Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 34

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 34
SAGNIR ‘ 9833 hafi nokkru sinni verið ástæða til að draga fána Íslands í hálfa stöng, þá var það á þeim degi er landsstjórn Íslands varð að leysa það þunga skylduverk af hendi að gera þessi kjör landslýðnum kunnug.22 SAMANBURðUR VIð AðRAR LÁNTÖKUR Til að reyna að meta það hversu slæm lánskjörin voru í raun og veru, verður að bera þau saman við aðrar lántökur á svipuðum tíma. Það leg- gur Magnús Guðmunds- son fjármálaráðherra áher- slu á, þegar hann leggur fram frumvarp sitt til fjár- laga fyrir árið 1923 á þing- inu 1922, en þar segir m.a. um enska lánið: En þá er að athuga lánskjörin, og þegar um þau er dæmt, verður að hafa í huga fjármálaástandið í heiminum yfirleitt. Þegar erfitt er um fje og vextir háir, getur einginn búist við kjörum, er þola saman- burð við lánskjör góðu áranna. Ef þetta lán er með harðari kjörum en önnur lán, tekin um svipað leyti af áþekkum lántakanda, er ástæða til að vera óánægður, en annars ekki.23 Til sönnunar um að ríkisstjórnin hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til að fá betri lánskjör las Magnús upp bréf frá bankastjóra British & North European Bank í London til Ludvigs Kaaber bankastjóra Landsbankans sem var ásamt sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn á vegum stjórnarinnar í London. Í bréfinu fjallaði bankastjórinn um hina fyrirhuguðu lántöku og sagði m.a.: Með því að jeg nú hefi fengið að vita, að til mála hefir komið að taka lán þetta í Skotlandi með aðstoð hins nafnkunna firma Helbert, Wagg & Co. Ltd., þannig, að Íslandi fái 84 af hundraði hverju með 7% vöxtum til 30 ára og uppsegjanlegt eftir 13 ár, hlýt jeg í samráði við bestu sjerfræðinga okkar að ráða yður til að taka þessum skilmálum, með tilliti til hinna erfiðu ástæðna, sem nú eru alstaðar, og að athuguðum öllum kringumstæðum.24 Ennfremur vitnaði bankastjórinn í bréfi sínu til þess að Noregur hafi þá nýlega fengið lán í Englandi þar sem afföll hafi verið 17% og vextir 6% og bætir því einnig við að Noregur hafi jafnan verið meðal þeirra landa sem hvað best kjör hafa fengið í Englandi. Magnús Guðmundsson nefndi einnig sem dæmi að Danir hafi nýlega tekið 30 milljón dollara lán til 20 ára með svipuðum afföllum og enska lánið, og einnig að Indland hafi þurft að sætta sig við sömu vaxtakjör og við á svipuðum tíma og enska lánið var tekið.25 Á sama tíma og var verið að afla lánsins í Englandi lánaði enskur banki héraði í Nýja Sjálandi 750.000 sterlings- pund með ríkisábyrgð á 6% vöxtum og voru afföllin á þessu láni mun lægri en enska lánið, eða einungis 4%. Það verður að vísu að hafa það í huga að hér er ekki lagt mat á það hver- su ólíkt Nýja Sjáland er Íslandi og þar af leiðandi á þær mis- jöfnu aðstæður sem sennilega hafa ríkt í löndunum tveimur. Sem og þá staðreynd að Nýja Sjáland er Samveldisland, eins og reyndar Indland var líka, og hafði því væntanlega notið meira trausts en ella.26 Einnig má nefna lán sem Landsbanki Íslands tók í ársbyrjun 1924 í London. Lánsupphæðin var að vísu nokkuð lægri en lánið frá 1921, eða 200 þúsund sterlingspund sem ríkið gekk í ábyrgð fyrir. Það verður að segjast að þetta lán var með mun betri kjörum en enska lánið, afföllin voru 6% og vextir 6,5%. Lánið var með jöfnum afborgunum til 20 ára og að 10 árum liðnum frá lántöku var heimilt að greiða það upp í einu lagi með 6 mánaða fyrirvara.27 Þó ber að hafa það í huga að þegar þetta lán var tekið voru horfurnar allt aðrar í efnahagsmálum landsins og þar sem að vextir eru háðir verðbreytingum og Íslenskt fullveldi í 80 ár „Neyðin er enginn kaupmaður“ Á sama tíma og var verið að afla lánsins í Englandi lánaði enskur banki héraði í Nýja Sjálandi 750.000 sterlingspund með ríkis- ábyrgð á 6% vöxtum og voru afföllin á þessu láni mun lægri en enska lánið, eða einungis 4%. Titilsíða af enska láninu. Inni í örkinni eru skilmálar tíundaðir og listi af svo kölluðum vaxtamiðum sem átti að láta af hendi við greiðslu afborgana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.