Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 49
SAGNIR ‘ 98 48
19
18
-
1
99
8
Þessi auglýsing er frá desembermánuði árið 1941. Hún var
liður í viðleitni borgaryfirvalda til að bregðast við
húsnæðiskreppu sem hafði orsakast af nær stöðugum fólks-
flutningum á Suðvesturhornið frá upphafi þessarar aldar.
Þessar þrengingar náðu hámarki á árum seinni heims-
styrjaldarinnar. Á þeim tíma réðu persónuleg tengsl og rétt
sambönd miklu um aðgang að takmörkuðum lífsgæðum.
Tilkynning borgarstjóra ber öll merki þess og endurspeglar þá
pólitísku fyrirgreiðslu sem ríkti hér á landi lengi framan af
öldinni.
BORGIN RÆðST Í BYGGINGA-
FRAMKVÆMDIR
Á kreppuárunum dró úr byggingaframkvæmdum og fjölgaði
íbúðum árlega allan 4. áratuginn aðeins um 2,5%, en hafði
fjölgað um 5,4% allan áratuginn þar á undan.2 Að sama skapi
dró úr straumi fólks til Reykjavíkur og færri börn fæddust
sem leiddi til þess að undir lok 4. áratugarins var komið visst
jafnvægi á húsnæðismarkaðinn. Árið 1939 voru eftirfarandi
meðaltöl í gildi: 3,3 einstaklingar um hverja 272 rúmmetra
íbúð (sjá graf hér til hægri).
Upphaf síðari heimsstyrjaldar markaði skýr skil á
húsnæðismarkaði bæjarins. Nú skyldi gætt aðhalds í ríkis-
búskap og lagði Þjóðstjórnin blátt bann við sölu sements,
járns og timburs.3 Áhrif bannsins létu ekki á sér standa. Um
veturinn 1939-1940 svarf atvinnuleysi að iðnaðarmönnum í
bænum og nýbyggingar lögðust að mestu af.4 Fljótlega fór að
þrengja meira að borgarbúum og náðu þrengslin hámarki á
seinni hluta árs 1940.
Stríðssósíalisminn hafði fleiri birtingarform. Lagt var
bann við hækkun húsaleigu og uppsögn leigusamninga.
Skipuð var sérstök húsaleigunefnd sem varð að samþykkja
alla leigusamninga og fékk heimild til að taka allt autt
húsnæði leigunámi og ráðstafa því til þurfandi.5
Flestir sem vettlingi gátu valdið héldu til Reykjavíkur í
kjölfar hernámsins.6 Fólksfjölgunin var í engu samræmi við
takmarkaðan húsakost bæjarins þar sem þrengingar voru
þegar orðnar tilfinnanlegar. Ekki bætti úr skák að Bretar lögðu
hald á nær allar lausar íbúðir ásamt mörgum opinberum bygg-
ingum. Um þetta leyti höfðu einmitt margar leiguíbúðir í
Reykjavík losnað. Margur Reykvíkingurinn hafði sagt upp
leiguhúsnæði og sest að í sumarbústað sínum utan við bæjar-
mörkin - Fífuhvammi, Selási, Vatnsenda, Bústaðavegi.7 Af
þeim sökum fékk hernámsliðið allmargar lausar íbúðir í
bænum til umráða á vormánuðum 1940.8
Á fardögum haustið 1940 ríkti neyðarástand í bænum.
Nýr borgarstjóri, Bjarni Benediktsson, sá sig tilneyddan að
grípa til aðgerða sem greinilega samræmdust ekki hugmynda-
fræði hans um ríkisafskipti: „Varð þá að leita margra ráða,
mismunandi haldgóðra og geðfelldra, til að bæta úr vand-
ræðunum. Vegna þess neyðarástands hvarf ágreiningur um
Sagnir 19 (1998)
Húsnæði.
Þeir bæjarbúar,
er ætla að s
ækja um íbúði
r í
bráðabirgðahúsnæ
ði bæjarins, eru b
eðnir að koma til
viðtals í
skrifstofu minni,
Austurstræti 16
, 3. hæð (herber
gi nr. 27)
daganna 17-21. þ
.m., að báðum me
ðtöldum.
Umsóknum er ve
itt móttaka kl. 1-3
e.h. þessa daga,
og
þurfa menn að
vera við því bú
nir að gefa ský
rslu um
húsnæðisþörf sí
na og ástæður
til þess, að
þeir eru
húsnæðislausir.
1
Borgarstjóri
Jón Ingvar Kjaran:
Höfdaborgin
Úrlausn á húsnæðisvanda
fimmta áratugarins?