Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 55

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 55
SAGNIR ‘ 98 54 19 18 - 1 99 8 nokkuð trausta efnahags- og félagslega stöðu í samanburði við íbúa Höfðaborgar. Börnin þar urðu fljótt vör við þennan félagslega mun, enda komu fordómar þeirra sem betur máttu sín oft á tíðum niður á þeim: Við vorum bara pakkið hér í Höfðaborg. Ég gekk í Laugarnesskóla og var ávallt samferða í skólann stelpu sem bjó í Samtúninu. Einu sinni á leið minni í skólann beið ég að venju við útihliðið heima hjá henni. Hún kemur þá út og segir við mig að hún megi ekki vera samferða mér í skólann af því að það byggi bara pakk, aumingjar og rónar í Höfðaborg.45 Nálægðin við Samtún og Nóatún skerpti því sjálfsvitund Höfðaborgarbúa og jók á sérstöðu hennar í hugum þeirra.46 Mannfæðin og víðáttan inn á milli iðnaðar- og verslunar- svæða við Borgartún hafði einnig sitt að segja. Byggðin tók á sig mynd afmarkaðs samfélags á jaðri iðnaðar- og opins svæðis. Íbúunum fannst þeir hluti af samfélagi „sem kalla mætti þorp því allir þekktu alla.“47 Að mati margra fyrrum íbúa Höfðaborgar var mikil samstaða innan hópsins, „þegar eitthvað bjátaði á var leitað aðstoðar nábúanna og voru þeir þá fljótir til handa og fóta.“48 Börnin stóðu einnig þétt saman í öllu mótlætinu „og þau sem voru eldri pössuðu yngri krakkana og létu enga níðast á þeim, enda var þetta eins og stór syst- kinahópur þar sem mikil samheldni ríkti.“49 Höfðaborg var samfélag á mörkum borgar og þorps. Í landfræðilegum skilningi var hún auðvitað staðsett innan marka Reykjavíkur, þó svo að um vissa einangrun hafi verið að ræða. En í huga margra fyrrverandi íbúa hennar hafði hún félagslega sérstöðu og þjónaði greinilega þeim tilgangi að vera griðastaður fyrir utanaðkomandi áreiti og fordómum; fyrir innan ríkti samheldni og gagnkvæmur stuðningur. „ÖREIGABYGGðIR“ BÆJARINS Borgin við Sundin tók stakkaskiptum á tæpri öld. Sveitaþorpið Reykjavík breyttist hratt og örugglega í borgina Reykjavík og varð miðstöð alls athafnalífs landsins. En leiðin til borgarmenningar og flóknari samfélagsgerðar var engan veginn greiðfær. Húsnæðiseklan reyndist með ólíkind- um í höfuðstaðnum lengi framan af. Ráðamenn borgarinnar brugðust við vandanum með ýmsu móti. Bráðabirgðahúsnæði var byggt handa alþýðu manna sem varð einna verst fyrir barðinu á því mikla böli sem húsnæðiseklan var. Bráðabirgðabyggðir bæjarins líktust að mörgu leyti þeim hreysum sem koma fram í lýsingum Dickens á fátækra- hverfum Lundúna á ofanverðri 19. öld: Þrengsli, slæmur aðbúnaður og félagsleg vandamál settu sinn svip á mannlífið. Á tímabilinu frá aldamótum fram til loka fimmta ára- tugarins risu helstu „öreigabyggðir“ bæjarins. Pólarnir við suðurenda Laufásvegar, Selbúðirnar og „borgin“ við Höfða. Breyting á stefnu bæjaryfirvalda í húsnæðismálum varð ekki fyrr en með Júnísamkomulaginu á sjöunda áratugnum. Í kjölfar þess fékk alþýða manna mannsæmandi húsnæði á viðráðanlegum kjörum og fordómar í garð þeirra sem bjuggu við lakan húsakost urðu ekki eins áberandi. Höfundur (f. 1974) hefur BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. TILVÍSANIR 1 Vísir. 15.11.1941. 2 Þorleifur Friðriksson: „Saga verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar,“ 35 [óbirt handrit]. 3 Stjórnartíðindi A-B 1939. A-Deild, 57-58. 4 Björn Björnsson: Árbók Reykjavíkurbæjar 1940. Reykjavík 1940, 36. 5 Ingi Valur Jóhannesson og Jón Rúnar Sveinsson: Íslenska húsnæðiskerfið. Rannsókn á stöðu og þróun húsnæðismála. Reykjavík 1986, 99. 6 Þegar hæst lét unnu hátt í 3.000 Íslendingar fyrir setuliðið árið 1942. Í desember það ár hafði fækkað verulega í setuliðsvinnunni og unnu um það leyti ekki nema um 1.500 Íslendingar. Í árslok 1943 var þessi tala komin niður í 900 og á árinu 1944 unnu á bilinu 400-850 Íslendingar hjá hernum við ýmiss konar störf. Tómas Þór Tómasson: Heimsstyrjaldarárin á Íslandi II. Reykjavík 1984, 60. 7 Þorleifur Friðriksson: „Saga verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar,“ 36. 8 Sama heimild, 36-37. 9 Bjarni Benediktsson: „Breytingartími á 20. öld.“ Land og lýðveldi II. Reykjavík 1965, 149-155, 150. 10 Júlíus Sigurjónsson: „Byggingar og heilbrigðismál.“ Byggingarmálaráðstefna 1944 (5.-12. nóv). Erindi og umræður. Ritstjóri Arnór Sigurjónsson. Reykjavík 1946, 159-170, 163. 11 Sama heimild, 159. 12 Þorleifur Friðriksson: „Saga verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar,“ 37. 13 Sama heimild, 37-38. 14 Guðjón Friðriksson: Bærinn vaknar. Saga Reykjavíkur 1870-1940. Síðari hluti. Reykjavík 1994, 121-124. 15 Páll Líndal: Reykjavík. Byggðarstjórn í þúsund ár. Saga sveitarstjórnar frá upphafi til 1970. Reykjavík 1986, 163-164. 16 BsR. Aðfnr. 7362. Húsnæðismál, Höfðaborg 1942. 17 BsR. Aðfnr. 7362. Húsnæðismál, Höfðaborg 1942. 18 BsR. Aðfnr. 17104. Borgarverkfræðingur í Reykjavík, teiknistofa húsameistara, plögg Einars Sveinssonar að honum látnum. 19 BsR. Aðfnr. 5706. Húsnæðismál, opinber aðstoð vegna íbúðahúsa- Jón Ingvar Kjaran Sveitaþorpið Reykjavík breyttist hratt og örugglega í borgina Reykjavík og varð miðstöð alls athafnalífs landsins. En leiðin til borgarmenningar og flóknari samfélagsgerðar var engan veginn greiðfær. Höfðaborgin rétt fyrir niðurrif árið 1972.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.