Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 25

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 25
stæðra hetja, sem héldu þar Alþingi 930-1262. Menn hafa gert sér grein fyrir þessum tengslum Þing- valla við gullöldina og nýtt sér þau í gegnum árin. Á Þing- vallafundunum átti að lýsa vilja þjóðarinnar og staðsetningin að innblása mönnum réttan anda. Í bréfi sem Jón Jónsson á Stafafelli skrifaði Pétri Jónssyni á Gautlöndum árið 1896, lýsti hann þeim áhrifum sem Þingvellir höfðu á fundarmenn á Þingvallafundi: Svo koma menn á þennan fornhelga stað, þar sem alt minnir menn á gullöld landsins, þá er það var engu útlendu valdi háð, og er þá engin furða, þótt menn hrífist af snjöllum fortölum annara eins manna og B.[enedikts] Sv.[einssonar] o.fl., og þyki mínkun að „draga úr sjálfstjórnarkröfunum“ eða gjöra sig að nokkru frásneiddan „frelsis- flokknum“, eg tala nú ekki um að „selja vor helgustu réttindi á vald Dana“ eða láta undan stjórninni í neinu.29 Þingvellir voru þannig notaðir til að blása mönnum í brjóst réttan anda í sjálfstjórnarbaráttunni við Dani. Þeir minntu fundarmenn alla á gullöldina og með hana fyrir hugskotssjónum gátu þeir ekki svikið landið og þjóðina. HELGIREITUR Þingvellir eru ekki aðeins þjóðminningastaður Íslendinga hel- dur einnig helgireitur Íslands. Á öllum þeim þjóðhátíðum sem hér hafa verið haldnar má sjá þessar hugmyndir um Þingvelli sem helgan stað og jafnvel sem upp- sprettu íslenskrar þjóðar. Í Tímanum árið 1874 var sagt frá þjóðhátíðinni á Þingvöllum. Ritara fannst vera „hátíðleg stund á stöðvum þeim, innan hinna helgu hraun-vébanda, sem lífæð þjóðarinnar er runnin frá, og margs að minnast um liðnar aldir“.30 Þingvellir eru því ekki aðeins helgur staður, heldur er lífæð þjóðarinnar beinlínis runnin frá þeim. Sama viðhorf má sjá 100 árum síðar þegar Gylfi Þ. Gíslason taldi að á Þingvöllum hafi „þeir útlendir menn, sem smám saman námu þetta land, orðið Íslendingar“.31 Hugmyndir um helgireitinn Þingvellir mátti einnig heyra á Alþingishátíðinni 1930. Jón Helgason biskup talaði um Þingvelli sem þjóðhelgan og sögufrægan stað í guðsþjónustu í upphafi hátíðarinnar.32 Hið sama má sjá í ræðu Ásgeirs Ásgeirssonar. Honum fannst að ekki þyrfti langt að leita „helgra staða og minninga. Hingað til Þingvalla leitum vér til þess að lauga oss heilagri sögu og fegurð náttúr- unnar.“33 Heilaga sögu íslensku þjóðarinnar er því að finna á Þingvöllum. Það er ennfremur undirstrikað í riti sem var gefið út fyrir útlendinga í tilefni hátíðahaldanna. Þar eru Þingvellir kallaðir „Sinai of Iceland“ og sýnir það glöggt stöðu þeirra í þjóðarvitundinni.34 Sú staða kom berlega í ljós 14 árum síðar, þegar Íslendingar stofnuðu lýðveldi á Þingvöllum árið 1944. Þar kallaði forsætisráðherra Þingvelli hinn „fornhelga fjallasal þjóðarinnar“.35 Skýrasta dæmið um helgi Þingvalla er þó að finna í ávarpi Sigurgeirs Sigurðssonar biskups. Þar fór hann ekki í neinar grafgötur um hlutverk Þingvalla, þessa sköpunarverk drottins: Hugfangin og hljóð erum vér stödd í dag í helgasta musteri vorst hjartkæra föðurlands - musteri, sem hönd Drottins sjálfs hefir gjört. Fjarlægir landar vorir dvelja hér ein- nig í anda í þessari dýrlegu hamrakirkju, sem þjóðin sjálf hefir vígt [...].36 Kollegi Sigurgeirs var á sama máli 30 árum síðar þegar Íslendingar héldu upp á ellefuhundruð ára afmæli Íslandsbyggðar. Sigurbjörn Einarsson, notaði sömu samlíkingu, því Þingvellir voru í hans augum „musteri Íslands, sem Guð hefur reist“.37 Þingvellir eru hér dómkirkja þjóðarinnar, gerð af drottni en vígð af þjóð sem býr yfir guðlegum eiginleika. ÞJÓðAREINING Óhætt er að segja að þjóðhátíðir eru öðru fremur haldnar til að viðhalda einingu þjóðarinnar. Flokkskrytur 24 Kolbeinn Proppé 19 18 - 1 99 8 SAGNIR ‘ 98 Á öllum þeim þjóðhátíðum sem hér hafa verið haldnar má sjá þessar hugmyndir um Þingvelli sem helgan stað og jafnvel sem uppsprettu íslenskrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.