Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 41

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 41
Hins vegar mótaðist andstaða framsóknarmanna af afstöðu þeirra til baráttu bæja og sveita. Með framkvæmdinni yrði hagur Reykjavíkur bættur til mikilla muna, en lands- byggðin látin sitja á hakanum. Sogsvirkjun yrði því enn til að auka straum sveitafólks á mölina og væri hann þó ærinn fyrir.16 Af þessum sökum ákvað bæjarstjórn Reykjavíkur að freista þess að fá lán erlendis án ríkisábyrgðar. Þegar niðurstöður útboðsins voru kunnar, þann 15. júlí 1930 urðu bæjaryfirvöld fyrir nokkrum vonbrigðum. Einungis tvö svör bárust við erindinu. Annað var frá þýska fyrirtækinu Siemens Schuckert og sneri það ein- ungis að framkvæmdaþætti verksins. Hitt tilboðið kom frá sænska fyrir- tækinu Elektroinvest og fylgdu því vilyrði fyrir útvegun lánsfjár, gegn ríkis- ábyrgð. Þá voru tilboðin nokkuð hærri en vonast hafði verið til, eða upp á rúmar sjö milljónir króna. Báðum tilboðunum var því hafnað.17 Rafmagnsstjórn Reykjavíkur lét þetta mótlæti ekki setja sig út af laginu, heldur hélt áfram að reyna að afla lána án ríkisábyrgðar, en með veði í eignum bæjarins.18 Í bæklingi sem gefinn var út fyrir hugsanlega fjárfesta, kom fram að tryggingar bæjarins yrðu fyrsti veðréttur í hinni fyrirhuguðu Sogsvirkjun og 2,4 milljónir króna í fyrsta og öðrum veðrétti í Elliðaárstöðinni auk annarra eigna bæjarins.19 Þrátt fyrir að skýrt kæmi fram í öllum gögnum að Reykjavíkurbær hyggðist taka lánið á eigin ábyrgð, var mikil áhersla lögð á sterka stöðu íslensks efnahagslífs í kynningar- efni því sem bæjaryfirvöld létu útbúa. Til dæmis voru þar birtar töflur sem sýndu verðmæti eigna ríkisins og skuldir ríkissjóðs á hvern íbúa.20 Hins vegar létu höfundar þess ógetið hverjar skuldir bæjarins væru á hvern Reykvíking en þær voru öllu hærri. Peningastofnunin Guinnes, Mahon & Co. í Lundúnum var meðal þeirra aðila sem bæjaryfirvöld báðu um að hafa milligöngu við lánsfjáröflunina. Sýnir erindi bæjarins glögg- lega hversu mikið menn vildu vinna til að losna við að þurfa að leita eftir ríkisábyrgð til Alþingis. Hafi bæjarstjórn alið þá von í brjósti að lánardrottnar tækju erindinu vel, slokknaði hún endanlega við bréf bankans til Péturs Hafstein bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, dags. 27. nóv. 1930. Þar kom fram að hann teldi útilokað að verða við beiðninni, þar eð um allt of háa upphæð væri að ræða. Benti bankinn á að með lántökunni myndu skuldir bæjarins tvöfaldast en þær væru þegar með mesta móti. Allt öðru máli gegndi hins vegar ef unnt væri að afla láninu ríkis- ábyrgðar, þá mætti eflaust fá lán á svipuðum kjörum og ef um ríkissjóð sjálfan væri að ræða. Má lesa úr bréfinu að helst hefði bankinn kosið að ríkisstjórn Íslands tæki lánið sjálf.21 Virðist sem hinar neikvæðu undirtektir enskra banka- manna hafi endanlega dregið kjarkinn úr bæjarfulltrúum, enda samþykkti bæjarstjórn á fundi sínum þann 11. des. 1930 að leita til Alþingis um ríkisábyrgð fyrir allt að átta milljón króna láni.22 ÁTÖK Á ALþINGI Flestir þeir sem ritað hafa um deilurnar vegna Sogsvirkjunarlánsins 1931-33, leggja mesta áherslu á byggða- stefnu Framsóknarflokksins þegar skýra skal andstöðu þeirra við málið.23 Vissulega skiptu þau sjónarmið miklu máli, en einnig er rétt að huga að öðrum þáttum, svo sem afstöðu fram- sóknarmanna til ríkisábyrgðar og skuldsetningar ríkissjóðs. Sogsvirkjunarmálið kom fyrst verulega til kasta Alþingis á vorþinginu 1931. Þá báru nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks fram frumvarp þess efnis að bæjarstjórn fengi heimild til virkjunar Efra-Sogs til 40 Stefán Pálsson 19 18 - 1 99 8 SAGNIR ‘ 98 Efst til vinstri: Strekt á vírum við lagningu línunnar með hest- um. Að ofan: Kolakrani Reykjavíkurhafnar, Hegrinn, lyftir spenni upp úr sænsku flutningaskipi. Lengst til vinstri: Staurum fleytt yfir Sogið í Hestvík. Hér til vinstri: Staurar keyrðir á vagni að virkjuninni. Flestir þeir sem ritað hafa um deilurnar vegna Sogs- virkjunarlánsins 1931-33, leggja mesta áherslu á byggðastefnu Framsóknarflokksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.