Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 50

Sagnir - 01.06.1998, Blaðsíða 50
SAGNIR ‘ 9849 Íslenskt fullveldi í 80 ár það, hvort bæjarfélagið ætti sjálft að eiga hlut að íbúðahúsa- byggingum.“9 Samkvæmt úttekt Björns Björnssonar, bæjarhagfræðings, á framboði húsnæðis 1940 voru að meðaltali 24 einstaklingar um hverja íbúð í bænum og hafði hver heimilismanna innan við níu rúm- metra að meðaltali til umráða um þetta leyti. Í erindi sem Júlíus Sigurjónsson læknir hélt á ráðstefnu um byggingamál 1944 kom fram að hver fullorðinn ein- staklingur skyldi a.m.k. hafa yfir að ráða 10-15 rúmmetrum og voru þá börn innan við tíu ára aldur talin til hálfs á við einn full- orðinn.10 Ef þessum skilyrðum væri ekki fullnægt, taldi Júlíus að afleiðingarnar gætu orðið eftirfarandi: Það er reynsla margra um berklaveiki, að hún nái sér betur niðri meðal fólks, sem býr við þröng, köld og dimm húsakynni, en hinna, sem betri híbýli hafa. Gigtarsjúkdómar margs konar eru einkum settir í samband við rök og köld húsakynni, og þannig mætti nefna mörg fleiri dæmi.11 Haustið 1940 voru hátt í 4.000 manns án húsnæðis samkvæmt gögnum Húsaleigunefndar Reykjavíkur: 664 fjölskyldur og 207 einstaklingar.12 Að undirlagi Magnúsar V. Jóhannessonar, sem var húsnæðisráðunautur Reykja- víkur, var m.a. gripið til þess ráðs að flytja húsnæðislaust fólk að Þingvöl- lum. Þangað fóru alls 14 mæður og börn þeirra og varð þessi hópur að hafast þar við, þar til gripið yrði til annarra úrræða.13 Fordæmi voru fyrir því að borgaryfirvöld leystu úr húsnæðisþörf borgarbúa. Á árum fyrri heimsstyrjaldar risu Pólarnir, hrörleg heimili 40 fjölskyldna.14 Pólitískir and- stæðingar borgarstjóra sökuðu hann um að aðhyllast „nýja Pólastefnu“ þegar borgarstjórn samþykkti að láta reisa 100 bráðabirgðaíbúðir haustið 1941.15 Húsnæði þessu var fundinn staður í mýrlendinu gegnt „skáldahöllinni“ Höfða. Verkinu miðaði strax vel áfram og í desember var því nær lokið. Þann 6. desember skrifaði Bjarni Benediktsson Eysteini Jónssyni, viðskiptaráðherra, og greindi frá stöðu mála. Einnig ítrekaði hann óskir bæjarráðs um að ríkissjóður bæri helming kostnaðar af bygg- ingu bráðabirgðahúsnæðis við Höfða. Þar segir m.a. orðrétt: Allar aðgerðir bæjarins hafa verið við það miðaðar og hæstvirtri ríkisstjórn hefir verið um það kunnugt. Enda er þetta í samræmi við almenna löggjöf landsins, þar sem ríkið leggur t.d. jafnt til verkamannabústaða á móti sveitarfélögunum, og lætur sig mjög miklu skifta húsbyggingar í sveitum. Þau atvik, sem skapa nauðsyn þessara bráðabirgðaíbúða, eru og öll slík, að það er alls - eigi á valdi einstakra sveitarfélaga að ráða við þau, heldur miklu fremur ríkisins, ef það er á annað borð hægt. [...] Allur kostnaður við þær verður sennilega aldrei undir einni miljón króna, og er það bersýnilega ofætlun bæjarfélaginu að taka eitt á sig þessi ófyrirséðu útgjöld. Hinsvegar mundi það eigi um of tilfinnanlegt fyrir ríki og bæ að skifta þessum kostnaði á milli sín. [...] En eindregin ósk bæjarins er sem sagt sú, að ríkissjóður leggi fram helming kost- naðar og verði þá að sjálfsögðu eigandi helmings íbúðanna.16 Bæjarráð hafði greinilega gengið út frá fjárhagslegum stuðningi ríkisvaldsins sem vísum. Höfðaborg var skipað í flokk með öðru húsnæði í bænum sem taldist til verkamannabústaða. Þannig átti slíkt að mati þeirra að falla undir lög frá 4. áratugnum um jafna hlut- deild ríkis og bæjar í byggingarkostnaði. Ríkisvaldið lagði annan skilning í lögin og taldi það ekki vera í sínum verkahring að taka þátt í byggingarkostnaði Höfðaborgar. Höfðaborgin Rúmmál (m 3) húsnæðis á hvern Reykvíking 1938-47 0 20 40 60 80 100 120 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 Haustið 1940 voru hátt í 4.000 manns án húsnæðis samkvæmt gögnum Húsaleigunefndar Reykjavíkur: 664 fjölskyldur og 207 einstaklingar. Húsnæðisleysið kom einnig niður á prestum samkvæmt úttekt Spegilsins frá árinu 1941. Heimild: Björn Björnsson: Húsnæðismál og byggingarstarfsemi í Reykjavík 1928-1947. Reykjavík 1947, 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.