Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 74

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 74
þurfti því ekki frekara bakland. Að vísu bar alltaf á andstöðu þeirra Anderssons og Clovers, sem einnig njóta vissulega mikillar virðingar sem fræðimenn. Við doktorsvörn mína mættu þau grafalvarleg og full af gagnrýni en sama ár og ég birti Feud, gaf Carol J. Clover út bókina The Medieval Saga. Þar er því haldið á lofti að Íslendingasögur hefðu strax frá upphafi verið bókmenntaverk. Þetta gerir hún án þess að minn- ast nokkurn skapaðan hlut á löggjöf og samfélag í rannsókn sinni. Í raun heldur Clover því fram að allt frá landnámsöld fram á miðja 12. hafi Íslendingar ekki getað ritað um eigið samfélag og samtíma. Íslendingasögurnar hafa að mínu mati bæði að geyma samtímavitnis- burð og bókmenntalega hefð. Bók- menntafræðingar hafa einungis lagt áherslu á þetta bókmennta- lega gildi - að annað útiloki hitt. Tökum Thomas Hardy sem dæmi, þetta eru góðar bókmenntir en endurspegla jafn- framt breskt samfélag á 19. öld. Löggæslulaust þjóðveldið krafðist mikils af einstaklingnum. Hann leitaði því í smiðju frásagnarinnar til að fá skynbragð á rétt og rangt. Þannig lýsa Íslendingasögurnar hvernig átti að leysa úr deilum án þess að til stór-átaka kæmi. Það hefur löngum verið rík frásagnarhefð á Íslandi. Sögurnar lýsa lífi alþýð- unnar, eru hvorki annálar né epískar frásagnir. Af hverju heldur þú að íslenskir sagnfræðingar hafi forðast í lengstu lög að nota Íslendingasögur sem félagssögulegar heimildir? Þetta hefur verið viðkvæmt umræðuefni. Á tímum sjálfstæðisbaráttunnar var uppi heil kynslóð fræðimanna sem fannst það vera sitt hlutverk að upphefja íslenska menningar- sögu. Íslendingasögurnar áttu að vera krýningardjásn íslensks þjóðernis og rétt- læta þar með tilkall til sjálfstæðis. Röksemda- færslan gekk út á að sögurnar væru til marks um frjóan og merkan skáldskap sem miklir rithöfundar höfðu skapað. Þær höfðu mikið listrænt gildi og það útilokaði með öllu notagildi þeirra sem samtímaspegill. Þetta var einnig gullöld pósitív- ismans. Sagnfræðirannsóknir snerust að mestu um rakningu atburða þar sem heimildirnar stýrðu algjörlega efnis- tökum. Það sem ekki var hægt að færa sönnur á, var álitið vera hreinn skáld- skapur. Þessi þankagangur gerði sögurnar einnig sjálfkrafa að skáldskap en hafnaði þeim sem sögulegar heimildir. Mannfræðin hefur hjálpað mér mikið að ná tökum á Íslendingasögunum. Lítið fór fyrir þessari fræðigrein er heimildagildi sagnanna var hvað harðast hafnað. Ég er fullviss um að aðferðir og kerfi mannfræðinnar komi að góðum notum við sagnfræðirannsóknir almen. Fræðigreinin leggur minni áherslu á kenningar en því meiri á greiningu og aðferðir. Þetta skerpir hæfni þína til að sjá og greina ákveðin myn- stur sögunnar. Mannfræðingar taka fyrir afmarkað tímabil og greina það til hlítar en sagnfræðingar fást við langtímaþróun. Að tengja saman aðferðir mann- og sagnfræði auðveldar rannsóknir á Íslandssögu. Hún er að vissu leyti sérstök þar sem hún á sér greinilegt upphaf, landnám, og þjóðfélagið tekur umfangsmiklum breytingum fram á 14. öld. Þverfaglegar rannsóknir eru að mínu mati það sem koma skal, en hér eins og annars staðar, er vissulega rík hefð fyrir því að SAGNIR ‘ 9873 Jesse Byock Bókmenntafræðingar hafa einungis lagt áherslu á þetta bókmenntalega gildi - að annað útiloki hitt. Tökum Thomas Hardy sem dæmi, þetta eru góðar bók- menntir en endurspegla jafnframt breskt samfélag á 19. öld. Er Sigurður Nordal var að skrifa í anda bókfestukenningarinnar, þekktist ekkert sem heitir félagsleg bókmennta- fræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.