Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 76

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 76
til í fræðaheiminum þar. Árið 1911 kom út Kritiske under- sökar i Nordens historia omkring år 1000 eftir Lauritz Weibull. Sú bók hefur haft áhrif á sænsk sagnfræðirit allt fram á þennan dag en Weibull hafnar hvers kyns heimildagildi skáld- skapar. Harald Gustafsson virðist skrifa í þessum anda er hann gagnrýnir notkun Íslendingasagna í sagnfræði og þær ályktanir um samfélags- skipan sem út frá þeim eru dregnar. Afstaða hans í þjóð- ernisumræðunni helgast af þeirri skoðun að hann er andsnúinn notkun á orðinu „þjóð“ í umræðu um samfélög á 10. eða 11. öld. Þjóð, þjóðerni, þjóðríki og þjóð- ernisvitund séu seinni tíma fyrirbæri sem eru nátengd upphafi hugmyndastefna, þar með taldri sjálfri þjóðernisstefnunni. Ég vil ekki einskorða þessa umræðu við slíka orðanotkun. Mér finnst mikilvægt að við reynum að setja okkur í spor þeirra sem sátu á Lögbergi á 10. öld. Hver var þeirra tilfinning? Ég er þess fullviss að þriðja kynslóð Íslendinga frá landnámi leit á sig sem sérstaka heild. Í Sturlungu eru mörg dæmi þess að Íslendingar geri greinarmun á sér og Norðmönnum. Þetta skýrir af hverju þeir áttu svo auðvelt með stofnun Alþingis og annarra sambærilegra samkoma vítt og breitt um landið. Þetta samfélag kom með ákveðin viðmið um rétt og rangt frá gömlu heim- kynnum sínum. Oft er sagt í mannfræði að það ástand sem íslensku landnemarnir bjuggu við, bjóði upp á los á slíkum reglum. Greinilegt er að margir höfðu samt verið með þetta á hreinu og því er þessi regla ekki algild. Þeir vissu líka hvað þeir vildu forðast. Ein helsta hvötin fyrir fólks- flutningum til Íslands var án efa sókn í landrými. En það var ekki bara plássleysi í Noregi. Við skul- um átta okkur á því að þetta var tími árekstra milli konungs og höfðingja, forn vensl milli þeirra voru að taka á sig nýja mynd. Bændum var meinilla við að þurfa borga skatta. Því er skiljanlegt hve mikil áhersla var lögð á valddreifingu í sam- félagssáttmálanum. Hér átti að forðast lagskipt þjóðfélag sem bauð upp á skattpíningu og hvers kyns átroðslur yfirvalds. Þessi viðleitni skapaði samfélaginu skýra sérstöðu frá Noregi þar sem konungsvaldið var að eflast. Hér var markvist stefnt að annarri samfélagsskipan og því held ég að óhætt sé að segja að mörkuð hafi verið upphafsspor nýs samfélags. Finnst þér sagnfræði hafa meiri þýðingu á Íslandi en annars staðar? Já, hún er mjög mikilvæg hér. Ég hef það sterklega á til- finningunni að hlutfallslega fleiri læri og hugsi um fortíðina hér en í öðrum löndum. Ég hef oft dáðst að því hve íslenska fræðimannasamfélagið er auðugt og fjölbreytt - allur sá fjöldi sem tók þátt í Söguþinginu 1997 er til marks um það. Í Bandaríkjunum er háskólasamfélagið lokaðra þó það hafi mun alþjóðlegra yfirbragð en hér. Til að mynda eru áhrif inn- flytjenda af asískum uppruna orðin svo sterk heima fyrir að meiri áhersla er lögð á kennslu í asískum fræðum en norr- ænum. Þetta er ekkert skrítið því auðveldara er að afla fjár- magns frá sjálfstæðum aðilum úr þeirri átt. Það kemur mér einnig á óvart hversu margir nemendur stunda sagnfræðinám á Íslandi og gaman væri að grípa í kennslu hér þegar tækifæri gefst. Sagan stendur almenningi nær hér og fólk af öllum stéttum tekur þátt í umræðu um hana. Því eiga Íslendingar kannski auðvelt með að deila um sögu eins og ef til vill kom í ljós með þáttunum „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins.“ Nú eru sumir ósammála þinni stefnu í sagnfræði. Áttu oft í deilum við aðra fræðimenn, til að mynda á prenti? Yfirleitt reyni ég að komast hjá slíkum deilum, meira nú en áður fyrr - hef satt best að segja margt þarfara við tímann minn að gera. Ég hef til dæmis lítið skipt mér af þeim hjaðningavígum sem vilja einkenna umræðu um póst- módernisma. Ég verð þó að viðurkenna að ég er ekki svo viss um að sú stefna hafi merkt framlag að færa inn í heim sagn- fræðinnar. Gagnrýnin umræða er annars öflug á Íslandi. Ég finn fyrir því að huga þarf mjög vel að því sem sett er á prent. Hefurðu átt gott samstarf við Íslendinga í fræðigreininni? Samvinna er mjög mikilvæg í sagnfræði. Öllum er hollt að kunna að taka gagnrýni en margir líta of stórt á sig. Ég reyni SAGNIR ‘ 9875 Jesse Byock Mér finnst mikilvægt að við reynum að setja okkur í spor þeirra sem sátu á Lögbergi á 10. öld. Hver var þeirra tilfinning? Ég er þess fullviss að þriðja kynslóð Íslendinga frá landnámi leit á sig sem sérstaka heild. Kjölur á japanskri útgáfu Feud.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.