Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 9
KENNARINN Á KRÓKNUM
ÞÁTTUR UM JÓN Þ. BJÖRNSSON FRÁ VEÐRAMÓTI
eftir JÓN ÞORBJÖRN MAGNÚSSON
Heimkoma
Ungur maður stendur við opinn brúarglugga og horfir á strönd-
ina líða hjá í svölu næturloftinu. Hann er einn uppi ásamt
skipstjóranum, farþegi á heimleið frá útlöndum. Skipið siglir
fyrir tána á löngum skaga og sveigir inn í fjarðarmynni. Hann
horfir hugfanginn á fjörðinn ljúkast upp, ofurhægt, uns hann
liggur opinn fyrir honum og sveitin skín við, roðaslegin í mið-
nætursólinni.
Skagafjörður, í miðjum júlí 1908, og ungi maðurinn er Jón
Þ. Björnsson frá Veðramóti, kominn heim eftir þriggja ára nám
í Danmörku. Hann er heimsmannslegri í fasi en fyrrum þegar
hann fór, beinvaxinn og ber sig vel, þykkt brúnt hárið klippt
eftir nýjustu Hafnartísku. I opnum og einarðlegum svipnum er
ódulin eftirvænting; loks liggur sveitin hans fyrir stafni. Fyrir
mánuði síðan kvaddi hann með eftirsjá vini og kennara sem
fylgdu honum í lestina í Jonstrup á Sjálandi, þar sem hann var
að útskrifast úr Kennaraskólanum:
Eg stend lengst af á leiðinni og horfi til baka, og táknar
það eiginlega mjög vel tilfinningaástand mitt nú, svo
mikils er að minnast frá þessum stað sem ég hefi verið á
svo langan tíma, sem aftur má tileinka mjög sterka og
ákveðna drætti í þeirri mynd, er líf mitt í framtíðinni
eflaust fær. Fyrst ofurlítið seinna getur maður byrjað að
snúa sér móti því sem framundan liggur. Þetta kemur
því alls ekki í bága við hina sterku heimþrá; mér datt
7