Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 79
Aðferðir II voru aldrei
óskaaðferð mín til þess að þjálfa
sagnfræðilega framsetningu. Ég
hef löngum verið þeirrar skoðunar
að þessa og aðra verkkunnáttu í
sagnfræði eigi sem mest að kenna
í námskeiðum sem einnig snúast
um ákveðin söguleg efni, þar á
meðal í vinnu við lokaritgerðir til
BA- og MA-prófs.
Áður en Aðferðir II voru
teknar upp setti ég fram hugmynd
um að fella nærfellt allt aðferða-
nám í sagnfræði inn í kjarna-
námskeið í mannkyns- og
Íslandssögu, þótt framsetning
fengi raunar helst til lítið rúm í
dæmi sem ég setti upp um
framkvæmdina.6 En enginn
hefur tekið undir þær tillögur
ennþá, og engin ráðstöfun hefur
verið gerð af hálfu sagnfræðiskorar til þess að bæta fram-
setningarhlið námsins upp þann skaða sem hún hlaut þegar
Aðferðir II voru lagðar niður. Með þeirri ráðstöfun, eins og
hún var rökstudd á sínum tíma, afneitaði skorin því hlutverki
sínu að kenna sagnfræðilega framsetningu, þótt auðvitað séu
kennarar sífellt að gera það í ritgerðarleiðbeiningum sínum.
Þess vegna byrja ég þessa grein á síðbúnum minningarorðum
um Aðferðir II, ekki af því að ég vildi endurvekja það
námskeið óbreytt.
HVAð ER FRAMSETNING?
Framsetning, miðlun og stíll eru loðin hugtök yfir nokkurn
veginn það sama. Stíll er óþægilega tengt listrænni framsetn-
ingu tungumáls til að henta því sem ég vil segja hér. Miðlun
nær í rauninni yfir það sama og framsetning, en orðið beinir
athygli meira að viðtakendum en ég kæri mig um í þetta sinn.
Í því felst nánast sú hugmynd að sagan sé til áður en miðlar-
inn kemur og miðlar henni, líkt og fjósamaður fer í hlöðu og
sækir hey til að miðla kúnum. En í rauninni er ekki hægt að
búa til sagnfræðilega þekkingu án þess að sníða henni um leið
einhvern miðlunarbúning, ekki fremur en hægt er að byggja
hús án þess að það hafi eitthvert form.
Ég kýs orðið fram-
setningu, af því að það er
einna víðast að merkingu
og nær einfaldlega yfir
aðferð til að setja efni
fram; nám í fram-
setningu er þá nám í að
velja og læra aðferðir.
Þá geri ég ráð fyrir að hægt sé
að velja á milli aðferða til að
setja eitt og sama efnisatriði
fram. Deilt er um hvort því sé
þannig varið; umræðan um
svokallaðan póstmódernisma í
sagnfræði snýst í grundvallar-
atriðum um þetta. Póst-
módernistar véfengja að texti geti
endurspeglað ytri veruleika; hann fjalli í
rauninni aldrei um annað en sjálfan sig,
og þá hlýtur efni hans að breytast um leið
og framsetningu er breytt. Við getum
sagt að þá sé litið á sagnfræðilegan
fróðleik eins og lit; það er engin leið að
lita hann án þess að hann breytist við það
í annan lit.7 Þeir sem aftur á móti halda
því fram að hægt sé að lýsa sögulegum
ytri veruleika eins og hann var eða er,
þeir komast varla hjá því að gera ráð fyrir
að hugsanlegar séu fleiri ólíkar en sannar
lýsingar á sama veruleikanum, og þá
höfum við ólíkar framsetningar sama
efnis.
Í þessari grein kýs ég að vera and-
póstmódernisti. Þar með er ég ekki að
andmæla þeim sannleikskjarna sem
póstmódernistar halda fram: texti um
hest verður vissulega aldrei eins og hest-
ur, enda væri þá erfitt að rúma hann í
bókum og tímaritum. Varla mun vera hægt að finna nokkur
tvö orð sem tákna hest og hafa nákvæmlega sömu merkingu:
fákur, gæðingur, jór, hross, klár, bikkja. Þannig breytist merk-
ing texta við minnstu orðalagsbreytingu. Hins vegar er
mannkynið komið með langa reynslu af því að nota orð um
hluti og hugmyndir og láta það ekki slá sig út af laginu þótt
þau gefi ófullkomna mynd af merkingarmiðum sínum.
Fræðigreinin sagnfræði byggist á þessari leikni, eins og önnur
orðræða manna. Þetta er bara hluti af þeim vanda sem sagn-
fræðingar verða alltaf að lifa með. Þess vegna held ég að það
sé fræðilega réttlætanlegt að ræða um framsetningu eins og
hún sé sérstakur hluti af iðju sagnfræðinga.
INNIHALD NÁMSGREINARINNAR SAGN-
FRÆðI
Hér er ekki staður til að reifa það margrædda heimspekilega
viðfangsefni, hvað fræðigreinin sagnfræði sé. Hins vegar er
ástæða til að taka svolítinn útúrdúr og spyrja almennt hvað
felist í fagkunnáttu sagnfræðinga. Hvað er það sem sagn-
fræðingar kunna og þurfa að kunna, öðru fólki fremur? Ég kýs
að sjá kunnáttu þeirra snúna saman úr fimm þáttum, en auð-
vitað er sú greining álitamál.
1. Þekking er
nauðsynleg, bæði á ein-
stökum atriðum og yfir-
gripsmiklum kenn-
ingum um einkenni
tímabila og sam-
hengi sögulegra
fyrirbæra. Það er að
vísu of algengur mis-
skilningur að sagnfræðingar
séu einkum þeir sem vita allt
um það sem var og gerðist í
gamla daga. Störf sagn-
fræðinga felast að miklu leyti í
því að afla þekkingar til þess
að beita henni í einhverju
skyni. Blaðamaður sem er sett-
SAGNIR ‘ 98 78
Er hægt að kenna sagnfræðilega framsetningu?
Blaðamaður sem er settur í að skrifa
fréttaskýringu um fornleifafund við
Aðalstræti í Reykjavík, af því að hann hefur
BA-próf í sagnfræði, hann fer auðvitað í
fræðibækur og frumheimildir
Þar með er ég ekki að and-
mæla þeim sannleikskjarna
sem póstmódernistar halda fram:
texti um hest verður vissulega
aldrei eins og hestur