Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 55
SAGNIR ‘ 98 54
19
18
-
1
99
8
nokkuð trausta efnahags- og félagslega stöðu í samanburði
við íbúa Höfðaborgar. Börnin þar urðu fljótt vör við þennan
félagslega mun, enda komu fordómar þeirra sem betur máttu
sín oft á tíðum niður á þeim:
Við vorum bara pakkið hér í Höfðaborg. Ég gekk í
Laugarnesskóla og var ávallt samferða í skólann stelpu
sem bjó í Samtúninu. Einu sinni á leið minni í skólann
beið ég að venju við útihliðið heima hjá henni. Hún
kemur þá út og segir við mig að hún megi ekki vera
samferða mér í skólann af því að það byggi bara pakk,
aumingjar og rónar í Höfðaborg.45
Nálægðin við Samtún og Nóatún skerpti því sjálfsvitund
Höfðaborgarbúa og jók á sérstöðu hennar í hugum þeirra.46
Mannfæðin og víðáttan inn á milli iðnaðar- og verslunar-
svæða við Borgartún hafði einnig sitt að segja. Byggðin tók á
sig mynd afmarkaðs samfélags á jaðri iðnaðar-
og opins svæðis. Íbúunum fannst þeir hluti af
samfélagi „sem kalla mætti þorp því allir
þekktu alla.“47
Að mati margra fyrrum íbúa
Höfðaborgar var mikil samstaða innan
hópsins, „þegar eitthvað bjátaði á var leitað
aðstoðar nábúanna og voru þeir þá fljótir til
handa og fóta.“48 Börnin stóðu einnig þétt saman í öllu
mótlætinu „og þau sem voru eldri pössuðu yngri krakkana og
létu enga níðast á þeim, enda var þetta eins og stór syst-
kinahópur þar sem mikil samheldni ríkti.“49
Höfðaborg var samfélag á mörkum borgar og þorps. Í
landfræðilegum skilningi var hún auðvitað staðsett innan
marka Reykjavíkur, þó svo að um vissa einangrun hafi verið
að ræða. En í huga margra fyrrverandi íbúa hennar hafði hún
félagslega sérstöðu og þjónaði greinilega þeim tilgangi að
vera griðastaður fyrir utanaðkomandi áreiti og fordómum;
fyrir innan ríkti samheldni og gagnkvæmur stuðningur.
„ÖREIGABYGGðIR“ BÆJARINS
Borgin við Sundin tók stakkaskiptum á tæpri öld.
Sveitaþorpið Reykjavík breyttist hratt og örugglega í
borgina Reykjavík og varð miðstöð alls athafnalífs landsins.
En leiðin til borgarmenningar og flóknari samfélagsgerðar var
engan veginn greiðfær. Húsnæðiseklan reyndist með ólíkind-
um í höfuðstaðnum lengi framan af. Ráðamenn borgarinnar
brugðust við vandanum með ýmsu móti. Bráðabirgðahúsnæði
var byggt handa alþýðu manna sem varð einna verst fyrir
barðinu á því mikla böli sem húsnæðiseklan var.
Bráðabirgðabyggðir bæjarins líktust að mörgu leyti þeim
hreysum sem koma fram í lýsingum Dickens á fátækra-
hverfum Lundúna á ofanverðri 19. öld: Þrengsli, slæmur
aðbúnaður og félagsleg vandamál settu sinn svip á mannlífið.
Á tímabilinu frá aldamótum fram til loka fimmta ára-
tugarins risu helstu „öreigabyggðir“ bæjarins. Pólarnir við
suðurenda Laufásvegar, Selbúðirnar og „borgin“ við Höfða.
Breyting á stefnu bæjaryfirvalda í húsnæðismálum varð ekki
fyrr en með Júnísamkomulaginu á sjöunda áratugnum. Í
kjölfar þess fékk alþýða manna mannsæmandi húsnæði á
viðráðanlegum kjörum og fordómar í garð þeirra sem bjuggu
við lakan húsakost urðu ekki eins áberandi.
Höfundur (f. 1974) hefur BA-próf í sagnfræði frá Háskóla
Íslands.
TILVÍSANIR
1 Vísir. 15.11.1941.
2 Þorleifur Friðriksson: „Saga
verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar,“
35 [óbirt handrit].
3 Stjórnartíðindi A-B 1939. A-Deild,
57-58.
4 Björn Björnsson: Árbók Reykjavíkurbæjar 1940. Reykjavík 1940, 36.
5 Ingi Valur Jóhannesson og Jón Rúnar Sveinsson: Íslenska húsnæðiskerfið.
Rannsókn á stöðu og þróun húsnæðismála. Reykjavík 1986, 99.
6 Þegar hæst lét unnu hátt í 3.000 Íslendingar fyrir setuliðið árið 1942. Í
desember það ár hafði fækkað verulega í setuliðsvinnunni og unnu um það
leyti ekki nema um 1.500 Íslendingar. Í árslok 1943 var þessi tala komin
niður í 900 og á árinu 1944 unnu á bilinu 400-850 Íslendingar hjá hernum við
ýmiss konar störf. Tómas Þór Tómasson: Heimsstyrjaldarárin á Íslandi II.
Reykjavík 1984, 60.
7 Þorleifur Friðriksson: „Saga verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar,“ 36.
8 Sama heimild, 36-37.
9 Bjarni Benediktsson: „Breytingartími á 20. öld.“ Land og lýðveldi II.
Reykjavík 1965, 149-155, 150.
10 Júlíus Sigurjónsson: „Byggingar og heilbrigðismál.“
Byggingarmálaráðstefna 1944 (5.-12. nóv). Erindi og umræður. Ritstjóri
Arnór Sigurjónsson. Reykjavík 1946, 159-170, 163.
11 Sama heimild, 159.
12 Þorleifur Friðriksson: „Saga verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar,“ 37.
13 Sama heimild, 37-38.
14 Guðjón Friðriksson: Bærinn vaknar. Saga Reykjavíkur 1870-1940. Síðari
hluti. Reykjavík 1994, 121-124.
15 Páll Líndal: Reykjavík. Byggðarstjórn í þúsund ár. Saga sveitarstjórnar
frá upphafi til 1970. Reykjavík 1986, 163-164.
16 BsR. Aðfnr. 7362. Húsnæðismál, Höfðaborg 1942.
17 BsR. Aðfnr. 7362. Húsnæðismál, Höfðaborg 1942.
18 BsR. Aðfnr. 17104. Borgarverkfræðingur í Reykjavík, teiknistofa
húsameistara, plögg Einars Sveinssonar að honum látnum.
19 BsR. Aðfnr. 5706. Húsnæðismál, opinber aðstoð vegna íbúðahúsa-
Jón Ingvar Kjaran
Sveitaþorpið Reykjavík breyttist
hratt og örugglega í borgina
Reykjavík og varð miðstöð alls athafnalífs
landsins. En leiðin til borgarmenningar
og flóknari samfélagsgerðar var
engan veginn greiðfær.
Höfðaborgin rétt fyrir
niðurrif árið 1972.