Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 96
Jóhann Hannesson
sérstakri fræðigrein, átrúnaðarsálfræðinni. Hún lýtur þó lögmálum
sálarfræðinnar, en ekki hinnar kirkjulegu guðfræði, og er ekki bundin
við einstök trúarbrögð.
12. Svo sem sýnt var fram á í 9. lið, varð guðfræðin til út frá þörf
kirkjunnar til að gera sér grein fyrir starfi sínu og lífi. Hún er þess vegna
„scientia eminens practica” eins og Chemnitz sagði á sínum tíma. Hún er
umfram allt hagnýt frœðigrein. En hún er líka kritisk fræðigrein, sem
spyr og prófar hvort kirkjan sé raunverulega það sem hún þykist vera,
kirkja Krists og lýður Guðs í hinum nýja sáttmála.
Þó hefir sú venja myndast að skipta guðfræðigreinunum í tvo
aðalflokka, fræðilegan og praktiskan, og nefnist síðari flokkurinn
kennimannleg guðfræði á voru máli, og greinamar í þeim flokki eiga að
búa guðfræðinga undir hið daglega starf prestsins í þjónustu kirkjunnar.
Þær greinar geta orðið allt að því tuttugu, ef allt er tínt til.
Fræðilegu greinunum er oftast skipt í fimm meginflokka: Gamla
testamentisfræðin, Nýja testamentisfræðin, kirkjusöguflokkinn, trúafræði-
flokkinn og siðfræðiflokkinn. í reynd hefir svo farið að nám í þessum
greinum hefir fyrir löngu orðið háskólanám, oft mjög svo einangrað frá
daglegu lífi kirkjunnar, þar sem kennslunni er miðlað af lærðum
sérfræðingum hverjum í sinni grein, og aðstoðarmönnum þeirra. Þessi
einangrun guðfræðinnar frá kirkjunni, sem skapaði hana í upphafi, var
ekki æskileg, en samt algeng í sumum löndum á öldinni sem leið og í
upphafi þessarrar. Ofangreindir fimm flokkar greinast síðan margvíslega.
13. Til eru þeir sem segja að kirkjan sé merkasta stofnun sögunnar. En
jafnvel þótt svo sé ekki (hugsanlegt er að herinn væri sögulega séð
merkari), þá er það ærið rannsóknarefni að skilja kirkjuna og áhrif
hennar. Menn geta varið heilli mennsævi til þess eins að rannsaka
kirkjusögu og hafa samt ærið að starfa. En venjulegur starfandi
guðfræðingur þarf líka að kynna sér margt annað og hagnýta í starfi sínu,
t.d. málvísindi, heimspeki, sálfræði, félagsvísindi, framandi trúarbrögð
og þjóðhætti, ennfremur listir, svo sem tónlist og myndlist. Þessar
greinar hafa einatt verið í nánum tengslum við kirkjuna, þær hafa þjónað
henni og hún þeim. Og þær hafa almennt menntandi gildi, jafnvel þótt
menn komist ekki langt í þeim. Sumar þeirra læra menn í upphafi náms
síns við háskóla t.d. heimspekisöguna, sem leggur ýmsum fræðgreinum til
þýðingarmikil hugtök og fræðiheiti. Aðrar em teknar inn í kennimann-
lega námið, sem víða fylgir á eftir fræðilega náminu.
14. Vera má að þú eða einhver annar vilji staðhæfa að kirkjulífið hér sé
heldur dauflegt, prestamir engar andans hetjur og almenningur sinnulaus
orðinn um trú þá, sem áður naut almennrar virðingar. Undir þetta taka
líka lærðir guðfræðingar í mörgum löndum. Segja þeir að samtíð vor sé
„eftirkristileg öld”, eine nachchristliche Zeit — post-christian aera. Aðrir
tala um allsherjar hnignun átrúnaðar. En þetta ástand fækkar ekki