessi kafli hefði verið rækilegri, t. d. að myndun hljóða hefði