Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 21

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 21
Hvað er það þá, sem hefur gefið íslenzku þjóð- inni þetta þrek til að þola? Hver er þessi helga vættur, sem hefur vakað yfir henni? Hver er þessi huldi verndarkraftur, sem hefur haldið henni uppi í þrautum og þjáningum og aftrað henni frá að ofur- selja sig útlendum áhrifum? - Það er þjóðernistilfinningin. […] Það er hún, sem hefur haldið við lífskrafti þjóðarinnar; - og meir en það: hún er sjálfur lífskraftur þjóðarinnar.1 Svo mælti Jón Aðils í fyrirlestri er hann hélt Reykvíkingum í upphafi þessarar aldar. Hann var ekki í vafa um mikilvægi þjóðernistilfinningarinnar í viðhaldi íslensku þjóðarinnar. Í þessu gengur hann út frá þeirri staðreynd að þjóðernis- tilfinning hafi verið ríkjandi hér á Íslandi frá örófi alda. Hann fór heldur aldrei í grafgötur með þá skoðun sína og hélt því fram að það væri „nokkuð líkt komið með Íslandi og Íslendingum. Þjóðin er einnig leifar frá löngu horfinni tíð.“2 Þessi skoðun Jóns er dæmigerð fyrir söguskoðun þjóðernishyggjunnar. Sú skoðun að hver og ein þjóð eigi rætur sínar að rekja aftur í aldir og sé jafnvel sköpunarverk Guðs, er afleiðing þjóðernisstefnunnar, en um leið einnig orsök hennar. HIN FULLVALDA þJÓð Fyrir frönsku stjórnarbyltinguna hafði konungurinn verið fullvaldur og þjóðin einungis þegnar hans. Þannig voru hópar skilgreindir eftir konungum, þ.e. þegnar ákveðins konungs, þó stundum væri reynt að búa til ákveðin samkenni.3 Konungurinn hafði í raun verið tvær persónur í einni. Annars vegar sú dauðlega persóna sem sat í hásæti og hins vegar hinn opinberi konungur, n.k. stofnun. Hinn opinberi konungur þáði vald sitt beint frá Guði og þurfti því ekki að svara fyrir gjörðir sínar hér á jörðu niðri. Hann var guðlegur, fullvaldur og tilbeðinn sem slíkur. Jakob VI Skotlandskonungur (síðar Jakob I Englandskonungur) lýsti hlutverki konunga og rétti þeirra í riti sínu, The Trew Law of Free Monarchies. Hann líkti sam- bandi konungs og þegna við samband föður við börn sín eða samband höfuðs og líkama og lagði mikla áherslu á guðlegt eðli konunga. Góður konungur mundi halda gjörðum sínum innan ramma veraldlegra laga, „yet is hee not bound thereto but of his good will“.4 Það var því engin tilviljun að forystumenn ensku byltingarinnar létu hálshöggva Karl I með kórónu sína á höfði. Öllum lýðnum skyldi ljóst að hér var ekki eingöngu verið að lífláta hinn dauðlega mann Karl I, heldur konungdæ- mið sjálft. Hið sama var uppi á teningnum í Frakklandi. Þjóðin krafðist fullveldis og hugmyndin var að koma á þing- bundinni konungsstjórn til að ná fram þeim markmiðum. Konungur sætti sig ekki við það og reyndi að flýja land. Með því var hann í raun að afneita fullveldi þjóðarinnar og töldu byltingarmenn að ekki væri annað hægt en að lífláta hann og afnema þannig konunginn sem stofnun. Nútímaskilningur á þjóð er arfleið frönsku byltingar- innar. Í henni var þjóðin gerð fullveldisbær, eða eins og segir í mannréttindayfirlýsingunni sem samþykkt var í ágúst 1789: „The fundamental source of all sovereignty resides in the nation.“5 Þjóðin var þar með ekki eingöngu safn einstaklinga heldur skýrt afmarkaður hópur sem hélt fullveldinu í sameiningu. Hið guðlega hlutverk konunga var afnumið, þjóðin yfirtók það. Þjóðin var orðin ein heild og þá varð að skilgreina hana á einhvern hátt og finna hvað hún ætti sameiginlegt. 20 Kolbeinn Proppé „fijó›in er einnig leifar frá löngu horfinni t훓 Um þjóðerni og þjóðhátíðir Íslendinga Sagnir 19 (1998) 19 18 - 1 99 8 SAGNIR ‘ 98 Ásgeir Ásgeirsson forseti sameinaðs Alþingis heldur hátíðarræðu á Þingvöllum 1930.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.