Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 32

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 32
SAGNIR ‘ 9831 „Neyðin er enginn kaupmaður“ landi varð hver einasta tegund íslenskra afurða fyrir miklu verðfalli og sem dæmi féll verð á saltfiski á Spáni á stuttum tíma um 30-40%. Það bætti síðan ekki ástandið að sumir kaupsýslumenn höfðu safnað að sér miklu magni afurða og voru ekki tilbúnir að taka hið mikla tap á sig og héldu því að sér höndum. Það varð til þess að verðið lækkaði meira ef eitt- hvað var og einnig skemmdist töluverður hluti afurðanna.6 Gott dæmi um þetta var ,,krakkið mikla“ árið 1919, þegar verð á síldarafurðum snarféll. Halldór Kiljan Laxness lýsir ástand- inu sem þá var í Kaupmannahöfn vel í bók sinni Guðsgjafaþulu: ,,Mér hefur oft runnið það til rifja,“ skrifaði mér einusinni gamall danskur kaupsýslumaður vinur minn, ,, að horfa uppá hin miklu auðæfi sem flutt hafa verið af Íslandi híngað til Kaupmanna- hafnar verða að aungvu hér á hafnar- bakkanum.“ […] Þeir virtust vera að tefla blindskák sér til skemtunar um auðæfi Íslands. Þegar komið var frammá sumar var þessari dýrmætu vöru og einhverju mesta lostæti heimsins, djúpvíkursíldinni, ekið burt á stórum prömmum á kostnað eigenda, og sökt niðrí Eyrarsund. Semsé gull Íslands, íslandssíldin fræga, aflinn frá því í fyrra, lá þetta vor (1920) einsog fyrri daginn ýmist í háum hlöðum undir berum himni og þránaði í sólinni ellegar í djúpum kjöllurum þar sem ríkti slík for- ógnar pest að ekki var gerlegt að fara þángað öðruvísi en hafa með sér öndunarsölt eða setja upp gasgrímu.7 Það má með sanni segja að hér hafi skynsemin orðið heimaskítsmát og það bætti heldur ekki ástand mála sú þróun sem varð þegar ríki heimsins tóku upp verndartolla til að reyna rétta við viðskiptakjör sín, og draga úr innflutningi. Þetta hafði einkum slæm áhrif á kjötútflutning okkar til Noregs og saltfiskútflutning til Spánar. Þessi þróun hafði mikil áhrif á afkomu bankanna og þá sérstaklega Íslands- banka. Enda átti hann, m.a. vegna áðurnefndra fjárfestinga, tæplega 20 milljónir króna útistandandi hjá útgerðar- og fisksölufyrirtækjum árið 1920 og var það u.þ.b helmingur af útlánum bankans.8 Einnig hafði stefnan í gengismálum mjög slæm áhrif á afkomu Íslandsbanka, en allt fram til ársins 1921 var gengi íslensku krónunnar haldið jafnt þeirri dönsku, þrátt fyrir að verðbólga hér á landi hafi verið mun meiri en í Danmörku. T.a.m. hækkaði vísitala fram- færslukostnaðar um 150% hér á landi á árunum 1914- 17, en einungis um 50% í Danmörku. Þetta varð til þess að mun meira af gjaldeyrinum fór fram hjá bankanum þannig að hann varð í auknum mæli að treysta á erlenda lánardrottna til að geta sinnt yfir- færslum sínum.9 En honum bar einnig skylda samkvæmt lögum til að yfirfæra fé fyrir Landsbankann honum að kostnaðarlausu. Allir þessir erfiðleikar urðu smám saman til þess að bankinn komst í þrot síðla árs 1920. Vegna skuldastöðu hans neitaði Privatbankinn í Kaupmannahöfn að skipta 5 milljón króna ávísun og sinna öðrum gjaldeyrisyfirfærslum fyrir hann. Það varð til þess að allar gjaldeyrisyfirfærslur landsins stöðvuðust um margra mánaða skeið. Bankinn missti traust viðskiptavina sinna og almenningur kenndi honum um það hversu illa væri komið í efnahagsmálum landsins, og því haldið fram að hann væri ekkert annað en útibú frá Privatbankanum.10 Sem dæmi um minnkandi vinsældir bankans má nefna tæplega 5 milljón króna lækkun á innlánum bankans á árinu 1920, en í lok árs 1919 var staða innlána hjá honum rúmar 12 milljónir króna, en þann 31. desember árið eftir var hún einungis tæpar 7,4 milljónir króna.11 Bankaráðið hafði skiljanlega miklar áhyggjur af þessari þróun og má sjá það m.a. af því að þann 6. júní 1920 samþykkti það að hinir alþingiskjörnu full- trúar þess athugi þær árásir sem á bankann hafa komið sem og starfssemi hans.12 En þessar minnkandi vinsældir bankans tengdust líka því að flokkaskipun heimastjórnatímans var að riðlast og ný öfl að koma til sögu. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru frá upphafi (1916) í mikilli andstöðu við bankann, þar sem þeir lögðu annars vegar áherslu á ríkisrekstur og hins vegar á samvinnurekstur. Eðlilegast væri að fjármálastofnanir væru í eigu landsmanna sjálfra. Baráttu sína gegn bankanum fléttuðu þeir inn í sjálfstæðisbaráttuna og nýttu sér þar hina sterku þjóðernistilfinningu landsmanna.13 LÁNSKJÖR OG RÍKISÁBYRGð Í beinu framhaldi af þessari kreppu sem herjaði á landsmenn lagði Bjarni Jónsson frá Vogi fram frumvarp í lok þingsins árið 1921 sem heimilaði ríkisstjórninni að taka lán fyrir hönd ríkissjóðs. Eftir meðferð þingsins voru eftirfarandi lög samþykkt, og tóku þau gildi 27. júní 1921: Stjórninni er heimilt að taka fyrir hönd ríkissjóðs það eða þau lán, sem nauðsyn er á til að greiða úr peningakreppu þeirri, sem nú er í landi, og, ef til kemur, til að kaupa hluti í Íslandsbanka.14 Íslenskt fullveldi í 80 ár Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru frá upphafi (1916) í mikilli andstöðu við bankann, þar sem þeir lögðu annars vegar áherslu á ríkisrekstur og hins vegar á samvinnurekstur. Íslandsbankahúsið um 1920. Skjaldarmerki Íslands frá 1903 og síðar einkennis- merki Íslandsbanka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.