Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 64
SAGNIR ‘ 9863
Ímyndunaraflið til valda
Íslenskt fullveldi í 80 ár
formleysa ríkjandi [...].14
RÓTTÆKNI HEFUR
INNREIð SÍNA
Innan skólakerfisins tóku mennta-
skólarnir fyrstir við sér og á árunum
1968-70 tók að bera á róttækni í
blöðum MR15 og MH.16
Gagnrýninni var sérstaklega beint
að skólakerfinu en einnig var deilt á
kapítalismann og stríðsrekstur
Bandaríkjanna í Víetnam. Rót-
tæknin átti hins vegar ekki eins
greiða leið inn í Háskólann. Að
vísu mátti einnig sjá ádeilugreinar í
Stúdentablaðinu sem haustið 1969
var af ritnefnd kynnt sem „barát-
tublað og umbóta, bæði í málefnum
skólans og stúdenta og þjóðfélags-
málum.“17 En í pólitíkinni bar Vaka
sigurorð af vinstri mönnum allt til
ársins 1971.18
Þess ber þó að geta að þrátt
fyrir að Vaka væri hægrisinnuð var
ekki þar með sagt að liðsmenn
hennar berðust gegn öllum
breytingum. Í kynningu á starfsemi hennar 1969 segir t.d. að
Vaka berjist fyrir „aukinni þátttöku fólksins í stjórnmála-
starfseminni; gegn flokksforysturæðinu, stirðnuðum stjórn-
málaflokkum og samtryggingu valdsins.“19 Það bar einnig
vott um aukna róttækni að félag vinstri manna, Verðandi, stóð
að fjölmennum fundi gegn Víetnamstríðinu í Háskólabíói
haustið 1969.20
Til að byrja með bar mest á gagnrýni á menntakerfið en
það hafði raunar legið undir ámæli um skeið. Má þar meðal
annars nefna skoðanakönnun Vikunnar frá 1965 meðal 16-20
ára unglinga en þar kom fram að æskan væri íhaldssöm að því
undanskildu að henni fyndist skólakerfið vera úrelt.21 Í
Stúdentablaði desembermánaðar 1968 segir t.d. eftirfarandi í
leiðara:
Margir hafa skrifað um málefni stúdenta að undan-
förnu, þar sem mikil vakning á sér stað í röðum stúd-
enta. Í þessum skrifum hefur mjög gætt misskilning og
yfirborðsþekkingar. [...] Í Nýjum Vikutíðindum [...]
er yfirfyrirsögn á forsíðu á þessa leið:
„Háskólastúdentar í uppreisnarhug“. Þessi fyrirsögn
er algjör rangtúlkun á þeirri hreyfingu, sem hafin er
meðal stúdenta, en undirfyrirsögnin, „Háskólinn til
skammar“ er því miður sönn. En þetta með upp-
reisnarhug stúdenta er fjarstæða. Ef þetta stæðist væru
allir menn, sem eru ómyrkir í máli og halda fram rétti
sínum með málefnalegri baráttu, í uppreisnarhug.22
Á þessu má sjá að stúdentar voru ekki með öllu áhugalausir
um eigin málefni en þeir voru hins vegar ekki tilbúnir til
neinna aðgerða. Stúdentablaðið greindi frá þróun mála
erlendis23 en það kom í hlut þeirra sem henni kynntust að
eigin raun að bera byltinguna heim. Þannig er
upphaf ´68 róttækninnar oftast miðað við
töku íslenskra námsmanna á sendiráði
Íslands í Stokkhólmi vorið 1970.
Fram að þeim tíma hafði náms-
mannahreyfingin haldið sig á mottunni
en það voru íslenskir námsmenn erlendis
með SÍNE (Samband íslenskra stúdenta
erlendis) í broddi fylkingar sem riðu á vaðið
og innleiddu þá róttækni sem átti eftir að einkenna náms-
mannahreyfinguna næstu árin. Þröstur Ólafsson formaður
SÍNE hélt því fram í viðtali að taka sendiráðsins hafi haft
„geysimikla þýðingu“ til að ýta við yfirvöldum og hvetja stú-
denta til baráttu.24 Um sumarið ályktaði SÍNE um nauðsyn
óhlýðni gagnvart ósanngjörnum lögum. Í henni segir meðal
annars:
[Ó]lögleg innrás á skrifstofu er ekki nándar nærri eins
alvarlegt og menntamisrétti vegna efnahags; ólögleg
aðseta í byggingu er ekki eins alvarleg og þjóðarmorð
í stríði. [...] Þeir, sem taka þátt [í] almennri óhlýðni,
ættu að velja aðferðir, sem eru eins lausar við ofbeldi
og mögulegt er [...] Í rökræðum okkar um almenna
óhlýðni, megum við aldrei gleyma að við og ríkis-
valdið erum aðskilin hvað snertir hagsmuni [...].25
Þeir sem réðust inn í sendiráðið í Stokkhólmi kröfðust
þess að kjör námsmanna yrðu bætt auk þess sem hvatt var til
sósíalískrar byltingar. Menntaskólanemar fylgdu þessu
fordæmi eftir með því að yfirtaka menntamálaráðuneytið
heima á Íslandi. Nálægt hundrað ungmenni áttu hlut að máli
en af þeim voru einungis þrír háskólastúdentar. Talsmenn
vinstri manna við Háskólann héldu því fram að beita yrði
friðsamlegum meðulum við kröfugerðir.26
Meirihluti mennta- og háskólanema taldi sig til vin-
stri upp úr 1970. Kosningar til Stúdentaráðs urðu pólitískari
en áður hafði verið en vinstri menn komust þar loks til valda
1972. Þeir áttu eftir að halda völdum það sem eftir lifði ára-
tugarins en Vaka sem fékk iðulega um 45% atkvæða hélt uppi
Meirihluti mennta- og
háskólanema taldi sig til vinstri
upp úr 1970. Kosningar til
Stúdentaráðs urðu pólitískari en áður
hafði verið en vinstri menn
komust þar loks til valda 1972.
Hægri róttækni var líka til! Fyrir utan Ferðaskrisfstofu ríkisins.