Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 31

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 31
SAGNIR ‘ 98 19 18 - 1 99 8 30 Sagnir 19 (1998) Til þess að bjarga viðskiptalífi landsmanna og koma málum bankanna aftur í rétt horf, afréð stjórnin að taka ,,enska lánið“, sem svo var kallað, þ.e. 500 þús. sterl.pd. ríkislán, með mjög óhagstæðum kjörum. Sannaðist hér sem oftar, að neyðin er enginn kaup- maður.1 Þessi orð Jóns Sigurðssonar frá Reynistað rúmum tuttugu árum eftir töku ,,enska lánsins“ má finna í minningar- grein hans um Magnús Guðmundsson fyrrverandi alþingis- mann og ráðherra. Eins og jafnan er með erlendar lántökur, varð þessi lántaka ríkissjóðs árið 1921 tilefni mikilla deilna bæði meðal almennings og stjórnmálamanna á þriðja áratugi aldarinnar. En enska lánið var það fyrsta sem íslenska ríkið tók utan Danmerkur. EFNAHAGSERFIðLEIKAR EFTIR HEIMSSTYRJÖLD Síðastliðið ár hefur hjá oss, eins og víðasthvar annarss- taðar, verið hið erfiðasta fyrir allan atvinnurekstur og þá um leið fyrir þjóðarbúskapinn í heild sinni. Viðskiptakreppan, sem hófst vorið 1920, magnaðist eftir því sem á leið og hefur haldist alt síðastliðið ár.2 Á þennan máta hófst ársskýrsla Landsbanka Íslands fyrir árið 1921. Upphaf þessarar viðskiptakreppu má rekja til örlaga- ársins 1914, ársins sem heimsstyrjöldin fyrri braust út. Fyrstu tvö stríðsárin högnuðust íslenskir útflytjendur að vísu vel, þeir gátu komið vörum sínum á markað beggja vegna víglínunnar og safnað stríðsgróða. Bretum geðjaðist skiljanlega ekki að útflutningi Íslendinga til Miðveldanna og fóru því fram á viðræður við íslensk stjórnvöld fyrri hluta árs 1916, sem leiddu til þess að viðskiptasamningur var gerður við þá í maí sama ár. Þessi samningur var síðan endurnýjaður árlega fram til ársins 1919. En telja verður að samningur þessi hafi verið Íslendingum óhagstæður, sérstaklega miðað við það háa verð sem í boði var í Þýskalandi. Auk þess hækkaði verð á innflutningi óð- fluga í kjölfar kafbátahernaðar Þjóðverja seinni hluta stríðsáranna.3 Árið 1918 lauk stríðinu, viðskiptasamningurinn við Breta féll úr gildi árið eftir og bjartsýni ríkti um horfurnar í efnahagsmálum. Verð á erlendum mörkuðum hækkaði þegar eftir vopnahléð og utanríkisverslunin varð mun hagstæðari. Vegna þessarar auknu bjartsýni um stöðu mála voru á árinu 1919 keyptir til landsins 16 nýir togarar og einnig var kaup- skipaflotinn endurbættur verulega. Þessar fjárfestingar voru að mestu fengnar fyrir lánsfé og þá aðallega frá Íslandsbanka sem var helsti viðskiptabanki útgerðarinnar.4 En eins og flestir vita er útgerð ekki stunduð án áhættu. Undir árslok 1919 tók að draga úr eftirspurn á ísl- enskum afurðum og árið eftir varð gífurlegt verðhrun í Bandaríkjunum, sem svo breiddist út um allan heim.5 Hér á Páll Baldursson: ,,Ney›in er enginn kaupma›ur“ Enska lánið 1921
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.