Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 5
„Á þessum árum, til ársins 1699, þegar höfundur samdi rit sitt,
hafði fátækt og eymd þjáð landsfólkið í sífellt ríkara mæli, svo
að hörmungar fyrri ára voru taldar leikur einn hjá því, sem yfir
dundi þetta ár“.11 Og víst er að ástandið á 18. öldinni var ekki
til að auka mönnum bjartsýni. Ritið fjallar „um þau málefni,
er snerta endurbætur á búskap og framfarir landsins“.12 Í
innganginum er greint frá því hversu landgæðum hafi hrakað
á liðnum öldum og vitnað drjúgum í fornsögurnar því til
stuðnings.13 Auk þess er lögð áhersla á hina miklu deyfð og
sljóleika sem einkenndi allt mannlíf og „höfundurinn telur
þetta skaðlega framtaksleysi vera þjóðarógæfu og hana ekki
litla.“14 Orsakir þessa ástands eru einkum taldar tvær:
Vankunnátta forfeðranna í að koma skipan á samfélagið15 og
almennt agaleysi í bústjórn og uppeldi.16
Ef við lítum fyrst á seinni orsökina, þá er hún einmitt
dæmigerð fyrir þá sem trúa því að allt þróist sífellt á versta
veg. Uppreisnargjarn æskulýður og þvermóðskufull vinnuhjú
hafa nánast á öllum tímum sögunnar vaðið uppi, ærukærum
(og íhaldssömum) foreldrum og embættismönnum til eilífs
hugarangurs. Fyrri orsökin er athyglisverðari. Það er ljóst að
þótt landgæðin hér til forna hafi gefið höfundum glýju í
augun, þá er því ekki svo farið með þjóðveldið:
Það virðist því svo, að elstu forfeður
vorir hafi ekki hugsað um velferð
niðja sinna [...] og öll viðleitni
þeirra beinst að því að geta lifað
sjálfir, án nokkurs yfirboðara og
farið sínu fram gagnvart hverjum
sem var.17
Þó að hér verði aftur aðeins vart þeirrar þversagnar sem
einkennir skrif Arngríms í Crymogæu, tóku höfundar Um
viðreisn Íslands mun eindregnari afstöðu með konungsvaldi
og gegn hverskyns „sjálfræði“ almúgans en hann. Einmitt í
þeirri afstöðu má tengja saman þessar tvær meginorsakir fyrir
hörmungarástandi landsins. Það er því hægt að álykta sem svo
að þótt fortíðardýrkun sé lítt áberandi í ritinu þá fer þeim mun
meira fyrir samtímaósómanum.
Ef við lítum nú á hina bókina sem Jón gaf út um þetta
leyti, Ferðabók Eggerts og
Bjarna eftir Eggert Ólafsson,
þá koma einnig skýrt fram í
henni áhyggjur yfir bágu
ástandi samfélagsins. En
höfundur taldi fólksfækkun
til sveita og hnignun land-
búnaðar helstu orsakir.18 Auk þess
agnúaðist hann út í fiskveiðar19 og taldi
fólk til sveita jafnan líta betur út og tala
hreinna mál en það sem við sjávar-
síðuna byggi.20 Hér var sleginn tónn í
þjóðmálaumræðu landsins sem átti eftir
að hljóma fram á þennan dag. Hið
heilbrigða sveitalíf fortíðarinnar var sett
fram sem andstæða hins spillta sam-
tímalífernis við sjávarsíðuna. Eða eins
og Eggert segir: „Því verður ekki móti
mælt, að fyrrum stunduðu íslenskir
bændur hið rétta starf sitt.“21
HALLÆRISTAL HANNESAR BISKUPS
Eggert Ólafsson og Jón Eiríksson teljast báðir upplýsingar-
menn. Það gerir líka Hannes Finnsson biskup sem ritaði bók
þá er ber hinn eftirminnilega titil Mannfækkun af hallærum á
síðasta áratugi 18. aldar. Þó þeir fyrrnefndu dragi vissulega
upp ófagra mynd af samtímanum gengur Hannes þó skrefi
lengra því hann vill segja fortíðardýrkuninni stríð á hendur:
Til að mínka víl hjá þeim, sem
meina, að aldregi hafi í fyrndinni
verið svo harðt sem í þeirra tíð,
eður að þessara tíða harðindi séu
svo stór, að landið geti aldrei
komizt aptur til batnaðar [...] vil
eg fátt eitt minnast á þau
markverðustu hallæri hér á
landi.22
Svo ritaði hann í upphafi verksins og í framhaldinu fór hann í
gegnum sögu landsins frá því byggð hófst og sýndi lesendum
fram á að hallæri hafði alltaf gengið yfir Ísland en „ekkert
land í Norðurálfunni er svo fljótt að fjölga á ný manneskjum
og bústofni sem það, og er því eigi óbyggjandi.“23
En þó að raunsæi öðru fremur einkenni skrif biskups,
lét hann hinar fornu heimildir stýra mati sínu er hann segir að
„forfeður vorir, enir fyrstu innbyggjarar landsins, tóku réttari
stefnu en þeir síðari allt til vorra daga, heldur að mæta
örbirgðinni og varna henni að falla en að bíða hennar“.24
Varðandi samtímaósómann þá agnúaðist Hannes, rétt eins og
Eggert, út í sjávarsíðuna25 og hann bergmálaði Jón Eiríksson
er hann sagði: „Af langviðrum og lagaleysi mun land vort
eyðast, er spakmæli.“26 Að auki hafði hann langa tölu um
skaðsemi vergangs sem hann taldi orðið stjórnlítið á seinni
öldum.27 Að ofansögðu er því ljóst að þótt Mannfækkun af
hallærum sé í heildina litið raunsætt rit, má finna í því
gamalkunnar hugmyndir um versnandi heim.
Eitt af því sem einkennir þessi þrjú rit upplýsingar-
mannanna er minni fortíðardýrkun en fram kemur hjá
Arngrími í Crymogæu, meiri áhersla er lögð á samtíma-
ósómann, enda ritaðar á hátindi einveldistímans. Þetta má
einnig tengja við versnandi árferði. Ef við lítum til þess að
fortíðardýrkunin óx til muna undir lok 19. aldar er hagur
þjóðar vænkaðist, getum við þá ekki ályktað sem svo að í
4
Valdimar Stefánsson
SAGNIR ‘ 98
Varðandi samtíma-
ósómann þá
agnúaðist Hannes, rétt
eins og Eggert, út í sjá-
varsíðuna
Fiskimenn við Hafnarfjörð kveinka sér yfir ófrjálsu einlífi áður en þeir halda út á miðin.
Frá 1772.