Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 12

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 12
11 undir klædum“.35 Þessar sagnir eru hins vegar ekki studdar samtímaheimildum. Hefur Björn Þorsteinsson sýnt fram á að fátt var aðhafst eftir dráp Björns í líkingu við þær hefndir sem að ofan er lýst.36 Vitað er þó að Ólöf hélt á konungsfund ári seinna, 1468 og lagði mál sín fyrir hann. Þótt hefndir Ólafar ríku hafi á sér ærinn þjóðsagnablæ, var eftirmálinn óumdeilanlega allmerkur. Björn Þorsteinsson taldi að afleiðingarnar hefðu verið stórpólitískar, „enginn Íslendingur hefur verið jafndýru verði bættur.“37 Fall hans „þótti rosafrétt, og Kristján I lét loka Eyrarsundi fyrir enskum skipum 1468 og hertaka sex til hefndar fyrir víg hirðstjórans“.38 Þessi skipataka leiddi til átaka milli hel- stu verslunarþjóða Evrópu. Deilurnar mögnuðust og meðal annars neyttu stríðsféndurnir fulltingis sjóræningja, sem fengu opinber leyfi til að ræna skip andstæðinganna. Fljótlega blönduðust fleiri þjóðir inn í átökin, þar á meðal Frakkar og Hollendingar. En að lokum var saminn friður í Utrecht árið 1473. Þeir samningar kváðu á um að verslun Englendinga við Ísland væri háð leyfi frá Kristjáni I konungi. Friðurinn hélst í næsta áratug.39 Skarðsættin hélt tryggð sinni við konungsvaldið eftir daga Björns og Ólafar. Sonur þeirra, Árni Björnsson, var hermaður konungs og féll við Brunkeberg í Svíþjóð árið 1471.40 KIRKNAþJÓFUR Í þJÓNUSTU KONUNGS Um daga Björns Þorleifssonar ríka óðu fleiri ríkismenn uppi og elduðu grátt silfur en dæmi eru áður til um. Var sem öll landsstjórn, bæði verald- leg og geistleg, færi í handaskolum er nokkrum veraldlegum ofríkismönnum tókst að sölsa undir sig flestar bestu jarðeignir landsins. Björn ríki átti marga óvildar- menn, bæði innlenda og erlenda. Að þeim hjónum báðum stóðu auðugir og þóttu þau ásælin um skör fram. Auður og völd tengdu þau hjón og létu þau eftir sig firn auðæfa, urðu erfingþar þeirra stórríkir. Um það leyti, sem Björn gerði sig sekan um ofríki og óskunda, var konungsvaldið á Íslandi smám saman að rétta úr kútnum eftir áratugalangt ofríki Englendinga. Danir sáu þann kostinn vænstan að nýta krafta þessa volduga jarðeiganda, einkum eftir að kom á daginn að þeir gátu ekki tjónkað við honum. Var kirknaþjófnum Birni ríka fyrst fengin hirðstjórn árið 1457 og má það vera glöggt dæmi um völd hans. Hirðstjórn yfir öllu landinu fékk hann 1459. Konungur vildi tengjast ráðandi öflum hér á landi og sóttist því eftir stuðningi Skarðsverja, sem tóku til óspilltra málanna. Eftir árangurslausar samningatilraunir við Englendinga fór svo, að konungur bauð landsmönnum að stugga við verslunarveldi enskra hér við land. Björn, sem þá var orðinn hirðstjóri, gekk vasklega fram gegn „ölöglegri“ verslun. En svo fór að í einni slíkri för á Snæfellsnesi árið 1467 veittu Englendingar þessum valdafíkna auðmanni óvænta mót- spyrnu. Var hirðstjórinn harðdrægi sleginn í hel ásamt sveinum sínum sjö. Ævi og örlög þeirra hjóna, Björns og Ólafar, hafa orðið seinni tíma sagnariturum mikið íhugunarefni. Spunnist hafa sögusagnir um hefndir Ólafar fyrir eiginmann sinn, sem og um skriftamál hennar sjálfrar. Allar þær heimildir sem þetta styðja eru hins vegar fremur ótraustar. Vitað er þó, að fall Björns ríka kom illa við konung og af hlutust milliríkjadeilur sem geisuðu í mörg ár. Þessi dýrasti Íslendingur allra tíma var því fullu verði goldinn. Höfundur (f. 1975) stundar BA-nám í sagnfræði við Háskóla Íslands. TILVÍSANIR 1 Áður hefur verið fjallað um Björn Þorleifsson á síðum Sagna; sjá Sverrir Jakobsson: „Heimsókn hirðstjórans. Um Reykhólareið Einars og Bjarnar „Róstrugt var á Rifi þá er ríki Björn þar dó“ SAGNIR ‘ 98 Skriftamál Öll var prýði í æðsta veldi, er að þér flyktust sveinar nóg, og branstu sjálf í afmors eldi, en öllu hélzt í skefjum þó. Svo kemst Jón Þorkelsson (oft nefndur forni) að orði um Ólöfu Loftsdóttur í Fornólfskveri (bls. 166), en í VI. bindi Fornbréfasafns eru skriftamál hennar birt (236-247). Merkilegt skjal sem sumir ætla falsað um samfarir þeirra hjóna. Svo mergjuð er frásögnin, að Jón forni treysti sér ekki til að birta hana óstytta. Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að skriftamál á ekki að skjalfesta. Þau eru einkamál skriftabarns og skriftaföður. Fern skriftamál eru til á íslensku og samkvæmt þeim sem Ólöfu eru eignuð má geta sér til að hún hafi verið upp á karlhöndina: „Einkanliga hefer eg misgert eigi sídr minn kæri fader at eg hefi optliga j blidlæti verit med adra kallmenn.“ Heimildir sem bendla Ólöfu ríku við skriftamál þessi eru ekki eldri en frá 18. öld, en í grein í Morgunblaðinu 22/5 ‘88 taldi Stefán Karlsson textann vera frá miðöldum. Jón forni gerir ráð fyrir að skriftamálin séu tengd Ólöfu ríku þrátt fyrir litlar sannanir. Stefán telur þetta vafasamt og mun líklegra „að menn hafi á átjándu og nítjándu öld reynt eftir bestu getu að eigna nafnlaus skriftamál þeim konum sem þeim þótti líklegastar,“ enda þjóðsagnarblærinn sem umlykur þau hjón, Björn og Ólöfu, ærinn. Björn ríki hefur sjálfur verið kvennamaður mikill, eins og launbörnin benda til. Ólöf lést árið 1479. Vitað er þó, að fall Björns ríka kom illa við konung og af hlutust milliríkjadeilur sem geisuðu í mörg ár. Þessi dýrasti Íslendingur allra tíma var því fullu verði goldinn. Kristján I Danakonungur 1448-1481
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.