Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 44
43
falið að leita eftir allt að sjö milljón króna láni til fram-
kvæmdanna.40
Jón hélt utan á vormánuðum í því skyni að afla lánsfjár
og ræða við hugsanlega verktaka. Lá leið hans fyrst til
Bretlands þar sem hann reyndi að vekja traust og áhuga fjár-
málamanna á framkvæmdinni. Meðal þeirra gagna sem
borgarstjóri hafði í farteskinu var lítill sexblöðungur, þar sem
rekstrargrundvöllur og framtíðarmöguleikar virkjunarinnar
voru raktir í stórum dráttum. Með öðrum orðum, sýnir plagg
þetta hvernig bæjaryfirvöld reyndu að „selja“ útlendingum
hugmyndina.
Er í því efni rétt að hafa í huga að vatnsaflsvirkjanir eru
afar staðbundin fyrirbæri sem verða ekki
svo glatt hreyfð úr stað. Hönnun þeirra
tekur að jafnaði fyrst og fremst mið af
staðháttum á hverjum stað, auk þess
sem drjúgur hluti fjárfestingarinnar er
bundinn í steinsteypu, háspennulínum og
kostnaði við staðbundnar undirbúningsrannsóknir og hönnun.
Þegar kemur að því að meta hversu traustar virkjanir eru sem
veð fyrir lánum, skiptir því mestu máli hversu stöndugt sjálft
veitusvæðið er og hverjir vaxtarmöguleikar þess eru, fremur
en verðgildi sjálfrar virkjunarinnar.
Margt forvitnilegt kemur í ljós við lestur plaggsins.
Athygli kann að vekja að útreikningarnir miðuðu ekki við að
veruleg aukning yrði í orkunotkun til iðnaðar, eða að ráðist
yrði í einhvers konar stóriðju á borð við áburðarframleiðslu.41
Ekki er heldur að sjá að bærinn hafi reiknað með verulega
aukinni orkunotkun í kjölfar virkjunarinnar, heldur var
væntanlegur vöxtur reiknaður út frá þróuninni undanfarin ár.
Loks kemur það nokkuð á óvart, að í úttektinni var
sérstaklega bent á þann vaxtarbrodd sem fælist í nærsveitum
virkjunarinnar. Bent var á að íslenskur landbúnaður hagnýtti
sér sáralítið kosti rafmagnsins og að auka mætti framleiðni
hans til mikilla muna með því að nýta orku Sogsvirkjunar.42
Sýnir það glögglega hversu sterk staða landbúnaðarins var
enn í hugum manna um miðjan fjórða áratuginn, að vænlegra
þótti að freista erlendra fjárfesta með því sýna fram á kosti
rafvæðingar í sveitum, en til að mynda í sjávarútvegi þar sem
rafvæðing var skammt á veg komin og hugmyndir um vél-
frystingu sjávarafurða rétt á umræðustigi. Svo dæmi sé tekið
hafði Sænska frystihúsinu verið synjað um rafmagn frá
Elliðaárstöð til framleiðslu sinnar.43 Til samanburðar höfðu
einstaklingar í Færeyjum strax á öðrum áratugi aldarinnar
hafið undirbúning að því að taka rafmagnið í þjónustu
fiskvinnslunnar.44
Erfitt er að átta sig á því hversu umfangsmikla
rafvæðingu aðstandendur Sogsvirkjunar
sáu fyrir sér í sveitum Suðurlands, þar
sem slíkar hugmyndir voru ekki
útfærðar í bæklingnum. Ljóst er að til
að nokkur glóra væri í slíkri
framkvæmd, yrðu bændur að nota raf-
magn a.m.k. til lýsingar, eldunar og húshitunar. Við sjálf
landbúnaðarstörfin hefði rafmagn getað nýst við geymslu og
vinnslu mjólkur, svo sem fyrir skilvindur og kælitæki.
Jafnframt hefði komið til greina að láta rafmagnið knýja
heyþurrkunarvélar, en þær voru alþekktar á Norðurlöndum.
Hugmyndin um rafvæddar sveitir var ekki ný af nálinni
og hafði verið til umræðu í Þýskalandi um áratugaskeið. Þar
eygðu rafveitustjórar vænlega viðskiptavini, sem notuðu mest
rafmagn að sumarlagi þegar almenn rafmagnsnotkun var í
lágmarki. Var í því sambandi einkum horft til rafmagnsplóga,
en þeir höfðu verið á markaði frá því fyrir aldamót. Þegar á
hólminn var komið reyndust sveitirnar ekki sá öflugi
markaður sem orkufyrirtækin höfðu vonast til. Ástæðan var
sú að stórfelld rafvæðing þeirra krafðist margvíslegra skipu-
lagsbreytinga, sem ekki nutu stuðnings íhaldssamari afla
þjóðfélagsins.45
Undirtektir þær sem Jón Þorláksson fékk í Lundúnum
voru fremur dræmar. Réði þar miklu að
bresk stjórnvöld settu ströng skilyrði
fyrir lánveitingum til útlanda, einkum ef
ekki stóð til að verja þeim til kaupa á
breskum fjárfestingavörum. Þurfti leyfi
frá æðstu stöðum fyrir öllum slíkum
viðskiptum.46
Taldi Jón að andstaða breska fjár-
málaráðuneytisins hafi ráðið mestu um
að lítið varð úr lánsfjáröfluninni þar.
Þetta viðhorf kom fram í bréfi sem Jón
ritaði meðan á utanförinni stóð, en
samkvæmt því leist breskum fjár-
málamönnum prýðisvel á áætlanir
bæjarins og höfðu mikinn hug á að
leggja til þeirra fé. Þar segist borgar-
stjóri hafa talað við aðila frá
fjármálafyrirtækinu Royal Exchange
Assurance, en þeir talið lánsfjárupp-
hæðina fullháa. Hins vegar hafi breskir
bankamenn verið bjartsýnir á að afla
mætti lánsfjár, ef samþykki stjórn-
valda fengist.47
Bréf Royal Exchange Assurance
til Jóns segja þó nokkuð aðra sögu. Þar
var gagnrýnt að bærinn hyggðist ekki
leggja neitt fjármagn í framkvæmdirnar,
Sogsvirkjun
Íslenskt fullveldi í 80 ár
SAGNIR ‘ 98
Hér að ofan: Járnbraut á virkjunarsvæðinu. Til vinstri: Grunnur virkjunarinnar. Til
hægri: Borað fyrir staura línunnar með þrýstilofti á Mosfellsheiði.
Hugmyndin um rafvæddar
sveitir var ekki ný af nálinni og
hafði verið til umræðu í Þýska-
landi um áratugaskeið.