Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 6

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 6
5 Af hugmyndum Íslendinga um versnandi heim SAGNIR ‘ 98 UM TENGSL ÍSLANDSSÖGUNNAR VI‹ ÍSRAELSRÍKI HI‹ FORNA Ekki er ofmælt að Biblían sé það einstaka ritverk sem langmest áhrif hefur haft á menningu þess heimshluta er við byggjum. Í margar aldir mótaði hún nánast allan hugmyndaheim Vesturlanda. Og enn í dag leynast áhrif hennar á ýmsum sviðum mannlífsins utan trúarlífs; svo sem í siðferðismálum og víðar. Á bókmenntasviðinu hefur Biblían að sjálfsögðu skipað veglegan sess, þar sem augljósustu tengslin eru við trúarbókmenntirnar. Mér varð hugsað til þessara tengsla við lestur á heimsádeilukvæðunum. Mörg erindin hefðu næstum getað verið tekin upp úr spádómsritum Jesaja eða Jeremía. Bæði efni og stíll voru nánast eins. Þarna er komin athyglisverð samlíking þar sem skáldin á Íslandi samsvara spámönnum Ísraels. Og ég er ekki einn um að hafa komið auga á þessa líkingu. Í bók Jóns J. Aðils, Íslenskt þjóðerni, þar sem hann rekur sögu þjóðarinnar frá landnámi fram til loka 19. aldar, er eftirfarandi klausu að finna (190-191): Þegar Ísraelslýður forðum daga tók að villast út af sinni réttu braut og reikaði um í villu og andvaraleysi, þá vöktust jafnan upp hjá honum spámenn, sem leiddu þjóðina aftur inn á réttar brautir. Svo hefur oss öllum verið kent. En það er víðar en hjá Ísraelslýð að forsjónin hefur séð aumur á andvaralausri kynslóð og vakið upp spámenn til að framkvæma sinn vilja, eftir hverrar þjóðar eðli og ásigkomu- lagi. Þessir spámenn eru skáldin, - skáldin „af guðs náð“. Þau eru eins og hrópand- ans rödd í eyðimörkinni hjá tómlátri og andvaralausri kynslóð. Þau eru eins og eld- stólpinn, sem lýsir þjóðinni og vísar henni veg. Það sem ef til vill er athyglisverðast hér er að Jón er ekki að fjalla um trúarkveðskap heldur ættjarðarkveðskap. Bók hans, rituð í upphafi þessarar aldar, er lituð sterkri þjóðerniskennd. En saga þjóðarinnar, eins og hann rekur hana þar, er í meginatriðum samt sú hin sama og enn er almennt viðurkennd. Þessi samlíking á sögu Íslands við hið forna Ísrael væri vitaskuld lítils virði stæði hún stök. En sé málið kannað kemur annað í ljós. Við skulum nú rekja okkur í gegnum sögu Ísraels, eins og hún birtist í Gamla testamentinu, og bera hana saman við sögu okkar lands. Byrjum þá þar sem Ísraelsmenn flýja ofríki faraós, leggja undir sig fyrirheitna landið og stökkva burt þeim þjóðum sem fyrir voru; á okkar slóðum flýja landnáms- mennirnir ofríki Noregskonungs, leggja undir sig Ísland og stökkva burt Pöpunum. Í kjölfar landnámsins kemur svo gullöld Ísraels; uppbyggingartímar Davíðs og friðaröld Salómons sem samsvarar gullöld Íslendinga (en svo nefnir Jón J. Aðils einmitt bók sína um söguöldina okkar) og friðaröldina eftir kristnitöku. Síðan dynja ósköpin yfir. Vegna innbyrðis ósættis ættkvíslanna í Ísrael verður borgarastríð og landið klofnar í tvennt: Norðurríkið og Júdaríki. Bæði missa þau sjálfstæði sitt að miklu leyti til voldugra nágrannaríkja og Norðurríkið er svo lagt undir Asseríu. Á heimaslóðunum höfum við borgarastríð Sturlungaaldar þar sem valdaættir landsins berast á banaspjótum. Því lýkur með að landið fellur undir Noregskonung en þó höld- um við nokkru sjálfstæði. Júdaríki tórir eitthvað áfram, illa stjórnað yfirleitt og kóngar þess nánast lepp- ar Asseríukonungs. Það eru svo Babýlóníumenn sem endanlega sigra Júda, leggja Jerúsalem í rúst og flytja gyðinga til Babýlon. Hér á landi hrakar öllu og það eru Danir sem endanlega brjóta okkur á bak aftur með siðskiptunum og einveldistökunni. Við tekur útlegðin í „Babýlon við Eyrarsund“; versta niðurlægingarskeið þjóðar okkar. En í útlegðinni taka gyðingar að skrá og safna saman helgiritum sínum sem geyma hina sérstæðu menningu þeirra og sögu. Og hvað gerist í Kaupmannahöfn! Jú, jú. Árni Magnússon fer af stað. Að lokum gefur Kýrus konungur Persa út tilskipun um að gyðingar megi snúa aftur og byggja upp Jerúsalem á nýjan leik. Endurreisnarstarfið hefst með hvatningum spámannanna. Og Danakóngur gefur okkur stjórnarskrá og þjóðskáldin hvetja landsmenn til dáða. Þó vissulega megi reyna að útskýra þessa samsvörun með því að benda á líkar kringumstæður, þ. e. í báðum tilfellum er um að ræða baráttu smáþjóðar við að halda sjálfstæði sínu og sérstæðri menningu gagnvart voldugum nágrönnum, þá held ég að annað gæti búið hér að baki. Ég minntist á það hérna framar að áhrif Biblíunnar leyndust víða. Rétt eins og ég tel mig hafa sýnt fram á áhrif Íslendingasagna á söguskoðun þjóðarinnar, er það þá nokkuð ólíklegt að Biblían hafi þar líka átt hlut að máli? Það er nú engin tilviljun að við notum sama orðið yfir sagnfræði og bók- menntir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.