Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 11
ungis í staðfestu afriti Jóns biskups
Arasonar, Ara Jónssonar og Þormóðs
Arasonar frá árinu 1543. En eins og gefur
að líta í inngangsorðum Lönguréttarbótar
breyttist hlutverk konungs að nokkru.
Velferð ríkisins varð ofar öðru; öfugt við
það sem áður tíðkaðist, þegar konungur
sat í fyrirrúmi:
vor skyllda krununnar vegna sem
þar eiga med logum vunder at vera
at huxa oc vita jslandz velferd
gagn oc nytte so goder nytsamliger
sider megi þar halldazt. enn
skadliger osider megi aullungis
afleggiazt.26
Ófriðar hafði gætt á Norðurlöndum um
þessar mundir og segja má, að
Langaréttarbót beri vott um viðleitni
konungs að halda uppi lögum og reglu í
landinu.27
Á ýmsu var tæpt í réttarbótinni:
spillingu, svikum, ránum, banni við að
halda útlæga menn, skora menn á hólm
eftir drykkju og innheimta skatta í
heimildarleysi. Ennfremur segir í 14.
grein: „lysum vier alla eingelska menn oc
irska sem til islandz sigla vtlæga oc frid-
lausa oc þeirra skip oc goz fyrirgiort sem
ecki hafa vort bref oc insigle fyrir sier oc i ollum stodum rett
tekna.“28
Siglingar enskra farmanna til landsins höfðu aukist
jafnt og þétt á fyrri hluta 15. aldar og deilur sprottið af. Taka
enskra skipa á Eyrarsundi 1447 var svar konungs við fram-
ferði Englendinga. Árið 1449 var gerður samningur milli
Hinriks VI Frakkakonungs og Englendinga og Kristjáns I um
Íslandssiglingar. Átti hann að gilda til ársins 1451. Með þess-
um samningi var enskum kaupmönnum heimilt að sigla til
Íslands gegn því að greiða skatt, sem hirðstjórum og
sýslumönnum bar að krefja þá um. Ákvæði samn-
ingsins þverbrutu Englendingar fljótlega
og sigldu leyfislaust til landsins.
Fór svo að árið 1453
bauð Krist-
ján I Ísl-
endingum að
standa gegn enskum og
skoskum farmönnum.29
Enn um sinn sigldu enskir
til landsins í trássi við
tilskipun konungs.
Ekki var aftur sest að
samningaborði fyrr en 1465 og
þá í Hamborg. Hamborgarar höfðu
hyllt Kristján I og óx þá konungi ás-
megin. Voru Hamborgarar
annálaðir í kaupsiglingum og
hvatti konungur þá til að hefja
siglingar til Íslands; þannig mætti
hnekkja verslunarveldi enskra á
landinu. Kristján I og Játvarður IV
Englandskonungur gerðu með sér friðarsamning í Hamborg. Í
honum voru enskar siglingar til Íslands enn sem fyrr skilyrtar.
Verslun við landið var leyfð gegn því að Eyrarsundstollurinn
væri greiddur. „Játvarður [...] staðfesti samningana, en slepp-
ti úr greininni um að Englendingar væru skyldir til þess að
gjalda Eyrarsundstollinn.“30 Ári seinna afturkallaði Kristján
konungur öll siglingaleyfi enskra kaupmanna, sem þrátt fyrir
bannið héldu áfram verslun við Ísland.31
Þegar hér kom sögu var Björn ríki hirðstjóri konungs
yfir öllu landinu. Birni rann blóð til skyldunnar og gekk hann
vasklega fram gegn „ólöglegri“ verslun
Englendinga. Í einni slíkri ferð á
Snæfellsnesi árið 1467, tóku enskir dug-
garar hraustlega á móti hirðstjóranum og
sveinaflokki hans, en svo segir í
Skarðsárannál:
Anno 1467. Sleginn í hel Björn bóndi hinn
ríki ef engelskum í Rifi og 7 hans menn. Haldinn
Þorleifur sonur hans og Ólöf hústrú, til þess hún leysti
hann. Þorleifur hefndi, og voru margir engelskir drep-
nir hér fyrir. Af þessu hlauzt fimm ára stríð milli
Danmerkur og Englands [...].32
Annars er margt á huldu um bardagann og þann eftirmála sem
honum fylgdi.33 „Ecki skal gráta Biörn bónda, heldr safna
lidi“34 átti Ólöf ríka hafa mælt er henni var fenginn bóndinn
sundur limaður frá Englendingum. Sögur herma, að enskir
hafi svívirt lík hirðstjóra og gert ýmsan óskunda annan, en
Ólöf hefnt manns síns grimmilega. Mælt er að hún tæki skip
og „færi siálf til storræda med Þorleifi oc væri í hríngabryniu
10
Magnús Magnússon
SAGNIR ‘ 98
Sögur herma, að
enskir hafi svívirt
lík hirðstjóra og gert
ýmsan óskunda annan,
en Ólöf hefnt manns
síns grimmilega.
Helstu ferðir Björns
Þorleifssonar og
fjölskyldu hans
?1450
Ferð til
Grænlands
1440-44
Herferðir gegn
Guðmundi Arasyni
1450-53
Situr um
Skálholt
1467
Berst
við enska
1459
Hnepptur í hald
af Skotum
1459
Kristján I biður Karl
IV um aðstoð til að fá
Björn lausan
1459
Kemst til Hafnar
og er sæmdur tign
hirðstjóra
1471
Árni Björnsson
fellur í orrustunni
við Brunkeberg
Hugmynd Sigurðar
Guðmundssonar málara
um skjaldarmerki Björns
Þorleifssonar