Skagfirðingabók - 01.01.1993, Síða 12
SKAGFIRÐINGABÓK
upp með stillingu og skapfestu. Einna kunnastur þeirra var
Sigurður skáld Guðmundsson hreppstjóri á Heiði, sonur hag-
orðu hjónanna fyrrnefndu. Þessum langafa sínum hefur Jón
kynnst af frásögnum eldra fólks sem mundi eftir honum, ekki
síst ömmu sinnar Guðrúnar Sigurðardóttur, og ef til vill dregið
nokkurn dám af honum.
Sigurður á Heiði var fluggreindur og skáldmæltur vel.
Hann var sjálfmenntaður, las dönsku sér til gagns, og var mjög
vel að sér á mælikvarða þess tíma, m.a. í þjóðlegum fróðleik,
sögu, náttúrufræðum, skrift og reikningi. Samtímis honum í
hreppnum voru margir gáfaðir og fróðleiksþyrstir bændur sem
gripu til bókar hvenær sem tóm gafst til. Þegar þessir vinnu-
þjarkar litu upp frá hversdagsstritinu og hittust á mannamót-
um tókust þeir allir á loft í rökræðum um skáldskap, trúmál
og þjóðmál og hvaðeina fróðlegt sem þeir voru svo að velta fyr-
ir sér þess á milli við gegningar og garðahleðslur. Þannig
sýndu þessir skagfirsku gæðingar, sem strituðu eins og áburð-
arhestar daglega, fjör og tilþrif þegar þeir losnuðu undan reið-
ingnum.
Sigurður skáld var heitur trúmaður og orti mikið af sálmum
og öðrum andlegum kveðskap. Hann lét sig ekki muna um að
hlaupa ofan í Fagranes á Reykjaströnd til að vera þar við messu,
15 kílómetra hvora leið, þó færðin væri tvísýn. Þar lyfti líkam-
legt atgervi undir með andanum því hann var öllum mönnum
léttari á fæti, kvikur og brattgengur sem kallað var.
Sigurður lét sér annt um að uppfræða börn og unglinga.
Hann ól upp þrjú vandalaus börn umfram sín eigin og tók
heim til sín tilvonandi fermingarbörn og kenndi þeim kristin-
fræði „jafn vel eða betur en nokkur prestur," að því er sagt var.
Þessi þáttur langafans varð einnig æði ríkur í dótturdóttursyni
hans, Jóni kennara á Króknum.
Heiðardalur er grösug sveit og þar voru góðar engjar og af-
réttar þó vetur væru oft snjóþungir. Fjölfarin ferðamannaleið lá
um dalinn, sérstaklega á meðan Skagfirðingar sóttu verslun í
10