Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 87
Svipmyndir af samkennaranum
Þama var prófessor Jóhanni rétt lýst. Þótt hann væri langförulastur
flestra íslendinga og hefði stýrt háskóla í Hong Kong og gerst fyrsti
Kínafræðingur Islendinga, hálærður frá Sviss og víðar að, var hann alla
tíð trúr sínum uppmna á íslenskum sveitabæ. Þegar hann var drengur,
sagði hann mér, hætti hann ekki fyrr en hann hafði greint allar plöntur í
túninu heima eftir kerfi Linnés í Flóm Stefáns Stefánssonar. Og alla
ævina hélt hann þeim hæfileika: að átta sig á sínu umhverfi.
Sálusorgarinn
Þegar Inger heitin dó, 15. nóvember 1961, var hún kistulögð heima. Gat
ég engan mann fremur hugsað mér að fást um þá kistulagningu en séra
Jóhann og fannst mestur styrkur að honum á slíkri stundu. Bænin var
honum eins og eðlilegt samtal á erfiðri stundu, og textaval og töluð orð
vom með þeim raunveruleikablæ, án tilfinningasemi en með skynjun á
hinum dýpstu staðreyndum lífsins, sem einkenndi Jóhann Hannesson í öllu
sem hann hugsaði og sagði. Það var ekki furða að guðfræði hans héldi
jarðsambandi þegar hann fjallaði um hin eilífu sannindi, því að lífsviðhorf
hans var skírt í eldi návistar dauðans og bráðrar lífshættu austur í Kína, í
borgarastyrjöldinni — en ástundun hans á kristnum fræðum í Noregi og á
íslandi markaðist af samtengingu menningarlegra viðhorfa og hlýtrúar
eða pietískrar afstöðu, sem er hinn besta blanda er ég þekki, sérstaklega
eins og hún birtist í sveitakristninni íslensku fram á fyrstu áratugi
þessarar aldar. — Aðrir em því kunnugri en ég og munu væntanlega lýsa
því hvemig Jóhann stöðvaði stúdenta ef hann rakst á þá á götu, spurði um
námið, hvemig það gengi, og lét í ljós áhuga á högum hvers og eins. (Mér
skilst að kristniboðinn fái ætíð slíka mótun í starfi að hann lætur sér annt
um veraldlega velferð og hversdagslega farsælu fólks er hann á skiptir
við.)
Skemmtisamtöl
Maður kynntist samkennaranum Jóhanni Hannessyni á deildarfundum, við
samfundi margs konar, innan deildar bæði hér í Reykjavík og á ferða-
lögum, í samtölum á göngum Háskólans og á heimilum okkar beggja.
Fjölskrúð persónunnar var ekki vegna litaskrúðugs lífsstíls (hann lifði
ætíð hinu einfalda lífi bóndans) heldur vegna dýptar og víðfeðmi lærdóms
hans og þeirrar tileinkunar sem hann beitti sjálfan sig varðandi hvert eftii
sem fjallað var um. Því vom samtöl hans ætíð fræðandi, ekki vegna þekk-
ingarinnar einnar heldur sökum skarplegra athugana. Eitt sinn ræddum
við það hvemig sparifé fátæks fólks „gufaði upp” í bönkunum vegna
verðbólgunnar en aðrir menn fengu svo lán, ef þeir áttu innangengt í
bankana, en þurftu ekki að endurgreiða nema brot af upphaflegu peninga-
gildi (þetta var vitaskuld fyrir verðtryggingu sparifjár), og útskýrði
Jóhann að peningar gætu ekki gufað upp, „vegna þess,” sagði hann, „að
þegar ég fór til Kína átti ég sem svarar einu kýrverði á bankabók, en
85