Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 24
Einar Sigurbjörnsson
Gnósis og dogma er ekki sagnfræðirit, heldur verkefni í trúfræði, þar
sem gnósis er metin út frá eðli kristinnar trúar og miðað er við þarfir
nútímans. Greinir hann frá skyldleika gnósis og guðspeki nútímans og er
sá samanburður gnósis í hag því að hún tók hlutverk sitt alvarlegar en
guðspekin (s. 6). Þá skýrir hann vel, hvemig gnósis er eðlisfrábrugðin
kristinni trú. Kristindómurinn fjallar um gæsku Guðs í Jesú Kristi, en
gnósis um verk Guðs í sálinni, „í sál hins einstaka spekings, sem ástundar
gnósis” (s.4). Þar af leiðandi er gnósis sögulaus, en kristin trú byggist á
sögunni og aðstæðum manna í sögunni (s. 8-10):
Eingyðistrú á borð við gyðingdóm og íslam verður synkretistum allra alda erfið
viðfangs. Þeir hrinda eingyðistrúnni frá sér af því að hún samlagast ekki kenningu
þeirra um spekinga, máttarvöld, meistara og aióna. Viðbrögð guðspekinga nútímans
eru að sumu leyti lík, svo sem sjá má af verkum þeirra. Andspænis þessum
trúarbrögðum þrýtur umburðarlyndið, einnig andspænis þeim kristindómi, sem heldur
fast við Krists-játninguna. Að Guð velur sér söguna, en ekki sálir spekinganna til að
vinna sitt verk til blessunar mannkyninu, er ekki samiýmanlegt speki þessa heims.
Gnóstíkar fomaldar afgreiddu málið með afneitun: Guð Israels var í augum þeirra blátt
áífam illur guð. Undantekningar voru til, eins og Mandear og nokkrir aðrir, sem gripu
til skáldskaparins til að fá allt til að falla í ljúfa löð.27
Einkennandi fyrir afstöðu Jóhanns til hlutverks kennimannsins er eftir-
farandi setning:
Það markmið, sem þeir (þ.e. leiðtogar gnóstíka) kepptu að, virðist öðru fremur hafa
verið að frelsa sína lærisveina frá vandræðum veraldarinnar fremur en að gera þá færa
um að lifa vönduðu lífi í viðsjálum heimi.28
Þessi setning er einkennandi og sýnir í raun eininguna í verki Jóhanns
sem fræðimanns og kennara: Markmið kristins uppeldis er að gera menn
færa um að lifa vönduðu lífi í viðsjálum heimi, ekki hið innhverfa, að
leysa fólk undan vandræðum. Þessi setning myndar því nokkurs konar
tengsl milli rita hans um heimspekileg efni annars vegar og guðfræðileg,
einkum kennimannleg efni hins vegar. Guðfræðin miðast að mati próf.
Jóhanns við kirkjuna og starf prestsins og meginhlutverk prestsins er að
prédika Orðið. Jóhann skoðaði það hlutverk sitt fyrst og fremst að ala
upp kennimenn og það var sannfæring hans, að sem prédikari, kenni-
maður, verði presturinn að kunna skil á samtíð sinni, skilja, hvemig hún
hugsar, hvað það er sem mótar hana, hverjir það eru sem njóta álits. Þess
vegna kynnti hann stefnur og strauma í samtímanum, heimspekinga á
borð við M.Heidegger, sálfræðinga á borð við C.J.Jung að ógleymdri
hugmyndafræðinni að baki stúdentaóeirðunum.
Fagnaðarerindið á að hljóma í samtíð, sem mótast af þess háttar
stefnum, en fagnaðarerindið á líka að móta samtíðina. Fyrir því verður
kennimaðurinn að kunna góð skil á innviðum trúarinnar. Til þess er trú-
fræðinámið. Að hans mati verða kristnir menn að horfast í augu við sam-
27 Gnósis og dogma s. 17.
28 Gnósis og dogma s. 6.
22