Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 40

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 40
39 Gas- og kolaeldavélar voru í yfirgnæfandi meirihluta eldhúsa og í árslok 1936 voru einungis 290 rafmagnseldavélar í bænum, en íbúðir voru 7.085 talsins.7 Elliðaárstöðin gegndi því vart öðru hlutverki en að sjá bæjarbúum fyrir rafmagni til lýsingar. Þegar kom að því að leita nýrra virkjunarkosta lá í augum uppi hvar bera skyldi niður. Sogið, frárennsli Þing- vallavatns, var frábærlega vel fallið til orkuöflunar vegna hins mikla og jafna streymis úr vatninu. Slíkar hugmyndir höfðu raunar fyrst verið kynntar í lok síðustu aldar og árið 1906 hafði Halldór Guðmundsson raffræðingur ritað um kosti þess að nýta Sogið til rafmagnsframleiðslu, þó óhætt sé að fullyrða að það hefði verið fjárhagslega og tæknilega óframkvæman- legt á þeim tíma. Síðar urðu slík áform pólitískt bitbein á Alþingi og leiddi það m.a. til setningar Vatnalaganna árið 1923.8 Það var loks í desember árið 1927 að bæjaryfirvöld tóku að hreyfa við málinu fyrir alvöru. Fengnir voru norskir ráðgjafar til að leggja mat á hverjar rekstrarforsendur Sogsvirkjunar þyrftu að vera miðað við allt að 12.000 kW virkjun. Var niðurstaða þeirra sú að 7-9.000 kW stöð með um átta milljón króna stofnkostnað gæti borið sig, væri miðað við 30.000 manna bæjarfélag.9 Var ljóst að miðað við íbúaþróun Reykjavíkur liði ekki á löngu uns því marki yrði náð. Til samanburðar við kostnaðaráætlunina má geta að árið 1927 voru rekstrarútgjöld Reykjavíkurbæjar rétt rúmar 1,6 milljónir króna.10 Á grundvelli niðurstöðu norsku ráðunautanna var rafmagnsstjóranum, Steingrími Jónssyni, falið að vinna að áætlun um virkjunina og útboðsgögn send átta fyrirtækjum snemma árs 1930. Jafnframt var þess farið á leit við viðkomandi fyrirtæki að þau öfluðu lánsfjár til framkvæmdanna.11 LÁNSTRAUST REYKJAVÍKURBÆJAR Bæjaryfirvöldum, með Knud Zimsen borgarstjóra og Steingrím Jónsson rafmagnsstjóra í broddi fylkingar, mátti frá upphafi vera ljóst að fjármögnun svo stórrar framkvæmdar sem Sogsvirkjunar yrði miklum erfiðleikum háð. Engin íslensk bankastofnun gæti staðið undir jafn háum útlánum og þyrfti til verksins og yrði bærinn því að leita hófanna á erlend- um lánamarkaði. Ísland var á hinn bóginn ekkert sérstaklega fýsilegur kostur fyrir lánardrottna. Veður voru válynd í efna- hagsmálum landsmanna. Kreppan mikla breiddist út um heimsbyggðina eins og eldur í sinu. Nágrannaríkið Nýfund- naland rambaði á barmi gjaldþrots. Og síðast en ekki síst var allt á huldu um hver yrðu afdrif Íslandsbanka, en jafnvel var talið að erlendir aðilar myndu tapa miklu fé við fyrirsjáanlegt gjaldþrot hans.12 Það var síst til að bæta lánstraust bæjarins að undanfar- na tvo áratugi hafði mikil framkvæmdagleði einkennt stjórn Reykjavíkur. Vatnsveita, vegagerð, gasstöð, holræsakerfi, rafstöð við Elliðaár með tilheyrandi dreifikerfi og Reykjavíkurhöfn - allt hafði þetta kostað drjúgan skilding og að verulegu leyti verið fjármagnað með lánum. Sumar framkvæmdirnar, s.s. gasstöðin höfðu verið fjármagnaðar innanlands.13 En oftar hafði bærinn þurft að leita á náðir erlendra lánardrottna. Var svo komið í árslok 1934 að erlend- ar skuldir Reykjavíkurbæjar og fyrirtækja í hans eigu námu u.þ.b. 4,1 milljón króna og voru þær allar fengnar frá dönsk- um aðilum.14 Í ljósi þessara ytri aðstæðna, skuldastöðu Reykjavíkur og smæðar hennar, mátti teljast ósennilegt að unnt yrði að afla erlendra lána án þess að ríkisábyrgð kæmi til og skipti þá engu þótt útreikningar erlendu sérfræðinganna sýndu að virkjunin væri arðbær fjár- festing. Staðan í stjórnmálunum var hins vegar með því móti að á brattann var að sækja við að afla slíkrar ábyrgðar. Ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar sat við stjórnvölinn og er óhætt að fullyrða að litlir kærleikar hafi ríkt milli meiri- hluta sjálfstæðismanna í borginni og leiðtoga Framsóknarflokksins, Tryggva og Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Höfðu þeir síðarnefndu lítinn hug á því að koma pólitískum andstæðingum sínum til hjálpar og stuðla þannig að enn frekari efnalegum framförum í höfuðvígi íhaldsins. Auk pólitískra markmiða réðu tvenn meginsjónarmið andstöðu framsóknarmanna í málinu. Eins og fram hafði komið í deilunum um Íslandsbanka nokkru fyrr, var flokkurinn fremur andsnúinn erlendu fjármagni og áhrifum útlendinga á íslenskt atvinnulíf. Byggðist þetta viðhorf einkum á þjóðernissinnuðum sjónarmiðum sem voru arfur frá s j á l f s t æ ð i s b a r á t t u n n i . 1 5 Jafnframt töldu framsóknarmenn að slík ríkisábyrgð gæti skert verulega lánstraust ríkissjóðs, a.m.k. til skemmri tíma litið. Sogsvirkjun Íslenskt fullveldi í 80 ár SAGNIR ‘ 98 SOGSVIRKJUN Í SMÍðUM Ísland var á hinn bóginn ekkert sérstaklega fýsilegur kostur fyrir lánardrottna. Veður voru válynd í efnahagsmálum landsmanna. Kreppan mikla breiddist út um heims- byggðina eins og eldur í sinu. Nágrannaríkið Nýfundnaland rambaði á barmi gjaldþrots. Ljósafoss áður en virkjunarframkvæmdir hófust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.