Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 42

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 42
41 raforkuframleiðslu. Skyldi Reykjavíkurbær kosta byrjunarframkvæmdir, uppsetningu dreifikerfis og alla aukningu virkjunarinnar, þar til fallvatnið væri virkjað til hálfs. Upp frá því mætti ríkið, ef það hefði hug á, ljúka framkvæmdinni og gerast meðeigandi virkjunarinnar. Þá skyldi ríkissjóður ábyrgjast lántökur bæjarins, allt að sjö milljónum króna.24 Til að gera framkvæmdina fýsilegri kost fyrir fram- sóknarmenn, var gert ráð fyrir því að nágrannabyggðum virkjunarinnar gæfist kostur á að tengjast orkukerfinu og kaupa rafmagn á kostnaðarverði auk 10% þóknunar. Hömruðu flutningsmenn mjög á þessu ákvæði í umræðunum og rökstuddu þannig að um mikið framfaramál væri að ræða fyrir sveitir landsins.25 Til að mynda fullyrti einn flutnings- manna að allir landshlutar frá Vestmannaeyjum til vesturmarka Mýrasýslu kæmu til með að njóta góðs af Sogsraforkunni.26 Hugmyndir sem þessar, sýna raunar best af hve lítilli þekkingu þingmenn ræddu málið. Öllum þeim sem á annað borð höfðu reynt að kynna sér það mátti vera ljóst að kostnaður við slíkt dreifikerfi hlypi á milljónum króna og lagning sæstrengs til Vestmannaeyja á fjórða ára- tugnum hefði orðið óhemju erfið og dýr framkvæmd. Jónas frá Hriflu og Einar Árnason fjármálaráðherra gáfu lítið fyrir málflutning virkjunar- sinna og töldu að um lýðskrum væri að ræða. Sogsvirkjun hlyti eðli málsins samkvæmt fyrst og fremst að þjóna hagsmunum Reykjavíkur. Þeir bentu réttilega á að málfutningsmenn reiknuðu ekki með kostn- aðinn við dreifikerfið í sveitunum, sem augljóslega yrði gríðarlega hár. Vitnaði Jónas m.a. til áætlunar sem hafði verið lögð fyrir Alþingi nokkrum árum fyrr um kostnað þess að rafvæða sveitir landsins. Nam sú upphæð u.þ.b. 80 milljónum króna.27 Töldu framsóknarmenn því einsýnt að ef fallist yrði á ríkisábyrgð til handa Reykjavík, kæmi skriða bæja og hreppa í kjölfarið með sams konar beiðnir og yrði ríkissjóður skuld- settur um tugi milljóna. Athygli vekur að í umræðum um málið gerði enginn stuðningsmanna ríkisábyrgðarinnar tilraun til að hrekja fullyrðingar Jónasar um kostnað við rafvæðingu sveitanna. Síðar kom í ljós að gagnrýni framsóknarmanna var ekki úr lausu lofti gripin. Þegar Eyrarbakki og Stokkseyri sóttu árið 1938 um að tengjast Sogsvirkjun, neitaði stjórn virkjunarinnar að kosta línulögnina. Er í ljós kom að sveitar- félögin höfðu ekki bolmagn til að ráðast í framkvæmdirnar á eigin vegum, kom það í hlut ríkisins að standa straum að framkvæmdinni og komust bæirnir tveir ásamt Selfossi ekki í samband fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina.28 Varði stjórn virkjunarinnar hendur sínar með því að benda á að ákvæðinu um raforkusölu til héraða utan Reykjavíkur hefði verið hrint í framkvæmd með samningi við Rafmagnsveituna um orku- flutning til Hafnarfjarðar.29 Samhliða loforðum um stórfellda uppbyggingu raf- magnskerfis í sveitum Suðurlands og e.t.v. víðar, lögðu stuðningsmenn ríkisábyrgðarinnar áherslu á það hversu traustur rekstrargrundvöllur stöðvar- innar yrði. Algjörlega hættulaust væri að ábyrgjast lánið, enda Reykjavík stöndug og ætti miklar eignir. Þá var bent á að með rafvæðingunni sparaðist verulega í innflutningi á olíu og kolum. Með því móti yrði landið sjálf- stæðara – en sjálfstæði var einmitt lykilorðið í allri umræðunni.30 Önnur fylkingin vildi ráðast í framkvæmdir til að efla sjálfstæði þjóðarinnar, en hin vildi halda fast um bud- duna til að tefla sjálfstæðinu ekki í tvísýnu. Athyglisvert er að stuðningsmenn lántökunnar töluðu margsinnis gegn betri samvisku þegar þeir létu að því liggja að í raun þyrfti bærinn ekki á ríkisábyrgðinni að halda. Til að mynda fullyrti Jón Baldvinsson þingmaður Alþýðu- flokksins að krafa hinna erlendu fjármálamanna um slíka ábyrgð, væri fyrst og fremst hugsuð sem trygging fyrir því að ríkisvaldið íþyngdi ekki fyrirtækinu með ósann- gjörnum kvöðum eða skattheimtu.31 Tveimur árum fyrr gekk Ólafur Thors enn lengra, þar sem hann fullyrti að í raun stæði Reykjavíkurbær betur en ríkissjóður, en útlend- ingunum væri það bara ekki ljóst.32 Var þingmönnunum raunar nokkur vorkunn þótt þeir Sogsvirkjun Íslenskt fullveldi í 80 ár SAGNIR ‘ 98 Helsti krani framkvæmdanna í vegarkanti. Fleiri óhöpp: Rör í þrýstivatnspípu detta af bílpalli. Önnur fylkingin vildi ráðast í framkvæmdir til að efla sjálf- stæði þjóðarinnar, en hin vildi halda fast um budduna til að tefla sjálfstæðinu ekki í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.