Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 62

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 62
SAGNIR ‘ 9861 Ímyndunaraflið til valda Íslenskt fullveldi í 80 ár það einkenndist af viðleitni Bandaríkjanna til að hefta útbreiðslu kommúnismans voru dregnar í efa. Hrottalegar myndir af þessu fyrsta sjónvarpsstríði sögunnar fengu ungt fólk til að sjá samsvörun milli þess óréttláta þjóðfélags sem það taldi sig búa í og því harðræði sem það ásakaði Bandaríkin að beita heilli þjóð.3 Þegar mótmælin gegn Víetnamstríðinu hófust af full- um krafti á síðari hluta sjöunda áratugarins fóru stúdentar Evrópu að taka við sér. Þeir urðu fyrir áhrifum frá hræringunum Vestanhafs og tileinkuðu sér ýmsar baráttu- aðferðir stúdenta í Bandaríkjunum. Mest urðu mótmælin í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu. Árið 1967 urðu mikil mót- mæli í Vestur-Berlín vegna komu Íranskeisara. Óánægja hafði verið ríkjandi meðal stúdenta vegna stjórnarinnar í Bonn auk þess sem Víetnamstríðið var óvinsælt. Í brýnu sló milli stúdenta og lögreglu sem leiddi til þess að einn stúdent lét lífið. Sá atburður sem og ófrægingarherferð helstu blaða Þýskalands leiddi til enn fjölmennari mót- mæla.4 Slæmt ástand í háskólum Evrópu leiddi til víðtækari mótmæla heldur en í Bandaríkjunum. Mikil fjölgun nemenda skapaði örtröð sem aftur varð til þess að meiri fjarlægð myndaðist milli þeirra og kennara. Þar að auki var skólakerfið mjög íhaldssamt og byggði í raun á alræði prófessoranna. Stúdentar kröfðust fjölgunar háskóla og fjölbreyttara náms- efnis. Einnig var það gagnrýnt að háskólarnir byggju nemendur ekki nægjanlega vel undir lífið. Stúdentar kröfðust þess að háskólarnir tækju mið af samfélaginu með því til dæmis að bjóða upp á kennslu í félagsfræði. Þessar kröf- ur tóku raunar þegar að heyrast í byrjun sjöunda áratugarins. Til uppþota hafði fyrst komið í Ítalíu 1965 sem náði síðan hámarki í Frakklandi 1968 eins og tíundað var í upphafi.5 PARÍS 1968 Stúdentar voru farnir að líta á sig sem alþjóð- lega hreyfingu þegar atburðarásin náði hámarki í París 1968. Þeir litu svo á að allir einstakir þættir samfélagsins tengdust þjóðskipulaginu. Á þann hátt gátu þeir séð samsvörun á milli forstok- kaðra háskóla og stríðsins í Víetnam.6 Hvort tveggja var til komið vegna hins fjandsamlega þjóðskipulags sem auðvaldið drottnaði yfir. Samkvæmt því réðu peningaleg sjónarmið ferð- inni. Rekja má atburðarásina frá 22. mars þegar hópur stúdenta yfirtók skrif- stofur háskólans í Nanterre í úthverfi Parísar. Baráttan var rétt að hefjast enda var þess skammt að bíða að gripið yrði til aðgerða á nýjan leik. Þegar háskólanum í Nanterre var lokað 2. maí var röðin komin að Sorbonne. Með Daniel Cohn- Bendit í broddi fylkingar átti að endurtaka leikinn við þann fornfræga háskóla. Þegar hér var komið sögu greip lögreglan þegar inn í atburðarásina og fjar- lægði stúdentana með harðri hendi. Með þessum aðgerðum hófust hinar eiginlegu stúdentaóeirðir. Mikil reiði greip um sig í þeirra röðum og streymdu þeir út á götur til að mótmæla. Þar mættu þeir lögreglunni á nýjan leik sem tók á móti þeim með síaukinni hörku. Þann 13. maí fóru stúdentar í sameiginlega kröfugöngu með verkamönnum. Um sömu mundir skullu á verkföll sem lömuðu allt Frakkland. Það hrikti því verulega í valdastoðum De Gaulle sem gegnt hafði forsetaembætti um tíu ára skeið. Svo mikið er víst að hann sá ástæðu til að halda til Þýskalands til að tryggja sér stuðning franskra hersveita er þar voru staðsettar. Þar næst hélt hann sjónvarpsræðu þann 30. maí þar sem hann boðaði til kosninga. Í ávarpinu reyndi hann að ófrægja stúdenta með því að skella skuldinni á kommúnista. Þar af leiðandi ættu Frakkar um tvo kosti að velja - Gaullisma eða kommúnisma. Frakkar brugðust skjótt við ræðunni og sýndu stuðning sinn í verki með því að mynda fjöldagöngu sem ein milljón manna er talin hafa tekið þátt í. Þar með riðluðust fylkingar mótmælenda og öll andstaða koðnaði niður. De Gaulle vann stórsigur í kosningunum og virtist hafa styrkt sig verulega í sessi. Því hefur verið haldið fram að eftir þessa atburði hafi allt breyst þrátt fyrir að allt væri sem fyrrum. Pólitísk örlög De Gaulle eru til vitnis um þessar hræringar. Hann var sigurvegari kosninganna en innan árs hafði hann sagt af sér. Það kom á daginn að hann var ekki í takt við þá þróun sem hafði orðið í hinum iðnvædda heimi.7 Það var eins og öll sú óánægja sem brotist hafði upp á yfirborðið á þeim áratug sem var senn á enda hefði safnast fyrir í hugum Parísarstúdenta. Málefnin voru af hinu fjölbreytilegasta tagi. Deilt var á einstrengingslegt skólakerfi, tilbúnar þarfir neyslusamfélagsins, firringu borgaranna, mengun, alls kyns undirokun og heimsvalda- stefnu. Krafist var þátttökulýðræðis, aukinnar samkenndar og aðstoðar við þriðja heiminn. Umræðuefnin voru í raun óþrjótandi. Menn töluðu fram og aftur þar til hinn vestræni heimur hafði í heild sinni verið tættur í sundur af vægðarlausri gagnrýni. Því var haldið fram að maðurinn hefði fullan rétt á að finna tilfinningum sínum og sköpunargleði þann farveg sem hentaði hverjum og einum. Allar hömlur væru frelsis- svipting sem bæru vott um kúgun samfélagsins. Til að ná þessum breytingum fram töldu stúdentar nauðsynlegt að fá Þegar mótmælin gegn Víetnamstríðinu hófust af fullum krafti á síðari hluta sjöunda ára- tugarins fóru stúdentar Evrópu að taka við sér. Stríðsádeilu plakat eftir Seymour Chwast frá árinu 1967.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.