Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 67
SAGNIR ‘ 98 66
Leifur Reynisson
19
18
-
1
99
8
en hægt yrði að snúa sér að samfélaginu. Ef hver
og einn breytti lífi sínu myndi samfélagið
óhjákvæmilega fylgja í kjölfarið. Vesturlenskri
lífsspeki skyldi kastað fyrir róða en í staðinn
kæmi austurlensk dulspeki. Hugleiðsla var talin
sérlega mikilvæg þar sem hún væri „uppspretta
allrar hamingju.“58
Umdeildasti fylgifiskur hippamenningarinnar
voru kannabisefnin en þau urðu fyrst áberandi um 1970.59
Sumarið 1972 var forsíða Stúdentablaðsins prýdd eftirfarandi
yfirlýsingu: „GEFIÐ HASSIÐ FRJÁLST og hættið að berjast
við vindmyllur!“60 Hipparnir hugðust segja neyslumen-
ningunni stríð á hendur með því að sniðganga allar tískur og
ganga þess í stað í druslum og hætta að fara í klippingu.
Samfara þessu neyttu menn hass, LSD og hlustuðu á sýrutón-
list til að gera upp við ríkjandi heimsmynd.
Litið var á slíka neyslu sem leið
til hugvíkkunnar.61
P o p p s ö n g v a r i n n
Björgvin Halldórsson svaraði
því til þegar hann var inntur eftir
hvaða tíska það væri að vera með
sítt hár, að um stefnu væri að
ræða en ekki tísku.62 Með þeim
orðum túlkaði hann hugmyndir
róttækrar æsku um frjálslegan líf-
stíl. Sítt hár, skrautleg föt, rokk-
tónlist, róttækni og almenn ands-
taða við kerfið myndaði eins konar
bræðing sem æskumenningin
samanstóð af. Ungdómurinn tók
þessa þætti vissulega misalvarlega en
allir voru þeir mjög áberandi í fari
hans.
RÓTTÆKNI VERðUR Að
TÍSKU
Þegar komið var fram á miðjan 8.
áratuginn fór að bera á upplausn
ýmissa hugmynda sem kenndar eru við
´68-kynslóðina. Alls kyns hópar mynd-
uðust sem gerðu kröfu til að leiða byltin-
guna áfram. Þeir vafasömustu mynduðu
alls kyns kredduklíkur í nafni kom-
múnismans eða jafnvel
hryðjuverkahópa. Þjóðfélaginu
skyldi bylt og í þeirri baráttu helgaði
tilgangurinn meðalið. Mönnum
mátti vera orðið ljóst að sú stefna
sem Björgvin hafði orð á var lítið
annað en tíska.
Sú róttækni sem náði hámarki á
götum Parísar 1968 átti eftir að birt-
ast í ýmsum myndum í baráttu fyrir
alls kyns velferðarmálum. Hér er til
dæmis átt við baráttu fyrir
umhverfisvernd og kvenréttindum
sem enn lifir góðu lífi.63 Sú
viðhorfsbreyting sem orðið hafði lei-
ddi til þess að samfélagið varð á
margan hátt lýðræðislegra en
áður. Menn urðu betur á
varðbergi gagnvart vald-
inu en um leið meðvitaðri
um réttindi einstak-
lingsins. Háskólarnir
urðu lýðræðislegri þar sem
áhrif stúdenta jukust og alls
kyns agareglum var kastað fyrir róða. Námsskráin var endur-
bætt og boðið upp á fleiri áfanga. Einnig hafði baráttan gegn
kynþáttafordómum og stríðinu í Víetnam eflaust jákvæð áhrif
þó erfitt sé að segja til um hve mikil þau voru.64
Menn hafa hins vegar deilt um hvort einhvern tíma hafi
verið um eiginlega stefnu að ræða. Árni Björnsson,
þjóðháttafræðingur, heldur því fram
að markaðsöflin hafi nýtt sér
mótþróahneigð og aukna kaupgetu
æskunnar í eigin þágu með því að
skapa nýja tísku.65 Hann heldur
því fram að hin svokallaða
uppreisn æskunnar hafi verið
komið á af markaðsöflunum enda
hafi róttæklingarnir einblínt á
„ytra róttæknitildur“, einkum á
sviði klæðaburðar og afþreyin-
gar. Fyrir honum var uppreisn
æskunnar ekki „annað en sá
eðlilegi mótþrói, sem einhvern-
tíma kemur yfir hvern heil-
brigðan ungling og beinist gegn
yfirráðum foreldra, kennara,
lögreglu og annarra valdhafa á
hverjum tíma.“66
Það væri óneitanlega
kaldhæðnislegt ef barátta sem
gengi út á að sniðganga
neyslusamfélagið yrði
markaðsöflunum að bráð.
Ég lít hins vegar svo á Árni
fari villu vegar varðandi
skilning á '68 kynslóðina.
Ég lít svo á að ´68 baráttan hafi
fyrst og fremst verið andúð á valdi og
forsjárhyggju. Æskan vildi ekki láta
segja sér hvernig hún ætti að klæðast
Sú róttækni sem náði hámarki á
götum Parísar 1968 átti eftir að birt-
ast í ýmsum myndum í baráttu fyrir alls
kyns velferðarmálum. Hér er til dæmis
átt við baráttu fyrir umhverfisvernd
og kvenréttindum
Víetnamstríðinu mótmælt fyrir utan bandaríska sendiráðið.
Myndskeið sem birtist í Þjóðviljanum 1971 og
sýna átti slagkraft herstöðvaandstæðinga.
Fyrir neðan má sjá Gísla Gunnarsson próf-
essor fjötraðan - þó ekki af vistarbandinu!