Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 82

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 82
hagkvæmast sé að fylgja venju. Reglu í frágangi tilvísana má til dæmis rökstyðja ýmist með því að lesendur þekki hana og skilji þá táknmál verksins rétt (tala á eftir kommu aftast í til- vísun merkir blaðsíðutal), eða með því að hún geri auðveldast að uppfylla þá samræmiskröfu sem iðnvædd samfélög gera sífellt til þegna sinna, hvort sem okkur líkar það betur eða ver. Það má kannski segja að krafan um samræmi sé krafa um fegurð, og þannig laumist tæknin inn á svið hins listræna. En í raun og veru held ég að það sé ekki svo; fæstum okkar finnst samræmi neitt fallegt, okkur finnst ósam- ræmi bara ljótt. Tækni er eins og hvert annað handverk, enginn kemst lengra en að vinna hana rétt og óaðfinnan- lega. Vissulega búa margs konar skapandi vísindi að baki hand- verki; ég þykist vita að máln- ingar- og málningarrúllufram- leiðendur hafi bæði efnafræðinga og verkfræðinga í þjónustu sinni, en hlutverk húsamálarans er samt sem áður fullkomnað þegar enginn tekur eftir að veggurinn hafi verið málaður. Framsetning er hins vegar eins og hver önnur vísindi eða list; enginn getur séð fyrir hvert er hægt að ná með henni. HVAð ER SVO HÆGT Að KENNA? Nú þykist ég hafa greint í sundur hvað sagnfræðingar þurfa að læra og kunna. Annað mál er hvað hægt er að kenna þeim með ár- angri. Meðan ég var ungur og næmur þótti mér best að afla þekkingar einn og sjálfur úr bókum, með því að lesa þær og glósa. Nú læri ég ekkert lengur annað en það sem ég ætla að nota til einhvers sjálfur, í kennslu eða ritverk. Vel getur verið að sú aðferð henti öðrum þótt yngri séu, og þar kemur kennsla óhjákvæmilega við sögu. Tækni má auðvitað læra af bókum að vissu marki líka, en þar þarf samt kennara til að benda á hvar vanti upp á fullkomnun og til að staðfesta að henni hafi verið náð. Ályktunarhæfni er kannski einna ómeðvitaðasti hluti fræðilegs náms; ég geri ráð fyrir að fólk tileinki sér hana einkum með því að lesa viðurkennda sagnfræði og læra að líkja eftir henni – og eftir atvikum að fara fram úr henni. En þar mun líka þörf á kennara til að gefa vitnisburð um árangur. Heimspeki fræðanna liggur vissulega fyrir í bókum. Oft reynist vandasamt að tileinka sér hana nema fá frekari útskýringar en þar er að finna, en fræðilega séð ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skrifa námsbók í söguheimspeki með öllum nauðsynlegum skýringum fyrir ákveðinn vettvang. Skilvirkara er þó líklega að kennari fylgist með námsferlinum og skammti skýringar eftir þörfum nemenda. Varla er framsetning eini þáttur sagnfræðináms þar sem kennsla getur ekki komið að gagni. Þvert á móti er sérstök ástæða til að ætla að þar sé þörf á kennslu, einmitt vegna þess sem ég kom að hér á undan, möguleikarnir eru ótæmandi og ekki er hægt að gefa forskriftir um þá. Að vísu getum við lært margt á því að lesa vel og illa gerð rit annarra, að stæla það sem vel er heppnað og forðast mistök hinna. Um sum einfaldari atriði er líka hægt að gefa leiðbeiningar fyrir- fram: Setjið tölur upp í töflur ef þið þurfið að bera nákvæm- lega saman meira en þrjár stærðir upp á fleiri þúsund. Rekið þróun í tímaröð nema þið finnið rök til að hafa aðra röð. Svo er líka hægt að skrifa eins konar vinnu- leiðbeiningar eða heilræðasöfn: Farið yfir texta ykkar og athugið hvort þið hafið notað nafnorð + inni- haldslitla sögn þar sem fallegra væri að nota eina innihaldsríka sögn. „Þú skalt aldrei ofmeta þekkingu viðtakenda og aldrei vanmeta greind þeirra.“15 En slíkar leiðbeiningar eru annaðhvort nánast á sviði þar sem fram- setning skarast við tækni eða þær eru of ónákvæmar til að koma að haldi, nema dómbær kennari meti hvenær nemandinn beitir þeim hæfilega. Ráðþæginn nemandi kynni til dæmis að fylgja síðasttalda heilræðinu hér á undan svo rækilega að hann vanmæti þekkingu viðtakenda sinna og ofmæti greind þeirra. Allt það sem er vandasamast og vænlegast til að skapa nýjung- ar í framsetningu lærist aðeins við að prófa, þjálfa og fá viðbrögð annarra, og í háskólanámi er ekki unnt að skapa vettvang fyrir slíkt með öðru en kennslu. Einhver kann að svara því að þörfinni fyrir framsetningarkennslu sé þegar mætt í einstökum námskeiðum í sagnfræðinámi okkar, sérstaklega í lokaritgerðum. Það er fjarri mér að gera lítið úr þeirri kennslu, en hún er ófullnægjandi, vegna þess að hún snýst venjulega öll um eina tegund fram- setningar, sem ekki er einu sinni dæmigerð fyrir hlutverk útskrifaðra sagnfræðinga, að skrifa þannig að falli í geð þess sem veit meira um efnissviðið en höfundurinn. Sagnfræðinemar fá því ekki tækifæri til að þjálfa raunveru- lega sagnfræðilega vinnu, að fræða þá sem eru ófróðir fyrir. Viðurkenndasta og sjálfsagt besta leiðin til að þjálfa raunveruleg vinnubrögð greinar, hvort sem er á tæknisviði eða skapandi, er að láta nemendur vinna raunveruleg verk undir eftirliti og við tilsögn. Iðnnemar smíða hús, húsbúnað og skip sem á að nota í veruleikanum, gera við vélar sem eru raun- verulega bilaðar. Læknanemar skera fólk upp, tannlækna- nemar bora í tennur og fylla þær. Tónlistarnemar leika á raun- veruleg hljóðfæri; myndlistarnemar halda sýningar á eigin verkum. Heimspekideildir í háskólum sinna þessari starfs- þjálfun nemenda sinna oftast átakanlega illa. Í meginatriðum láta kennarar þeirra gjarnan eins og hlutverk þeirra sé að endurframleiða háskólakennara. Allt námið stefnir, meðvitað eða ómeðvitað, í áttina að einni vísindalegri lokaritgerð sem á að sýna háskólanum að höfundurinn sé hæfur til að halda SAGNIR ‘ 9881 Gunnar Karlsson Meðan ég var ungur og næmur þótti mér best að afla þekkingar einn og sjálfur úr bókum, með því að lesa þær og glósa. Nú læri ég ekkert lengur annað en það sem ég ætla að nota til einhvers sjálfur, í kennslu eða ritverk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.