Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 46

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 46
SAGNIR ‘ 9845 íslenskra króna að láni hjá bönkunum tveimur. Lánið var til 25 ára og voru nafn- vextir þess 4,5%, en í raun nokkuð hærri þar eð lánið var veitt með 2,5% afföllum. Skyldi lánið vera afborgunar- laust í þrjú ár, á meðan virkjunin væri reist og starf- semi hennar ýtt úr vör en síðan greitt niður með jöfnum greiðslum misserislega næstu 22 árin. Bærinn veitti veð í Rafmagnsveitunni og Sogs- virkjuninni sjálfri auk þess sem ríkissjóður ábyrgðist skilvísar endurgreiðslur. Vakti lánsveitingin töluverða athygli í Svíþjóð og slógu sænsk blöð jafnvel upp fréttum af henni á forsíðu.59 Íslensk blöð höfðu ekki síður mikinn áhuga á málinu og sló eitt helsta málgagn borgarstjóra, Ísafold og Vörður, því upp að lánskjörin væru með eindæmum góð og mun betri en Íslendingarnir höfðu látið sig dreyma um.60 Þetta mun þó ofmælt, ef marka má þær hugmyndir sem Jón Þorláksson setti sjálfur fram í viðræðum sínum við breska fjármálamenn fyrr á árinu, en þá stakk hann einmitt upp á 4,5% vöxtum til að minnsta kosti tuttugu ára, afborgunarlaust í þrjú til fimm ár.61 Sjálfur taldi Jón Þorláksson skýringuna á hinum farsælu málalokum í Stokkhólmi þá að sænskir bankar hafi hreinlega verið svo yfirfullir af peningum að til hreinna vand- ræða hafi horft.62 Mun það ekki hafa verið fjarri sanni, enda gætti enn áhrifa heimskreppunnar í fjármálakerfi veraldar- innar, þar sem flestar þjóðir voru að draga saman seglin og því fremur skortur á fjárfestingarmöguleikum en fjármagni. Íslendingar höfðu aftur á móti þá sérstöðu að keppast um erlent lánsfé til framkvæmda. Eitt af vandamálunum sem fylgdi hinni miklu fjármuna- söfnum sænsku bankanna, voru lágir vextir sem af henni leiddu. Innlánsvextir í sparisjóðum voru ekki nema 2% á ári og var þó ekki tekið nema við smáum upphæðum á slíka reikninga. Vextir á hlaupa- reikningum voru hins vegar enn lægri, eða rétt um 0,5%.63 Var því ekki að undra þótt sænskir fjármálamenn hefðu augun opin fyrir fjárfestingar- kostum á borð við Sogsvirkjun. Ljósafossstöð var tekin í notkun 27. október 1937 og var þá langstærsta einstaka framkvæmd sem Íslendingar höfðu ráðist í. Kostnaðaráætlun verksins stóðst í öllum meginatriðum, en vaxta- og lánakostnaður reyndist aðeins hærri en til stóð, meðal annars vegna þess að vextir af innistæðufé á virkjunartímanum í dönskum og íslenskum bönkum reyndust lægri en áætlað hafði verið. Reyndist nauðsynlegt að verja öllu láninu til virkjunarframkvæmdanna, en til hafði staðið að nota hluta þess til að greiða niður óhagstæðari lán sem tekin höfðu verið vegna stækkunar Elliðaárstöðvar á árinu 1933, en nauðsynlegt hafði verið að ráðast í þá stækkun til að brúa bilið áður en unnt var að virkja í Soginu.64 Þegar á hólminn var komið reyndust ákveðnir þættir í rekstraráætlunum virkjunarinnar ótraustir. Ekki hafði verið reiknað með að verð á raforku til neytenda lækkaði eftir að stöðin kæmist í notkun, en vegna pólitísks þrýstings og til að auka markaðshlutdeild rafmagnsins var gefin út ný og lægri gjaldskrá, þar sem stórum orkunotendum, s.s. veitingastöðum og mötuneytum voru tryggð sérstaklega góð kjör. Sú gjald- skrá var hins vegar afnumin í júní 1939, en þá um vorið hafði gengi krónunnar verið fellt með þeim afleiðingum að skuldir Sogsvirkjunar hækkuðu til muna.65 Viðbúið er að rekstur virkjunarinnar hefði lent í verulegum ógöngum, ef ekki hefði komið til aðstoð reykvískra húsmæðra. Rafmagnsveita Reykja- víkur, Raftækjaeinkasala ríkisins og fyrir- tækið Rafha í Hafnarfirði stóðu fyrir söluá- taki á Rafhaeldavélum og bauðst viðskiptavinum Rafmagnsveitunnar að kaupa þær með sérstökum afborgunar- skilmálum. Var niðurstaðan svo góð, að á Íslenskt fullveldi í 80 ár Sogsvirkjun flestar þjóðir voru að draga saman seglin og því fremur skortur á fjárfestingarmöguleikum en fjármagni. Íslendingar höfðu aftur á móti þá sérstöðu að keppast um erlent lánsfé til framkvæmda. Glaðbeittir vinnumenn við segulhjól í rafal. Bein útsending frá skiptistöðinni í Elliðaárdal þar sem verið er að hleypa rafmagni á bæjarkerfið þann 25. október 1937. Frá vinstri: Haraldur Guðmundsson atvinnumálaráðherra, Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri, Pétur Halldórsson borgarstjóri og Guðmundur Ásbjörnsson forseti bæjarstjórnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.