Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 128

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 128
Jóhann Hannesson Úr ræðustefinu, thema, var heimilt að velja þrjú orð og út frá þeim mátti framkvæma skiptingu ræðunnar. Sú aðgerð nefndist divisio intra. Einnig mátti kjósa sér ytri sjónarmið, sem voru málefnalega heppileg til að skipta meginefninu, divisio externa, eða div. extra. Reglur voru um hvað eina, hversu vinna skyldi einstaka þætti efnisins. Meðal annarra var sú að sýna fram á að skiptingin væri í samræmi við Biblíuna. Þá voru ýmis ráð gefin til að prýða ræðumar, omamenta, til að komast heppilega að orði, gestus concenientia, og til að koma inn viðeigandi spaugi og skemmtilegheitum, opportuna jocatio. Ekki var látið sitja við aðferðafræðina eina í artes praedicandi. Menn tóku líka saman stór söfn af hjálpargögnum, og þau voru víða notuð. Þeirra frægasta var Summa praedicantium. Það safn var saman tekið á 14. öld af enskum dóminikana, Jóhannesi frá Bromyard. Verkið var prentað tvisvar fyrir siðbót. Sú útgáfa, sem gerð var í Númberg 1485, svarar til 3000 blaðsíðna í áttablaðabroti. Hér var um að ræða eins konar alfrœðibók. Prédikarar gátu flett upp aðalorðum, og þau vísuðu leið að því efni, sem hann vildi fá nánari vitneskju um, t.d. tiltekna synd eða dyggð, enda var það mjög almenn íþrótt að lofa dyggðir og deila á lesti. Artes praedicandi vom einkum verk skólaspekinnar, og náðu sinni mestu fullkomnun meðan hún stóð í blóma. En hvað skal þá segja um síðmiðaldir, 14. og 15. öldina? Sökum Svarta dauða standa þær í sérstöðu á nálega öllum sviðum sögunnar, þótt þessu sé einatt gleymt, jafnvel af sagnfræðingum. Áhrifa betlimunkanna heldur áfram að gæta á síðmiðöldum. Þeir héldu einatt vakningaprédikamir undir bemm himni við hina fomu prédikun- arkrossa. Ef til vill hefir þess konar prédikun aldrei lagst niður frá því að krisni var boðuð. Frægir alþýðuprédikarar voru þeir Berthold frá Regensburg í Þýzkalandi, d. 1272 og Jóhannes de Caspitrano á Ítalíu, d. 1456. Þeir söfnuðu að sér afar miklum fjölda alþýðumanna undir bemm himni. Þótt Jóhannes þyrfti að nota túlk, þegar hann prédikaði í Þýzka- landi og Austurríki, gagntók hann alþýðu manna með ræðum sínum, sem vom latneskar og rammkaþólskar. Þá er Savonarola svo kunnur pré- dikari að vart þarf að nefna hann hér, en athygli skal vakin á því að hann var af reglu prédikarabræðra, og að prédikun hans er einhliða spámann- legur boðskapur til spilltra samtíðarmanna. En prédikun hans sprengdi af sér hinn liturgíska ramma og mótaðist lítt af ritskýringu. Og þannig var um prédikun betlimunkanna, að mikið af henni fór fram utan messunnar. Og í venjulegri söguritun liggur skekkjan einmitt hér, þegar menn segja að ekki hafi verið prédikað á miðöldum. Þá var þvert á móti mikið prédikað, en hin þýðingarmesta prédikun klauf sig frá guðsþjónustu kirkjunnar, sem var að mestu liturgísk. Þýzku dulspekingamir, þeir Eckehart, Tauler, Suso, Thomas á Kempis og lærisveinar þeirra tengdu margir hverjir saman dóminikanska 126
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.