Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 24

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 24
SAGNIR ‘ 98 haldnar, hefur verið mönnum misskýr. Þjóðhátíðin 1874 leið fyrir það að vera fyrsta hátíðin sem var haldin hér á landi, varð hún fyrir vikið ákveðin fyrirmynd. Þá voru Íslendingar ekki einungis að fagna þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar, þótt það eitt væri ærið tilefni. Kristján IX kom til landsins sumarið 1874, hafði meðferðis stjórnarskrá og tók þátt í hátíðarhöldum með þegnum sínum á Þingvöllum. ÞINGVELLIR – LIEUX DE MÉMOIRE Eitt af þeim meðulum sem notuð eru til að viðhalda þjóðernisvitundinni eru lieux de mémoire, svo notað sé hug- tak franska sagnfræðingsins Pierre Nora. Lieux de mémoire eru staðir minninganna, þjóðminningastaðir. Kenningin geng- ur út á að stöðug átök séu á milli minnisins og sögunnar.20 Sagan reynir að tortíma því sem raunverulega hefur gerst og þurfum við því staði minninga. Þeir eru varnarbragð minnis- ins, með þeim reynum við að halda því lifandi. Þannig reynum við að hlutgera hið huglæga til þess að fanga sem mesta merkingu í sem fæstum táknum. Söfn, minnismerki, sögufrægar byggingar og fleira í þeim dúr; allt verða þetta staðir minninga okkar.21 Helst er hægt að gagnrýna Nora fyrir þá tilraun að gera minnið að einhvers konar líffræðilegu fyrirbæri, hljómar þetta eins og daufur endurómur af kenningunni um þjóðir sem líf- fræðilega heild. Hugmyndir hans um staði minninganna varpa hins vegar nýju ljósi á táknfræði þjóðernishyggjunnar. Með þeim höldum við lífinu í sameiginlegu minni okkar. Íslendingar eiga sinn þjóðminningastað í Þingvöllum. Nægir að vitna til orða Vigdísar Finnbogadóttur sem telur Íslendinga „hafa gert Þingvelli að fremsta þjóðminningastað sínum.“22 Þjóðminningastaður gæti þess vegna verið þýðing á lieu de mémoire. Þingvellir hafa yfir sér helgan blæ, þeir eru helgistaður þjóðarinnar og hafa verið það a.m.k. frá því á þjóðhátíðinni 1874. En hvað er það við Þingvelli sem skipar þeim þennan sess? Vissulega hafa afdrifaríkir atburðir í Íslandssögunni gerst þar, en þeir eru misvel hæfir til að efla þjóðernisvitund Íslendinga. Eftir að Gamli sáttmáli gekk í gildi árið 1262/4 og þá sérstaklega eftir að einveldi konungs tók gildi á Íslandi árið 1680/4, var hlutverk Þingvalla harla ómerkilegt. Þar var Alþingi vissulega háð, en gegndi litlu hlutverki öðru en að vera dómstóll og aftökustaður fyrir dæmda brotamenn. Stóra dómi var þar framfyl- gt af miklu harðræði og ekki voru sakir þeirra Íslendinga er létu líf sitt á Þingvöllum oft miklar. Á Þingvöllum var einnig samþykkt að ganga Noregskonungi á hönd, nokkuð sem fræðimenn þjóðernishyggjunnar litu á sem landráð. Margt í sögu Þingvalla ætti því að sundra þjóðinni frekar en að sameina hana. Staða þeirra grundvallast á hugmyndum þjóðernissinna um sögu þjóðarinnar. Til að sameina þjóðina þarf hún að gleyma því sem sundraði henni. Þjóðin notar Þingvelli sem þjóðminningastað, til að halda minningum sínum lifandi.23 Þess vegna man hún ekki sögu Þingvalla eins og hún er í raun og veru, heldur sameinast hún um virkni þeirra á hinni glæstu gullöld Íslendinga, þjóðveldis- tímanum. Samkvæmt söguskoðun þjóðernishyggjunnar reis menning og samfélagsskipan Íslendinga hæst á þjóðveldis- tímanum, þangað átti að sækja hvatningu fyrir þjóðina um samstöðu. Þannig var ekki verið að stofna nýtt lýðveldi árið 1944 - verið var að endurreisa hið forna lýðveldi sem ríkti á þjóðveldistímanum. Fyrir árið 1944 var því stundum talað um þjóðveldistímann sem lýðveldistímann í sögu Íslands.24 Á sögusýningunni árið 1944 var tímabilið frá 1262 kallað viðnámstímabil en frá siðaskiptum til 1787, niðurlægingartímabil.25 Auðvitað gerðu menn sér fulla grein fyrir hlutverki Þingvalla á „niðurlægingartímabilinu“ en því hlutverki var ekki hægt að flagga í tengslum við þjóðhátíðir. Síst af öllu vildu menn flíka þessu tímabili sundrungar, og kusu að gleyma því. Eða eins og Matthías Þórðarson orðaði það árið 1930 í riti fyrir erlenda gesti hátíðarinnar: „We now feel the dark centuries to have been something like unpleasant dreams.“26 Þetta er hluti af sögunni sem við viljum ekki muna, vondur draumur sem þjóðin vaknaði upp af við aukið sjálfsforræði. Á þjóðhátíðum styrkir þjóðin einingu sína og eflir þjóðernisvitund með því að koma saman á Þingvöllum. Fyrir henni eru það Þingvellir þjóðveldistímans sem hún sækir heim og þar eiga glitklæði fornaldarinnar við. Það viðhorf má sjá hjá „stúdent“ sem segir frá Alþingishátíðinni árið 1930 í Tímanum: Allt þetta minnti á glitklæði fornaldarinnar. Það var eins og vér værum komnir þúsund ár aftur í fornöldina. Leiðinlegt var að sjá svarta frakka og háa silkihatta. Þeir eiga ekki vel heima á Þingvöllum.27 Einnig má vel sjá í orðum Ásgeirs Ásgeirssonar forseta sameinaðs þings hvaða mynd Íslendingar gera sér af Þingvöl- lum gullaldarinnar: Hér [á Þingvöllum] er fortíðin næst oss og samhengi sögunnar augljósast. Fylkingar þúsund ára líða framhjá; göfugir höfðingjar, frjálsir bændur, hugprúðar hetjur, fagrar meyjar og tígulegar konur.28 Á þessum stað voru ekki kotbændur, sakamenn, syndarar, konur ákærðar í dulsmálum. Það fólk á ekki í heima í þeirri sögu Þingvalla sem þjóðin man. Það fólk mundi sundra þjóðinni og því gleymum við því á hátíðarstundum. Sú saga sem fjöllin geyma á Þingvöllum er hin glæsta saga sjálf- Íslenskt fullveldi í 80 ár 23 „Þjóðin er einnig leifar frá löngu horfinni tíð.“ Sú saga sem fjöllin geyma á Þingvöllum er hin glæsta saga sjálfstæðra hetja, sem héldu þar Alþingi 930-1262. Úr veggskreytingu í skála á Alþingishátíðinni 1930.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.