Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 9

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 9
Flestir kannast við örlög Björns Þorleifssonar ríka. Hann var á tímabili voldugur auðmaður, er fór tíðum um rænandi og ruplandi. Á sama tíma og þessu fór fram var konungsvald óðum að styrkjast á Íslandi eftir áratuga- langt ofríki Englendinga. Hvernig fór þetta tvennt saman?1 FYRSTU ÁRIN Um æsku Björns ríka er lítið vitað. Talið er að hann hafi fæðst í Vatnsfirði árið 1408. Ólst hann að mestu upp þar.2 Björn var sonur Þorleifs Árnasonar sýslumanns að Auðbrekku í Hörgárdal og Kristínar Björnsdóttur, Jórsalafara Einarssonar. Af systkinum Björns var Einar hirðstjóri þekkt- astur.3 Björn eignaðist launbörn áður en hann kvongaðist Ólöfu Loftsdóttur. Þau voru: Jón danur, Þóra kona Guðna sýslumanns Jónssonar á Kirkjubóli og Þuríður, sem varð kona Narfa Þorvaldssonar á Narfeyri í Skógarstrandarhreppi á Snæfellsnesi.4 Í Sýslumannaæfum segir að brúðkaup Björns og Ólafar hafi farið fram um 1428.5 Kaupmáli Björns er glataður og því ekki vitað nákvæmlega hvenær hann var gerður. Líklegra er þó að þau hafi gifst nokkrum árum seinna, eða stuttu eftir andlát föður Ólafar, Lofts Guttormssonar sem lést 1432. Loftur ríki, skáld og hirðstjóri á Möðruvöllum í Eyjafirði, var vell- auðugur. Hann erfði stórfé eftir Pláguna 1402 - 1404.6 Kom því saman geysilegur auður er Björn og Ólöf gengu í eina sæng. Árið 1433 hlaut Björn bændaeignina í Vatnsfirði að gjöf frá ömmu sinni, Solveigu Þorsteinsdóttur. Má telja þann atburð að einhverju leyti undirbúning að væntanlegu kvon- fangi hans, ekki átti Björn að ganga eignalítill í hjónabandið. Ólöf þótti sterkefnuð og því efalítið ágætastur kvenkostur. Þetta gaf Arnóri Sigurjónssyni ástæðu til heilabrota um mann- gildið, „auðvitað væri það vandmetnara en arfurinn.“7 Björn og Ólöf bjuggu á Skarði á Skarðströnd, en þá jörð hlaut hún í arf frá föður sínum. Var jarðeignin í þann tíð talin vera höfuðsetur „sjálfstektarhöfðingjanna“ á Íslandi.8 Þessi nafngift Björns Þorsteinssonar á bæ þeirra hjóna er viðeigandi því auðsældina mátti að nokkru rekja til ætta beggja og sumpart til fégirndar og ásælni. Börn Ólafar og Björns voru þau Þorleifur hirðstjóri, Solveig, Einar og Árni hermaður. Hjónin voru fjárgæslumenn miklir, enda létu þau eftir sig meiri auð en dæmi eru til um á Íslandi. Urðu því börn þeirra stórauðug;9 og afkomendur þeirra, Páll og Solveig á Skarði, létu eftir sig auð fjár. GUðMUNDAREIGNIR Á 15. öld kölluðust æðstu embættismenn konungs á Íslandi, hirðstjórar. Þeir voru oftast tveir, en stundum einn og jafnvel fjórir. Bogi Benediktsson taldi líklegt að Björn ríki hafi snemma gegnt stöðu hirðstjóra í Dalasýslu og stærstum hluta Vestfjarða.10 Fyrir því eru þó engar heimildir. Fátt segir af afrekum Björns fyrr en hann, ásamt bróður sínum Einari, hóf að deila við Guðmund ríka Arason um miðja 15. öld. Guðmundur var mágur þeirra bræðra, kvænt- 8 Sagnir 19 (1998) SAGNIR ‘ 98 Magnús Magnússon: ”Róstugt var á Rifi flá ríki Björn flar dó” Af Birni Þorleifssyni ríka Fátt segir af afrekum Björns fyrr en hann, ásamt bróður sínum Einari, hóf að deila við Guðmund ríka Arason um miðja 15. öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.