Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 51

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 51
SAGNIR ‘ 98 50 19 18 - 1 99 8 Þessi ágreiningur kemur aftur í ljós í ítrekunarbréfi borgar- stjóra frá 28. apríl árið 1942, sem beint var til fjárlaganefndar Alþingis, en hún fjallaði þá dagana um málið. Um það leyti var framkvæmdum á Höfðaborg nær lokið, en hvergi hafði bólað á fjárhagsstuðningi úr ríkissjóði og taldi borgarstjóri í því sambandi: óþarfi að fjölyrða frekar, að bæjarfélaginu [...] [væri] bersýnilega ofætlun að taka eitt á sig, að greiða ófyrirséð umræddar 1610 þúsundir króna [sem byggingarkostnaður Höfðaborgar var þá kominn upp í], þó að ríki og bæ myndi eigi ofætlun að skifta þeim á milli sín.17 Það kom svo á daginn að allar umleitanir borgar- stjóra um að ríki og bær skiptu á milli sín byggingarkostnaði Höfðaborgar urðu til einskis. Hvergi getur um hlutdeild ríkis- ins í fjárhagsuppgjörum.18 Margar ástæður gætu hafa legið að baki þessa ágrein- ings. Um þetta leyti tókust stjórnarflokkar á um lögbindingu kaupgjalds og um breytingu á kjördæmaskiptingu landsins. Í kjölfarið hrikti í stoðum ríkisstjórnarinnar og stjórnarkreppa var í uppsiglingu, sem leiddi svo að lokum til myndunar utanþingsstjórnar undir forsæti Björns Þórðarsonar. Það er því mögulegt að stjórnarkreppa ársins 1942 og myndun utanþingsstjórnar sama ár hafi dregið úr vilja og getu ríkis- valdsins til þess að láta til sín taka í húsnæðismálum höfuðstaðarins. Óljós verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga í hlutdeild að byggingarkostnaði í kaupstöðum og kauptúnum landsins, mun hafa ráðið einna mestu um þennan skoðanamun. Borgarstjóri taldi að lög um verkamannabústaði frá 4. áratugnum legðu þær skyldur á herðar ríkisins að taka þátt í byggingu bráðabirgðahúsnæðis við Höfða. En séð frá bæjardyrum ríkisvaldsins munu lögin hafa verið túlkuð á allt annan hátt og þrengri. Framlög ríkis miðuðust einungis við uppbyggingu á verkamannabústöðum en ekki byggingu bráðabirgðahús- næðis eins og Höfðaborgar. Í þessu sambandi má til gamans geta að í bréfi Stefáns Jóhanns Stefánssonar, félagsmálaráðherra, til bæjaryfirvalda dagsettu þann 3. júní 1948 gætti samskonar ágreinings. Þar var deilt um hlutdeild ríkissjóðs í kostnaði á bæjaríbúðum, félagsmálaráðherra taldi að framkvæmdir bæjarins við svokölluð Lönguhlíðar/Miklubrautarhús sam- ræmdust ekki lögum frá árinu 1946, sem kváðu á um stuðning ríkissjóðs til að útrýma heilsuspillandi húsnæði í bænum.19 Hvað sem öllum ágreiningi leið milli bæjaryfirvalda og ríkis, kom fljótlega fram gagnrýni á framkvæmd mála eftir að íbúðahúsin við Höfða höfðu verið tekin í notkun. Magnús V. Jóhannesson, húsnæðisráðunautur borgarinnar og einn af frumherjum íslenskrar verkalýðshreyfingar, gagn- rýndi mjög byggingaframkvæmdirnar. Hann taldi illa að þeim staðið, „þar eð húsin [... voru] byggð að vetri til í vondri tíð, úr lélegu efni, vinnan miður vönduð, undirstaðan lélegar spítur, reknar niður í [...] mýri, húsin grunnlaus, en mold mokað upp að þeim að utan.“20 Viðhaldskostnaður íbúðahúsanna kæmi því til með að verða nokkuð hár og þær leigutekjur sem bærinn fengi af Höfðaborg stæðu varla undir honum að mati Magnúsar. Hann taldi réttast að selja íbúum Höfðaborgar íbúðirnar á kostnaðarverði, þar sem viðhalds- kostnaður „yrði minni á eigin eign en leiguíbúð.“21 Skoðun Magnúsar á lausn húsnæðisvandans kemur hér skýrt fram: Afstaða hins bjargálna bónda sem mat framar öllu sitt eigið sjálfstæði og frelsi undan duttlungum annarra. Ennfremur taldi hann, ekki sjálfsagt, að bærinn byggi íbúðarhús, þó húsnæðisvandræði séu. Hann getur eins vel hjálpað þeim efnaminni með aðstoð á einhvern hátt, svo þeir geti sjálfir með tómstundavinnu sinni, dugnaði, ráðdeild og framsýni komið upp húsum sínum. Það mun verða báðum blessunarríkast. En þó bærinn byggði slík íbúðarhús, er ekki sjálf- sagt að hann eigi þau og leigi. Ég er þeirrar skoðunar, að bærinn ætti ekki að byggja hús til að leigja þau til íbúðar. [...] Ég hygg að bæjarsjóður hafi á sínum tíma getað selt íbúðirnar í Höfðaborg þeim, sem fengu þær, að undanteknum örfáum fjölskyldum, sem voru fyrir handbendi bæjarsjóðs. Slíkt hefði verið hyggileg ráðstöfun [...].22 Hugsjón aldamótakynslóðarinnar, sem Magnús V. Jóhannesson óneitanlega tilheyrði, að bóndi væri bústólpi og bú væri landstólpi kemur á óbeinan hátt fram í hugleiðingu hans um Höfðaborg hér að framan. „Malaralþýðan“ skyldi ekki slíta hin fornu tengsl við heim sveitarinnar, heldur ná með dugnaði, ráðdeild og framsýni hins hagsýna bónda að koma sér upp eigin húsnæði. Að ýta undir að bærinn byggði leiguíbúðir og gerði þar með stóran hluta alþýðu manna að „leiguþýi“ dræpi í dróma alla sjálfstæðishvöt og dugnað. Að mati Magnúsar væri þar með komið í veg fyrir að „[h]úsnæðisleysingjarnir yrðu fasteignaeigendur, sem bera skattabyrðarnar.“23 Magnús V. Jóhannesson átti einnig líkt og Ólafur Friðriksson og Jón Baldvinsson rætur sínar að rekja til hinnar ungu íslensku jafnaðarmannahreyfingar.24 Hann aðhylltist hina svokölluðu „varðveislustefnu“ og vildi tryggja alþýðu manna öruggari tilveru og sjálfstæði til jafns á við hinn bjargálna bónda sveitasamfélagsins. Hann var í skoðunum sínum og hugmyndum með annan fótinn niðurnjörvaðan í Jón Ingvar Kjaran Það er því mögulegt að stjórnarkreppa ársins 1942 og myndun utanþingsstjórnar sama ár hafi dregið úr vilja og getu ríkisvaldsins til þess að láta til sín taka í húsnæðismálum Þjóðstjórnin. Frá vinstri: Sveinn Björnsson ríkisstjóri, Vigfús Einarsson ríkisráðsritari, Eysteinn Jónsson, Ólafur Thors, Hermann Jónasson, Stefán Jóhann Stefánsson og Jakob Möller.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.