Sagnir - 01.06.1998, Side 29

Sagnir - 01.06.1998, Side 29
fæðingarstað hans, Hrafnseyri við Arnarfjörð. Árið 1911 höfðu Vestfirðingar haldið hátíð á aldarafmæli Jóns og reist þar minnismerki honum til heiðurs.53 En nú þótti tilhlýðilegt að bæta um betur. Hrafnseyri var álitin helgur staður og upp komu hugmyndir um að hún mundi verða nokkurs konar Þingvellir Vestfjarða.54 Það sýnir kannski einna helst stöðu Jóns Sigurðssonar að fæðingarstaður hans hafi öðlast slíka helgi að menn vilji að hann standi jafnfætis Þingvöllum sem þjóðminningastaður. Minnir það óneitanlega á annan helgan fæðingarstað í Austurlöndum nær. Þessi samanburður er ekki úr lausu lofti gripinn því í einu dagblaðanna árið 1930, var Jón Sigurðsson kallaður „endurlausnari landsmanna“.55 Þótt ýmsa sé hægt að nefna sem hugsanlegar þjóðhet- jur56 uppfyllir Jón Sigurðsson best skilyrði til að vera það tákn sem þjóðhetjur eru. Hver og einn Íslendingur finnur í Jóni hetjuna sem þráði ekkert heitar en sjálfstætt Ísland og helgaði líf sitt baráttunni fyrir því. Sigurður Nordal hélt ræðu við hátíðarhöldin á Hrafnseyri sem sker sig úr þeim ræðum sem í þjóðhátíðarhaldi Íslendinga fjalla um Jón Sigurðsson. Hann viðurkenndi fúslega að dómar samtíðarmanna Jóns séu ekki allir á eina lund og að sumum finnist nóg um dýrkun síðari kynslóða á honum.57 Sigurði fannst Jón hafi verið rétti maðurinn á réttum tíma og erfitt að segja hvað hefði orðið ef hann hefði verið uppi á einhverjum öðrum tíma. En hvað hefði Íslendingum orðið úr aðstæðum og tæki- færum 19. aldarinnar, ef þeir hefðu ekki einmitt þá eignazt slíkan leiðtoga? Hann stóð að vísu í fylkingar- brjósti, og vér komumst ekki yfir að minnast að verðleikum allra hinna óbreyttu liðsmanna, sem áttu hver sinn hlut í sókninni. Að því leyti er hann tákn.58 Jón Sigurðsson er ásamt fánanum eitt skýrasta dæmi um þjóðernistákn okkar Íslendinga. Við styttu hans á Austurvelli hefst hver þjóðhátíðardagur Íslendinga og á afmælisdegi hans var lýðveldið stofnað. Þannig er í raun „lýðveldið Ísland einn feikistór minnisvarði um Jón Sigurðsson og hann er jafnframt verndardýrlingur þess.“59 ÍSLENSK þJÓðERNIS- VITUND Jón Aðils taldi þjóðernistilfinninguna göfugasta allra tilfinninga fyrir utan þær er tengdust trúarlífinu.60 Hann áttaði sig hins vegar ekki á að þjóðernisvitund er ein þeirra tilfinninga er tengjast trúar- lífinu. Hún er ekkert annað en tilbeiðsla þjóðarinnar á sjálfri sér. Þjóðin á sínar helgiathafnir og helgigripi, siði og venj- ur, helgitákn og dýrlinga. Þjóðernis- hyggja er trúarbrögð og lýtur reglum þeirra. Íslensk þjóðernisvitund er ekki frábrugðin því sem gerist hjá öðrum þjóðum. Landið var í gegnum aldirnar einangrað bæði í landfræðilegum og menningarlegum skiln- ingi. Sú staðreynd leiddi af sér að íbúar landsins urðu einsleitari en ella. Hér eru ekki minnihlutahópar með eigin tungu og siði sem geta orsakað sundrungu þegnanna.61 Það er öðru fremur þessi sérstaða landsins sem hefur fengið ýmsa til að álykta, líkt og Jón Aðils, að hér hafi ríkt þjóðernistilfinning frá örófi alda. Þjóðernisvitund verður hins vegar ekki til fyrr en með breyttu eðli þjóða. Um leið og þjóðin varð fullveldisbær þurfti að skilgreina hana sem skýrt afmarkaðan hóp. Tilfinning fyrir því að vera einn af íbúum ákveðins lands er ekki sú sama og tilfinning fyrir því að tilheyra ákveðinni þjóð. Íslendingar hafa hins vegar vilja og aðstæður til þess að vera þjóð. Er sá vilji í raun ekki trygging fyrir viðhaldi þjóðernisins? Er ekki óþarfi að velta því fyrir sér hvort þjóðernið er í hættu vegna ásóknar erlendra menningarafurða, á meðan þjóðin sjálf hefur viljann til að vera áfram þjóð? Höfundur (f. 1972) hefur BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. TILVÍSANIR 1 Jón Jónsson Aðils: Íslenskt þjóðerni. Alþýðufyrir- lestrar. Reykjavík 1903, 245. 2 Jón Jónsson Aðils: Gullöld Íslendinga. Menning og lífshættir feðra vorra á söguöldinni. Alþýðufyrir- lestrar með myndum. Reykjavík 1948, 4. 3 Ármann Jakobsson: Í leit að konungi. Konungsmynd íslenskra konungasagna. Reykjavík 1997, 244. 4 Readings in Western Civilization. Ritstjórar Eric Cochrane, Charles M. Gray og Mark A. Kishlansky. Chicago 1986, 214. 5 Hardman, John: The French Revolution. The Fall of the Ancien Régime to the Thermidorian Reaction 1785-1795. London 1981, 114. 6 Guðmundur Hálfdanarson: „Old Provinces, Modern Nations: Political Responses to State Integration in Late Nineteenth - and Early Twentieth Century Iceland and Brittany.“ Cornwell 1991, 4-9. 7 Hutchinson, John: Modern Nationalism. London 1994, 48. 8 Sama heimild, 45. 9 Einar Olgeirsson: „Sögusýningin.“ Lýðveldishátíðin 1944. Reykjavík 1945, 381-429. 10 Renan, Ernest: „What is a Nation?“ Modern Political Thought. Ritstjórar Alfred Zimmerman. London 1939, 183-205. Sjá bls. 203. 11 Sbr. áðurnefnt hlutverk sagnfræðinga í þjóðernishreyfingum. 12 Halbwachs, Maurice: On Collective Memory. Ritstjórar Lewis A. Coser. Chicago og London 1992, 52-53. 13 Sama heimild, 182-183. 28 Kolbeinn Proppé 19 18 - 1 99 8 SAGNIR ‘ 98 Er ekki óþarfi að velta því fyrir sér hvort þjóðernið er í hættu vegna ásóknar erlendra menningarafurða, á meðan þjóðin sjálf hefur viljann til að vera áfram þjóð? Við Lækjargötu 18. júní 1944.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.