Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 33
Svo virðist að innan þingsins hafi ekki verið mikill
ágreiningur um nauðsyn þess að taka lán til að greiða úr
peningakreppunni, en helst var gagnrýnt hversu víðtæk láns-
heimildin væri, þ.e. ekki væri um neitt hámark á henni að
ræða.15 Það var svo í ágústmánuði sem ríkisstjórnin nýtti laga-
heimildina til að taka lán í Englandi og er það fyrsta lánið sem
ríkissjóður tók utan Danmerkur. Þess ber að geta að árið 1919
tók Landsbanki Íslands sitt fyrsta lán utan Danmerkur hjá
Hambros banka í Englandi að upphæð 100 þúsund sterlings-
pund, en Hambros banki átti eftir að verða einn helsti
viðskiptabanki Íslands í Englandi.16
Svo virðist sem nokkrir aðilar hafi komið að því að
útvega lánið, en Sveinn Björnsson sendiherra og Ludvig
Kaaber bankastjóri Landsbankans hafi síðan séð um að ljúka
málinu og skrifa undir fyrir Íslands hönd. Í endurminningum
sínum sagði Sveinn Björnsson frá því hvernig hann kom að
lántökunni:
Hafði íslenzka stjórnin með milligöngu ýmsra manna
fengið […] lán hjá bankafirma í London […] og skyldi
nú undirrita lánssamningana. Tveir menn, sem komizt
höfðu eitthvað í þessa milligöngu, en ég vissi þó ekkert
um áður, eltu okkur Kaaber til London. Það var
danskur maður, Andersen
að nafni, og Páll J.
Torfason frá Flat-
eyri. […] Mun
Páll Torfason, sem
alltaf var að hugsa um
íslenzk fjármál, hafa kynnzt Andersen, og
komið honum í kynni við Jón Magnússon
forsætisráðherra og þessa leið fengizt lánstil-
boðið í London. Lá það fyrir og var samþykkt af
stjórninni, þegar ég kom að málinu.17
Þó svo að innan Alþingis hafi ekki verið mikill
ágreiningur, var mikil andstaða gegn lántökunni hjá Tímanum
og Alþýðublaðinu. Þau viðhorf tengdust andstöðu flokkanna
sem að þessum blöðum stóðu, við Íslandsbanka eins og áður
hefur verið vikið að. Þannig var þeim orðrómi óspart komið á
framfæri síðla sumars 1921 hjá þessum blöðum að lánskjör
enska lánsins væru mjög óhagstæð.18
Þann 15. september 1921 sendi fjár-
málaráðuneytið frá sér tilkynningu sem undirrituð
var af Magnúsi Guðmundssyni fjármálaráðherra,
þar sem lánskjörin voru birt. En af hálfu lán-
veitanda hafði það skilyrði verið sett að lánskjörin
væru ekki birt fyrr en seinni hluti lánsins hefði verið
greiddur út og var það gert í byrjun september-
mánaðar. Samkvæmt tilkynningunni hafði
ríkisstjórnin tekið 500 þúsund sterlingspunda lán
hjá fjármálafyrirtækjunum Helbert Wagg & Co. og
Higginson & Co. í London.
Það verður að segjast að lánskjörin voru
ekki beint mjög hagstæð, afföll af láninu voru mjög
há eða 15% og auk þess þá þurfti að greiða 1%
vegna þess kostnaðar er var við að útvega lánið.
Vextirnir greiddust eftir á og voru 7% á ári,
gjalddagar voru tveir á ári, 1. mars og 1. september,
en fyrsta afborgun var 1. september 1923. Lánið
var til 30 ára og mátti greiða það upp að tíu árum
liðnum, þó varð það að vera með sex mánaða fyrir-
vara.19
Menn virðast fljótlega hafa gert sér grein fyrir því að
þessi lánskjör hafi verið frekar óhagstæð. Valtýr Guðmunds-
son minnist á lántökuna í bréfi sem hann skrifar til stjúpföður
síns 30. september 1921, er hann var nýkominn heim til
Kaupmannahafnar eftir ferð til Íslands, en þar segir m.a.:
Fjárhagsástandið á Íslandi er mjög bágborið og margir
að fara á hausinn, en samt virðast allir hafa nóga
peninga í daglegu lífi, því nóg er bruðlið og eyðslan og
skrautið. N ú
hefur landið fengið stórlán í Englandi,
milljón punda eða 10-11 milljónir króna. En
dýrt er það, 7% í vexti og hverjar 100 kr.
borgaðar út með 85. Það verður nálægt 8%,
sem þeir virkilegu vextir verða. Og toll-
tekjurnar er sagt að landið hafi orðið að
veðsetja sem pant fyrir láninu.
En víðar er pottur brotinn nú með bágan
fjárhag en á Íslandi. Ekki of glæsilegt hér hel-
dur, og þá ekki í Þýzkalandi. Og ekki ætlar að ganga
vel með síldina í ár fremur en áður.20
Ríkisstjórnin keypti að vísu ekki hlutabréf í
Íslandsbanka fyrir lánsfjárhæðina eins og
upphaflega var heimilt í lögunum, en í
staðinn endurlánaði hún hluta þess aftur til
bankanna. Stærsti hluti þess fór til Íslands-
banka eða um 280.900 sterlingspund, en til Landsbankans
fóru 88.819 sterlingspund og fengu bankarnir sína hluti á
sömu kjörum og ríkisstjórnin hafði fengið. Afgangurinn af
lánsfjárhæðinni rann síðan í ríkissjóð.21
Þar sem það var ríkisstjórnin sem tók lánið þá var það
á ábyrgð ríkissjóðs. En tryggingin fyrir láninu var ákveðin
með frekar klúðurslegu orðalagi, eða eins og segir í til-
kynningu fjármálaráðuneytisins: ,,Ríkissjóður ábyrgist
greiðslu lánsins og eru tolltekjurnar sérstaklega sem trygging,
en veð ekki sett.“ Um þetta ákvæði urðu miklar deilur bæði í
blöðum og inni á þingi. Töldu margir að hér hefðu
landsfeðurnir farið illa að ráði sínu, veðsett tolltekjur landsins
og þar með stefnt nýfengnu fullveldi landsins í voða. Enda
sagði Tíminn í frétt sinni af lántökunni þann 17. september,
32
Páll Baldursson
19
18
-
1
99
8
SAGNIR ‘ 98
Það verður að segjast að
lánskjörin voru ekki beint
mjög hagstæð, afföll af láninu
voru mjög há eða 15%
Fyrir framan Íslandsbanka um 1922.