Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 57
SAGNIR ‘ 98 56
19
18
-
1
99
8
Fyrir nokkrum árum fjallaði Eggert Þór Bernharðsson á
síðum Sagna um þau vandamál sem blasa við
sagnfræðingum sem rannsaka samtímasögu og þurfa að
leita að skjölum á hinum ýmsu skjalasöfnum, heim-
ildirnar geti verið dreifðar og þær erfitt að finna.1 Segja
má að mörg svipuð vandamál blasi við þeim sem þurfa að
vinna með gamlar ljósmyndir, en þær eru sagnfræðingum
afar mikilvægar, ekkert síður en gömul skjöl.2
HVERT LEITA SAGNFRÆðINGAR OG AðRIR
SEM þURFA Að NOTA GAMLAR LJÓSMYN-
DIR?
Á Þjóðminjasafni Íslands er trúlega eitt stærsta safn ljós-
mynda, eða um 1,6 milljón myndir. Ljósmyndasafn
Reykjavíkur varðveitir um 1.4 milljón mynda og er næst
stærsta safn landsins. Önnur söfn sem varðveita ljósmyndir
eru til dæmis Byggðasafn Hafnarfjarðar, Byggðasafn
Vestmannaeyja, Skjalasafn Ísafjarðar og Minjasafnið á
Akureyri, svo nokkur séu nefnd.3 Því má ljóst vera að mikið
magn ljósmynda er til á hinum ýmsu söfnum víðs vegar um
landið og myndefnið er að sama skapi afar fjölbreytt.4
Á þessum stofnunum standa menn oft frammi fyrir
hinum ýmsu vandamálum. Ljósmyndasöfn koma til þeirra
í afar misgóðu ástandi. Ýmisleg efnaferli valda því að með tíð
og tíma eyðileggjast myndirnar, en þó er hægt að hægja á
þessum innri eyðileggingarferli til muna með því að varðveita
þær við sérstök skilyrði. Þá þekkist það einnig að ljósmyndir
hafa beinlínis legið undir skemmdum, svo sem af völdum
vatns eða raka. Algengt er að ljósmyndir séu illa, ef nokkuð
merktar og upplýsingar um myndefnið eru oft af skornum
skammti. En til þess að ljósmyndirnar nýtist sagnfræðingum
fyllilega sem heimildir, er mikilvægt að slíkar upplýsingar séu
sem bestar; ítarlegar og áreiðanlegar.
HVERNIG ERU LJÓSMYNDIR SEM RATA
INN Á SÖFN MEðHÖNDLAðAR?
Við móttöku einstakra ljósmyndasafna5 er útfyllt mót-
tökuskýrsla, þar sem skráð er nafn gefanda og móttökudagur
og safnið fær svokallað aðfanganúmer. Einnig eru skráðar
allar fáanlegar upplýsingar um safnið og þá muni sem því
kunna að fylgja (oft nefnt fylgifé).
Samkvæmt lögum falla ljósmyndir undir höfundarétt,
en það þýðir að ekki er leyfilegt að nota þær án leyfis höfund-
ar eða rétthafa. Greiðslur fyrir notkun ljósmynda eru
samkvæmt ákveðnum gjaldskrám. Vegna þessa eru í mörgum
tilfellum gerðir samningar við gefendur myndasafna. Næsta
skref er að skrá safnið, flokka myndirnar og númera hverja
einustu mynd. Stundum eru myndir í það slæmu ástandi að
þær þarf að meðhöndla sérstaklega og jafnvel er mikilla
viðgerða þörf. Slíkar aðgerðir geta verið afar flóknar, dýrar og
vandasamar. Því næst eru svo kallaðir kontaktar6 gerðir af
frummyndunum (hvort heldur það eru filmur, glerplötur, eða
pappírskópíur).
Mikið kapp er lagt á að varðveita frummyndirnar á sem
Sagnir 19 (1998)
Guðbrandur Benediktsson:
Af Ljósmyndasafni