Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 24

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 24
Einar Sigurbjörnsson Gnósis og dogma er ekki sagnfræðirit, heldur verkefni í trúfræði, þar sem gnósis er metin út frá eðli kristinnar trúar og miðað er við þarfir nútímans. Greinir hann frá skyldleika gnósis og guðspeki nútímans og er sá samanburður gnósis í hag því að hún tók hlutverk sitt alvarlegar en guðspekin (s. 6). Þá skýrir hann vel, hvemig gnósis er eðlisfrábrugðin kristinni trú. Kristindómurinn fjallar um gæsku Guðs í Jesú Kristi, en gnósis um verk Guðs í sálinni, „í sál hins einstaka spekings, sem ástundar gnósis” (s.4). Þar af leiðandi er gnósis sögulaus, en kristin trú byggist á sögunni og aðstæðum manna í sögunni (s. 8-10): Eingyðistrú á borð við gyðingdóm og íslam verður synkretistum allra alda erfið viðfangs. Þeir hrinda eingyðistrúnni frá sér af því að hún samlagast ekki kenningu þeirra um spekinga, máttarvöld, meistara og aióna. Viðbrögð guðspekinga nútímans eru að sumu leyti lík, svo sem sjá má af verkum þeirra. Andspænis þessum trúarbrögðum þrýtur umburðarlyndið, einnig andspænis þeim kristindómi, sem heldur fast við Krists-játninguna. Að Guð velur sér söguna, en ekki sálir spekinganna til að vinna sitt verk til blessunar mannkyninu, er ekki samiýmanlegt speki þessa heims. Gnóstíkar fomaldar afgreiddu málið með afneitun: Guð Israels var í augum þeirra blátt áífam illur guð. Undantekningar voru til, eins og Mandear og nokkrir aðrir, sem gripu til skáldskaparins til að fá allt til að falla í ljúfa löð.27 Einkennandi fyrir afstöðu Jóhanns til hlutverks kennimannsins er eftir- farandi setning: Það markmið, sem þeir (þ.e. leiðtogar gnóstíka) kepptu að, virðist öðru fremur hafa verið að frelsa sína lærisveina frá vandræðum veraldarinnar fremur en að gera þá færa um að lifa vönduðu lífi í viðsjálum heimi.28 Þessi setning er einkennandi og sýnir í raun eininguna í verki Jóhanns sem fræðimanns og kennara: Markmið kristins uppeldis er að gera menn færa um að lifa vönduðu lífi í viðsjálum heimi, ekki hið innhverfa, að leysa fólk undan vandræðum. Þessi setning myndar því nokkurs konar tengsl milli rita hans um heimspekileg efni annars vegar og guðfræðileg, einkum kennimannleg efni hins vegar. Guðfræðin miðast að mati próf. Jóhanns við kirkjuna og starf prestsins og meginhlutverk prestsins er að prédika Orðið. Jóhann skoðaði það hlutverk sitt fyrst og fremst að ala upp kennimenn og það var sannfæring hans, að sem prédikari, kenni- maður, verði presturinn að kunna skil á samtíð sinni, skilja, hvemig hún hugsar, hvað það er sem mótar hana, hverjir það eru sem njóta álits. Þess vegna kynnti hann stefnur og strauma í samtímanum, heimspekinga á borð við M.Heidegger, sálfræðinga á borð við C.J.Jung að ógleymdri hugmyndafræðinni að baki stúdentaóeirðunum. Fagnaðarerindið á að hljóma í samtíð, sem mótast af þess háttar stefnum, en fagnaðarerindið á líka að móta samtíðina. Fyrir því verður kennimaðurinn að kunna góð skil á innviðum trúarinnar. Til þess er trú- fræðinámið. Að hans mati verða kristnir menn að horfast í augu við sam- 27 Gnósis og dogma s. 17. 28 Gnósis og dogma s. 6. 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.